Á YouTube-síðu Buisness Insider er farið vel yfir þær kröfu sem gerðar eru til starfsfólksins sem starfar hjá fyrirtækinu og þá sérstaklega um þá sem starfa á fyrsta farrými.
Skilyrðin eru þónokkur og til að mynda verður maður að vera orðinn 21 árs. Starfsmennirnir verða að vera 160 sentímetrar á hæð og altalandi á ensku.
Einnig er ekki leyfilegt að vera með sjáanlegt húðflúr. Flugfreyja hjá Emirates segir í innslaginu að hún verði að halda sér í formi líkamlega fyrir starfið. Neglurnar þurfa að vera vel snyrtar, aðeins má vera með perlueyrnalokka og bannað er að bera hálsmen.
Emirates fær yfir 140 þúsund umsóknir um starf sem flugfreyja eða þjónn á ári hverju.
Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.