Hlýnun jarðar torveldi ávöxtun lífeyrissjóða Helgi Vífill Júlíusson skrifar 24. október 2019 07:30 Sean Kidney, framkvæmdastjóri Climate Bond Initiative og Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Fossum Mörkuðum. fbl/valli Hlýnun jarðar mun leiða til aukinna sveiflna á fjármálamörkuðum. Það verður því æ erfiðara að safna í eftirlaunasjóði til að ráðstafa við starfslok. Þetta segir Sean Kidney, stofnandi og framkvæmdastjóri Climate Bond Initiative, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrir samtökum sem vinna að því að virkja skuldabréfamarkaði á heimsvísu í þágu umhverfismála. Fossar Markaðir gengu nýverið til liðs við þau og fengu Kidney til að ræða við forsætisráðherra, fjármálaráðherra og umhverfisráðherra Íslands á mánudag um græn skuldabréf. Hann segir að verði ekki tekið í taumana muni hlýnun jarðar yfir lengri tíma hafa áhrif á monsúnvind yfir Indlandshafi og Suðaustur-Asíu. Óhemjumargir treysti á hann til að fá drykkjarvatn. Bregðist vindurinn þeim gæti það haft í för með sér að 100 milljónir manna muni þurfa að yfirgefa heimili sín og freista gæfunnar annars staðar. En reynslan sýni að lönd vilji ekki taka við of mörgum flóttamönnum. Kidney segir að loftslagsbreytingar muni leiða æ oftar til uppskerubrests sem geti haft víðtækar afleiðingar. Síðast þegar stórfelldur uppskerubrestur hafi verið í Rússlandi var útflutningur á hveiti bannaður. Við það hafi verð á hveiti fjórfaldast. Á meðal landa sem ekki höfðu varið sig gegn hækkuninni voru Egyptaland, Túnis, Líbía og Sýrland. „Sama atburðarás átti sér stað tveimur árum fyrir frönsku byltinguna á 17. öld. Það var uppskerubrestur og verð fjórfaldaðist. Miklar hækkanir fá fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar til að berjast á götum úti. Þetta mun gerast oftar,“ segir hann. Við þær aðstæður kunni að vera skynsamlegt að fjárfesta í vopnaframleiðendum, kastar Kidney fram, nema hvað auknar sveiflur muni leiða til þess að erfitt sé að veðja á rétt fyrirtæki. „Það þarf að bregðast við hlýnun jarðar,“ segir hann. „Það má líkja þessu við að vera með krabbamein sem muni draga mann til dauða ef ekkert er að gert,“ segir Kidney. Að hans sögn er áhætta og ávöxtun grænna skuldabréfa svipuð og hefðbundinna skuldabréfa. „Þau eru því skynsamlegur fjárfestingarkostur og gera hagkerfið betur í stakk búið til að mæta umhverfisvánni.“ Kidney hvetur íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkum og gefa út græn skuldabréf. Það leiði enn fremur til áherslubreytinga innan stjórnkerfisins því fjármálaráðuneyti muni horfa til grænna verkefna en ekki eingöngu umhverfisráðuneyti. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Loftslagsmál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Hlýnun jarðar mun leiða til aukinna sveiflna á fjármálamörkuðum. Það verður því æ erfiðara að safna í eftirlaunasjóði til að ráðstafa við starfslok. Þetta segir Sean Kidney, stofnandi og framkvæmdastjóri Climate Bond Initiative, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrir samtökum sem vinna að því að virkja skuldabréfamarkaði á heimsvísu í þágu umhverfismála. Fossar Markaðir gengu nýverið til liðs við þau og fengu Kidney til að ræða við forsætisráðherra, fjármálaráðherra og umhverfisráðherra Íslands á mánudag um græn skuldabréf. Hann segir að verði ekki tekið í taumana muni hlýnun jarðar yfir lengri tíma hafa áhrif á monsúnvind yfir Indlandshafi og Suðaustur-Asíu. Óhemjumargir treysti á hann til að fá drykkjarvatn. Bregðist vindurinn þeim gæti það haft í för með sér að 100 milljónir manna muni þurfa að yfirgefa heimili sín og freista gæfunnar annars staðar. En reynslan sýni að lönd vilji ekki taka við of mörgum flóttamönnum. Kidney segir að loftslagsbreytingar muni leiða æ oftar til uppskerubrests sem geti haft víðtækar afleiðingar. Síðast þegar stórfelldur uppskerubrestur hafi verið í Rússlandi var útflutningur á hveiti bannaður. Við það hafi verð á hveiti fjórfaldast. Á meðal landa sem ekki höfðu varið sig gegn hækkuninni voru Egyptaland, Túnis, Líbía og Sýrland. „Sama atburðarás átti sér stað tveimur árum fyrir frönsku byltinguna á 17. öld. Það var uppskerubrestur og verð fjórfaldaðist. Miklar hækkanir fá fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar til að berjast á götum úti. Þetta mun gerast oftar,“ segir hann. Við þær aðstæður kunni að vera skynsamlegt að fjárfesta í vopnaframleiðendum, kastar Kidney fram, nema hvað auknar sveiflur muni leiða til þess að erfitt sé að veðja á rétt fyrirtæki. „Það þarf að bregðast við hlýnun jarðar,“ segir hann. „Það má líkja þessu við að vera með krabbamein sem muni draga mann til dauða ef ekkert er að gert,“ segir Kidney. Að hans sögn er áhætta og ávöxtun grænna skuldabréfa svipuð og hefðbundinna skuldabréfa. „Þau eru því skynsamlegur fjárfestingarkostur og gera hagkerfið betur í stakk búið til að mæta umhverfisvánni.“ Kidney hvetur íslensk stjórnvöld til að leggja sitt af mörkum og gefa út græn skuldabréf. Það leiði enn fremur til áherslubreytinga innan stjórnkerfisins því fjármálaráðuneyti muni horfa til grænna verkefna en ekki eingöngu umhverfisráðuneyti.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Loftslagsmál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira