Tveir stuðningsmenn Liverpool rugluðust á Genk og Gent og misstu af leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2019 11:30 Stuðningsmenn Liverpool en ekki þó þeir sem viltust í Belgíu. Getty/ TF-Images Tvö sæti sem seldust á Meistaradeildarleik Genk og Liverpool í gær voru tóm og fyrir því var frekar brosleg ástæða. Tveir stuðningsmenn Liverpool ætluðu að fylgja sínu liði á mikilvægan útileik í Meistaradeildinni en voru hvergi sjáanlegir þegar leikurinn var flautaður á. Liverpool liðið vann leikinn 4-1 og vann sinn fyrsta útileik í riðlakeppni Meistaradeildar síðan haustið 2017. Stuðningsmennirnir voru ekki alveg með nafn mótherjanna á hreinu eða réttara sagt frá hvaða borg andstæðingarnir voru. Þeir ferðuðust nefnilega til Gent en ekki til Genk.Train ticket: €150 Match ticket: €70 The realisation you're in the wrong city: Priceless At least Gent have offered them free tickets to their Europa League match tonight #LFC#GENLIVhttps://t.co/voabfKXMFs — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 24, 2019Báðar borgir eru í Belgíu og með fótboltafélög í fremstu röð. Genk er í Meistaradeildinni en Gent er í Evrópudeildinni. Genk er í austurhluta Belgíu en Gent er mun vestar. Félagarnir voru það utan við sig að þeir áttuðu sig ekki fyrr en of seint að þeir voru í vitlausri borg. Það var enginn tími til að ferðast á milli enda tekur það meira en tvo klukkutíma.Liverpool fans miss victory in Genk after travelling to Gent by mistake @LukeMcLaughlinhttps://t.co/vSrxuoGE7d — Guardian sport (@guardian_sport) October 24, 2019Liverpool stuðningsmennirnir fundu sér því írskan bar og horfðu á leik sinna manna þar. Forráðamenn Gent fundu til með félögunum og hafa boðið þeim á Evrópudeildarleik á móti Wolfsborg í kvöld. Þeir leyfðu sér líka að skjóta aðeins á félagana og sögðust ætla að bjóða þeim upp á smá kennslu í belgískri landafræði eftir leikinn.Morning @LFC, congrats on the win yesterday. Oh and by the way could you give us a little help in finding these two Scousers who got a little confused yesterday? #gnkliv#genliv#gntwolhttps://t.co/zwGAhIF5Zb — KAA Gent (@KAAGent) October 24, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Tvö sæti sem seldust á Meistaradeildarleik Genk og Liverpool í gær voru tóm og fyrir því var frekar brosleg ástæða. Tveir stuðningsmenn Liverpool ætluðu að fylgja sínu liði á mikilvægan útileik í Meistaradeildinni en voru hvergi sjáanlegir þegar leikurinn var flautaður á. Liverpool liðið vann leikinn 4-1 og vann sinn fyrsta útileik í riðlakeppni Meistaradeildar síðan haustið 2017. Stuðningsmennirnir voru ekki alveg með nafn mótherjanna á hreinu eða réttara sagt frá hvaða borg andstæðingarnir voru. Þeir ferðuðust nefnilega til Gent en ekki til Genk.Train ticket: €150 Match ticket: €70 The realisation you're in the wrong city: Priceless At least Gent have offered them free tickets to their Europa League match tonight #LFC#GENLIVhttps://t.co/voabfKXMFs — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 24, 2019Báðar borgir eru í Belgíu og með fótboltafélög í fremstu röð. Genk er í Meistaradeildinni en Gent er í Evrópudeildinni. Genk er í austurhluta Belgíu en Gent er mun vestar. Félagarnir voru það utan við sig að þeir áttuðu sig ekki fyrr en of seint að þeir voru í vitlausri borg. Það var enginn tími til að ferðast á milli enda tekur það meira en tvo klukkutíma.Liverpool fans miss victory in Genk after travelling to Gent by mistake @LukeMcLaughlinhttps://t.co/vSrxuoGE7d — Guardian sport (@guardian_sport) October 24, 2019Liverpool stuðningsmennirnir fundu sér því írskan bar og horfðu á leik sinna manna þar. Forráðamenn Gent fundu til með félögunum og hafa boðið þeim á Evrópudeildarleik á móti Wolfsborg í kvöld. Þeir leyfðu sér líka að skjóta aðeins á félagana og sögðust ætla að bjóða þeim upp á smá kennslu í belgískri landafræði eftir leikinn.Morning @LFC, congrats on the win yesterday. Oh and by the way could you give us a little help in finding these two Scousers who got a little confused yesterday? #gnkliv#genliv#gntwolhttps://t.co/zwGAhIF5Zb — KAA Gent (@KAAGent) October 24, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira