Fólkið sem fannst í gámnum sagt vera frá Kína Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 24. október 2019 10:15 AP/Alastair Grant Allir þeir 39 sem fundust látnir í gámi flutningabíls í Englandi í gær voru kínverskir ríkisborgarar. Þetta hefur fréttastofa Sky eftir heimildarmönnum sínum. Lögreglan á Englandi yfirheyrir enn vörubílstjóra sem var handtekinn í gær eftir að þrjátíu og níu lík fundust í bíl hans en bílnum hafði nýlega verið ekið til Englands frá Búlgaríu.Um er að ræða konur, menn og minnst einn táning og lögreglan segir að líklegast muni taka langan tíma að bera kennsl á þau. Málið þykir svipa til annars frá árinu 2000 þegar lík 58 Kínverja fundust í gámi í Dover í Bretlandi. Svo virðist sem um ólöglega innflytjendur hafi verið að ræða og nú er verið að reyna að kortleggja ferðalag bílsins. Hann kom til að mynda til Englands með ferju frá Belgíu en óljóst er hve lengi bíllinn var í Belgíu og hvar fólkið fór um borð í hann. Málið er einnig rannsakað í Belgíu en bílstjórinn, tuttugu og fimm ára gamall Norður Íri sem heitir Mo Robinson er í haldi grunaður um morð og tvær húsleitir hafa verið framkvæmdar á Norður Írlandi vegna málsins en talið er að skipulögð glæpasamtök hafi staðið að innflutningi fólksins.BBC ræddi við bæjarfulltrúa í Laurelvale í Norður-Írlandi. Robinson ólst þar upp og bæjarfulltrúinn segir íbúa vera miður sín. Þeir vonist til þess að Robinson hafi flækst í málið fyrir slysni. Þá segist hann hafa rætt við föður Robinson, sem komst að því á samfélagsmiðlum að sonur sinn hafi verið handtekinn vegna málsins. Belgía Bretland England Kína Tengdar fréttir 39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49 Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira
Allir þeir 39 sem fundust látnir í gámi flutningabíls í Englandi í gær voru kínverskir ríkisborgarar. Þetta hefur fréttastofa Sky eftir heimildarmönnum sínum. Lögreglan á Englandi yfirheyrir enn vörubílstjóra sem var handtekinn í gær eftir að þrjátíu og níu lík fundust í bíl hans en bílnum hafði nýlega verið ekið til Englands frá Búlgaríu.Um er að ræða konur, menn og minnst einn táning og lögreglan segir að líklegast muni taka langan tíma að bera kennsl á þau. Málið þykir svipa til annars frá árinu 2000 þegar lík 58 Kínverja fundust í gámi í Dover í Bretlandi. Svo virðist sem um ólöglega innflytjendur hafi verið að ræða og nú er verið að reyna að kortleggja ferðalag bílsins. Hann kom til að mynda til Englands með ferju frá Belgíu en óljóst er hve lengi bíllinn var í Belgíu og hvar fólkið fór um borð í hann. Málið er einnig rannsakað í Belgíu en bílstjórinn, tuttugu og fimm ára gamall Norður Íri sem heitir Mo Robinson er í haldi grunaður um morð og tvær húsleitir hafa verið framkvæmdar á Norður Írlandi vegna málsins en talið er að skipulögð glæpasamtök hafi staðið að innflutningi fólksins.BBC ræddi við bæjarfulltrúa í Laurelvale í Norður-Írlandi. Robinson ólst þar upp og bæjarfulltrúinn segir íbúa vera miður sín. Þeir vonist til þess að Robinson hafi flækst í málið fyrir slysni. Þá segist hann hafa rætt við föður Robinson, sem komst að því á samfélagsmiðlum að sonur sinn hafi verið handtekinn vegna málsins.
Belgía Bretland England Kína Tengdar fréttir 39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49 Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira
39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49
Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06