„Ekki krúttlegur friðarklúbbur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 11:44 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar. Vísir/Egill Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um aðild Norður-Makedóníu að NATO með 32 atkvæðum en 11 sátu hjá. Þeirra á meðal voru allir þingmenn Vinstri grænna en flokkurinn hefur alla tíð verið andvígur aðild Íslands að NATO. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði að frá stofnun VG hafi bandalagið stækkað í þrígang og nú yrði það gert í fjórða sinn með aðild Norður-Makedóníu. Í öll skiptin hafi þingmenn VG setið hjá og skilað minnihlutaáliti í utanríkismálanefnd. „Sú afstaða í gegnum tíðina er óbreytt hér í dag enda gengur stækkun bandalagsins í berhögg við áherslur VG. NATO er hernaðarbandalag en ekki krúttlegur friðarklúbbur,“ sagði Rósa. „Stækkun Atlantshafsbandalagsins er ekki grundvöllur friðar, stöðugleika og öryggis í heiminum. Það væri heldur gert með styrkingu alþjóðastofnana, alþjóðasamvinnu, samtala og lýðræðislegra lausna,“ bætti Rósa við.Engin stefna um NATO meðal Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gerði grein fyrir því í pontu Alþingis að Píratar eigi sér enga stefnu um veru Íslands í NATO og að skiptar skoðanir séu um málið innan Pírata. Sjálf sé hún á móti veru Íslands í bandalaginu og því sitji hún hjá. Helgi Hrafn Gunnarsson flokksbróðir hennar studdi hins vegar tillöguna þar sem hann telji öryggis- og varnarhagsmuni Íslands innan NATO skipta máli. Aftur á móti veki nýlegir atburðir í norðanverðu Sýrlandi upp spurningar. „Í ljósi nýliðinna atburða sem varða tvær NATO-þjóðir, Tyrkland og Bandaríkin, velta upp spurningunni hvort að séu raunverulega öryggis- og varnarhagsmunir Íslands að vera í NATO, alveg burt séð frá öllu sem fólki finnist um hegðun NATO af og til. Ef við lítum bara alveg blákalt á öryggis- og varnarhagsmuni Íslands eru það þá okkar hagsmunir að vera inni í þessu bandalagi?“ spurði Helgi Hrafn, sem þó studdi tillöguna. Alþingi Norður-Makedónía Píratar Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um aðild Norður-Makedóníu að NATO með 32 atkvæðum en 11 sátu hjá. Þeirra á meðal voru allir þingmenn Vinstri grænna en flokkurinn hefur alla tíð verið andvígur aðild Íslands að NATO. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði að frá stofnun VG hafi bandalagið stækkað í þrígang og nú yrði það gert í fjórða sinn með aðild Norður-Makedóníu. Í öll skiptin hafi þingmenn VG setið hjá og skilað minnihlutaáliti í utanríkismálanefnd. „Sú afstaða í gegnum tíðina er óbreytt hér í dag enda gengur stækkun bandalagsins í berhögg við áherslur VG. NATO er hernaðarbandalag en ekki krúttlegur friðarklúbbur,“ sagði Rósa. „Stækkun Atlantshafsbandalagsins er ekki grundvöllur friðar, stöðugleika og öryggis í heiminum. Það væri heldur gert með styrkingu alþjóðastofnana, alþjóðasamvinnu, samtala og lýðræðislegra lausna,“ bætti Rósa við.Engin stefna um NATO meðal Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gerði grein fyrir því í pontu Alþingis að Píratar eigi sér enga stefnu um veru Íslands í NATO og að skiptar skoðanir séu um málið innan Pírata. Sjálf sé hún á móti veru Íslands í bandalaginu og því sitji hún hjá. Helgi Hrafn Gunnarsson flokksbróðir hennar studdi hins vegar tillöguna þar sem hann telji öryggis- og varnarhagsmuni Íslands innan NATO skipta máli. Aftur á móti veki nýlegir atburðir í norðanverðu Sýrlandi upp spurningar. „Í ljósi nýliðinna atburða sem varða tvær NATO-þjóðir, Tyrkland og Bandaríkin, velta upp spurningunni hvort að séu raunverulega öryggis- og varnarhagsmunir Íslands að vera í NATO, alveg burt séð frá öllu sem fólki finnist um hegðun NATO af og til. Ef við lítum bara alveg blákalt á öryggis- og varnarhagsmuni Íslands eru það þá okkar hagsmunir að vera inni í þessu bandalagi?“ spurði Helgi Hrafn, sem þó studdi tillöguna.
Alþingi Norður-Makedónía Píratar Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira