Segir þingmann sá tortryggni með orðum sínum um endurheimt votlendis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 13:59 Einar Bárðarson er framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Aðsent Framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, segir Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, sá tortryggni með orðum sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði Líneik Anna meðal annars að margvísleg mistök hafi verið gerð við framræslu lands á sínum tíma og að gæta þurfi að því að fara ekki of geyst við endurheimt votlendis. „Þingmaður, sem greinilega hefur kynnt sér málaflokkinn takmarkað, fullyrti þar að endurheimt votlendis á Íslandi væri ákvörðun eins manns og það þyrfti að fara varlega í það. Það er fráleit fullyrðing,“ segir í tilkynningu frá Votlendissjóði sem Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri sjóðsins, ritar undir. Sjá einnig: Ekki megi stilla upp aðferðum við kolefnisbindingu sem andstæðum Í tilkynningunni segir að þær jarðir þar sem sjóðurinn vinnur að endurheimt votlendis eða stendur til að hefja endurheimt séu verkefni þar sem landeigendur hafi átt frumkvæði. „Í framhaldi eru jarðirnar mældar og teknar út, bæði af sérfræðingum á vegum Votlendissjóðs og svo aftur og mun ítarlegar af Landgræðslunni. Þegar Landgræðslan hefur staðfest að jarðirnar séu hæfar til endurheimtar hefst hið verklega ferli. Undanfari verklegra framkvæmda er því í flestum tilfellum ár eða lengra,“ segir í tilkynningunni. Þá sé endurheimt votlendis hér á landi unnin eftir leiðsögn og leiðbeiningum sérfræðinga og vísindamanna. Votlendissjóður leiti jafnframt til sérstaks fagráðs um verkefni sjóðsins þar sem sitja fulltrúar frá Náttúrufræðistofnun, Rannsóknasetri HÍ á Suðurlandi, Landgræðsunni, Arkitektafélagi Íslands og verkfræðistofunni Eflu.Vonar að samtal komi í veg fyrir „óþarfa uppnám“ „Votlendissjóður harmar orð þingmannsins sem sá tortryggni og innistæðulausri andstöðu við öflugustu og einföldustu leið í átt að kolefnisjöfnun sem Íslendingar eiga völ á að fara,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá er áréttað að sjóðurinn sé sjálfseignastofnun sem fjármögnuð er af einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hafi sjóðurinn engar fyrirfram gefnar heimildir til nokkurra framkvæmda. Fyrir öllum framkvæmdum þurfi að liggja fyrir skýrt leyfi og vilji hlutaðeigandi landeigenda. „Votlendissjóður tekur þó undir orð þingmannsins um að við þurfum að vinna að skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis á grunni skipulags og víðtæks samráðs. Alþingi hefur þó litlu sem engu bætt við í þá málaflokka þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um vilja til annars,“ segir í tilkynningunni. Loks er þingmanni bent á opinn fund um endurheimt votlendis sem fer fram í nóvember þar sem verkefni sjóðsins verða til umfjöllunar. „Það er von Votlendissjóðsins að áframhaldandi samtal milli sjóðsins og þingmanna muni koma í veg fyrir svona óþarfa uppnám.“ Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, segir Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, sá tortryggni með orðum sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði Líneik Anna meðal annars að margvísleg mistök hafi verið gerð við framræslu lands á sínum tíma og að gæta þurfi að því að fara ekki of geyst við endurheimt votlendis. „Þingmaður, sem greinilega hefur kynnt sér málaflokkinn takmarkað, fullyrti þar að endurheimt votlendis á Íslandi væri ákvörðun eins manns og það þyrfti að fara varlega í það. Það er fráleit fullyrðing,“ segir í tilkynningu frá Votlendissjóði sem Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri sjóðsins, ritar undir. Sjá einnig: Ekki megi stilla upp aðferðum við kolefnisbindingu sem andstæðum Í tilkynningunni segir að þær jarðir þar sem sjóðurinn vinnur að endurheimt votlendis eða stendur til að hefja endurheimt séu verkefni þar sem landeigendur hafi átt frumkvæði. „Í framhaldi eru jarðirnar mældar og teknar út, bæði af sérfræðingum á vegum Votlendissjóðs og svo aftur og mun ítarlegar af Landgræðslunni. Þegar Landgræðslan hefur staðfest að jarðirnar séu hæfar til endurheimtar hefst hið verklega ferli. Undanfari verklegra framkvæmda er því í flestum tilfellum ár eða lengra,“ segir í tilkynningunni. Þá sé endurheimt votlendis hér á landi unnin eftir leiðsögn og leiðbeiningum sérfræðinga og vísindamanna. Votlendissjóður leiti jafnframt til sérstaks fagráðs um verkefni sjóðsins þar sem sitja fulltrúar frá Náttúrufræðistofnun, Rannsóknasetri HÍ á Suðurlandi, Landgræðsunni, Arkitektafélagi Íslands og verkfræðistofunni Eflu.Vonar að samtal komi í veg fyrir „óþarfa uppnám“ „Votlendissjóður harmar orð þingmannsins sem sá tortryggni og innistæðulausri andstöðu við öflugustu og einföldustu leið í átt að kolefnisjöfnun sem Íslendingar eiga völ á að fara,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá er áréttað að sjóðurinn sé sjálfseignastofnun sem fjármögnuð er af einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hafi sjóðurinn engar fyrirfram gefnar heimildir til nokkurra framkvæmda. Fyrir öllum framkvæmdum þurfi að liggja fyrir skýrt leyfi og vilji hlutaðeigandi landeigenda. „Votlendissjóður tekur þó undir orð þingmannsins um að við þurfum að vinna að skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis á grunni skipulags og víðtæks samráðs. Alþingi hefur þó litlu sem engu bætt við í þá málaflokka þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um vilja til annars,“ segir í tilkynningunni. Loks er þingmanni bent á opinn fund um endurheimt votlendis sem fer fram í nóvember þar sem verkefni sjóðsins verða til umfjöllunar. „Það er von Votlendissjóðsins að áframhaldandi samtal milli sjóðsins og þingmanna muni koma í veg fyrir svona óþarfa uppnám.“
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira