Enn ein yfirlýsingin vegna ummæla þjálfara og leikmanns ÍBV eftir leik liðsins gegn Aftureldingu barst nú síðdegis.
Að þessu sinni var það Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, sem sendi frá sér yfirlýsingu.
Ummælum hans í garð dómara leiksins var vísað til aganefndar HSÍ en nefndin sá ekki ástæðu til þess að aðhafast nokkuð í málinu.
Í yfirlýsingu Kristins kemur meðal annars fram að hann hafi beðið dómara leiksins afsökunar. Allir ætli nú að horfa fram á veginn.
Yfirlýsing Kristins:
Ég undirritaður vil biðjast afsökunar á orðum sem ég lét falla í viðtölum eftir leik ÍBV og Aftureldingar í Olísdeild karla. Þar tjái ég mig opinskátt um dómarapar leiksins og þeirra framistöðu. Það er engum til hagsbóta í íþróttinni að slík orð séu látin falla. Ég skil ef slík orð geta verið meiðandi fyrir þá einstaklinga sem dæmdu leikinn, bak við hvern dómara og þjálfara eru manneskjur og það ber að virða.
Mistök eru til að læra af þeim og það ætla ég mér að gera. Eftir samtal við formann dómaranefndar hef ég einnig heyrt í dómurum leiksins og beðið þá afsökunar. Allir vorum við sammála um að horfa fram veginn.
Með handboltakveðju,
Kristinn Guðmundsson
Yfirlýsing frá Kristni: Skil ef orð mín voru meiðandi

Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: „Þetta er bara ömurleg framkoma“
Eyjamenn voru ekki sáttir með dómgæsluna á þriðjudag.

Yfirlýsing frá Kristjáni Erni: Ég kom fram af virðingarleysi
Kristján Örn Kristjánsson, stórskytta ÍBV, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi vegna ummæla sem hann lét falla eftir leik ÍBV og Aftureldingar.

Óskiljanleg ummæli og engin bönn
Eyjamennirnir Kristinn Guðmundsson og Kristján Örn Kristjánsson voru hvorugir dæmdir í bann vegna ummæla sinna eftir leik ÍBV og Aftureldingar.

Pabbinn kvartar yfir því að sonurinn hafi ekki fengið bann
Það er hiti í Olís-deild karla um þessar mundir og þá sér í lagi á skrifstofunni hjá HSÍ.

Ummæli Kristins og Kristjáns á borð agafnendar
Íþróttadeild hefur fengið staðfest að ummælum Kristins Guðmundssonar og Kristjáns Kristjánssonar hefur verið vísað til aganefndar HSÍ af framkvæmdastjóra sambandsins.