Vissi ekki að mamma hennar hefði átt myndir af pabbanum öll þessi ár Stefán Árni Pálsson skrifar 24. október 2019 20:00 Guðrún Andrea Sólveigardóttir fékk svör við spurningum um pabba sinn. Þau voru hins vegar ekki falleg. Guðrún Andrea Sólveigardóttir vissi ekki af því að mamma hennar ætti mynd af pabba hennar fyrr en hún settist niður til fundar með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í aðdraganda þriðju þáttaraðar Leitarinnar að upprunanum. Foreldrar Guðrúnar Andreu voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. Sólveig frá Íslandi og hann frá Spáni. Fyrir um áratug ákvað Guðrún að flytja til Barcelona og reyna að finna föður sinn en án árangurs. Leitaði hún til Sigrúnar Óskar sem tók málið að sér í Leitinni að upprunanum. „Svo fer ég og hitti mæðgunar og við setjumst niður við eldhúsborðið. Eitt það fyrsta sem ég spyr er: Hvernig er það, eru til einhverjar myndir af honum? Þá svarar þær eiginlega samtímis. Guðrún segir nei og mamma hennar segir já,“ rifjar Sigrún Ósk upp í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi. „Ég bara horfði á þær til skiptis. Bara, bíddu við,“ segir Sigrún.Til marks um hvernig málið var vaxið Í ljós kom að Sólveig átti myndir af honum frá því í náminu úti í Bretlandi sem voru vel geymdar í einhverjum kassa. Guðrún hafði aldrei vitað af þeim og mamma hennar gaf sér að Guðrún hefði vitað af þeim. „Mér fannst þetta mjög fróðlegt og þær hlógu mikið að þessu.“ Guðrún segir þetta til marks um hvernig málið liggi. Pabbi hennar hafði engan áhuga á að vita af henni og hún átti sjálf sterkt bakland á Íslandi í fjölskyldu sinni. „Ég bara hef ekkert spurt. Ég hef ekki haft áhuga. Ég átti tvo pabba og vantaði ekkert endilega þriðja,“ hefur Sigrún Ósk eftir Guðrúnu Andreu. Guðrún Andrea fékk að lokum þau svör að faðir hennar væri langt leiddur heróínfíkill og væri í fangelsi á Spáni.Í þættinum Á bak við tjöldin á Vísi er kafað dýpra í áhugaverða þætti og kvikmyndir. Þáttin má heyra hér að neðan. Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30 Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. 20. október 2019 14:44 Fékk kvíðakast á koddanum í Kólumbíu Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. 17. október 2019 18:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Sjá meira
Guðrún Andrea Sólveigardóttir vissi ekki af því að mamma hennar ætti mynd af pabba hennar fyrr en hún settist niður til fundar með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í aðdraganda þriðju þáttaraðar Leitarinnar að upprunanum. Foreldrar Guðrúnar Andreu voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. Sólveig frá Íslandi og hann frá Spáni. Fyrir um áratug ákvað Guðrún að flytja til Barcelona og reyna að finna föður sinn en án árangurs. Leitaði hún til Sigrúnar Óskar sem tók málið að sér í Leitinni að upprunanum. „Svo fer ég og hitti mæðgunar og við setjumst niður við eldhúsborðið. Eitt það fyrsta sem ég spyr er: Hvernig er það, eru til einhverjar myndir af honum? Þá svarar þær eiginlega samtímis. Guðrún segir nei og mamma hennar segir já,“ rifjar Sigrún Ósk upp í hlaðvarpinu Á bak við tjöldin á Vísi. „Ég bara horfði á þær til skiptis. Bara, bíddu við,“ segir Sigrún.Til marks um hvernig málið var vaxið Í ljós kom að Sólveig átti myndir af honum frá því í náminu úti í Bretlandi sem voru vel geymdar í einhverjum kassa. Guðrún hafði aldrei vitað af þeim og mamma hennar gaf sér að Guðrún hefði vitað af þeim. „Mér fannst þetta mjög fróðlegt og þær hlógu mikið að þessu.“ Guðrún segir þetta til marks um hvernig málið liggi. Pabbi hennar hafði engan áhuga á að vita af henni og hún átti sjálf sterkt bakland á Íslandi í fjölskyldu sinni. „Ég bara hef ekkert spurt. Ég hef ekki haft áhuga. Ég átti tvo pabba og vantaði ekkert endilega þriðja,“ hefur Sigrún Ósk eftir Guðrúnu Andreu. Guðrún Andrea fékk að lokum þau svör að faðir hennar væri langt leiddur heróínfíkill og væri í fangelsi á Spáni.Í þættinum Á bak við tjöldin á Vísi er kafað dýpra í áhugaverða þætti og kvikmyndir. Þáttin má heyra hér að neðan.
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30 Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. 20. október 2019 14:44 Fékk kvíðakast á koddanum í Kólumbíu Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. 17. október 2019 18:00 Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Sjá meira
Stóðu fyrir utan húsið í Barcelona en þorðu ekki að banka Foreldrar Guðrúnar Andreu Sólveigardóttur voru bara táningar þegar hún kom í heiminn. Þau höfðu kynnst í enskuskóla í Bretlandi. 21. október 2019 11:30
Einstök saga „engils í mannsmynd“ í fátækrahverfi Bogota Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segist hafa kynnst engli í mannsmynd þegar hún hitti kólumbíska móður Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. 20. október 2019 14:44
Fékk kvíðakast á koddanum í Kólumbíu Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi í Leitinni að upprunanum, segist hafa átt erfitt með svefn fyrstu nóttina í Bogota í Kólumbíu. Þangað var hún komin með Þórunni Kristínu Sigurðardóttur í leit að móður hennar og fjölskyldu. 17. október 2019 18:00
Brotnaði niður í Kólumbíu þegar hún fékk að heyra sannleikann Þórunn Kristín Sigurðardóttir var ættleidd frá Kólumbíu árið 1981, aðeins nokkurra vikna gömul. Hún segir að áhuginn á upprunaleit hafi kviknað fyrir um tveimur árum en hún vissi lítið sem ekkert um rætur sínar í Kólumbíu fyrr en hún skoðaði ættleiðingarskjölin sín í fyrsta skipti í sumar. 14. október 2019 10:30
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning