Solskjær ánægður með frammistöðu Williams Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. október 2019 20:30 Williams og Ole Gunnar Solskjær í leik kvöldsins. Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld. Hinn 19 ára gamli Williams var að byrja sinn annan leik fyrir aðallið Man United en hann byrjaði gegn AZ Alkmaar fyrr í októbermánuði. Þá kom hann inn á undir lok leiks í 1-1 jafnteflinu gegn Liverpool á dögunum. Williams fiskaði vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks sem Anthony Martial skoraði úr, reyndist það eina mark leiksins. Var þetta fyrsti sigur Man United á útivelli síðan liðið lagði Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í apríl síðastliðnum. James Garner, annar unglingur úr uppeldisstarfi Manchester liðsins byrjaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið í kvöld og hrósaði Solskjær þeim báðum í leikslok. „Þeir áttu báðir góðan leik. Garner varð betri eftir því sem leið á leikinn en Williams var maður leiksins að mínu mati. Han er óttalaus og hugrakkur sem ljón. Hann vann leikinn fyrir okkur,“ sagði Solskjær að lokum og verður áhugavert að sjá hvort Williams byrji leik í ensku úrvalsdeildinni bráðum en stuðningsmenn félagsins eru orðnir langþreyttir á að sjá Ashley Young í byrjunarliðinu.Time for some immediate reaction to tonight's game — here's Ole talking to #MUTV. #MUFC#UELpic.twitter.com/8pOVfJJpsG — Manchester United (@ManUtd) October 24, 2019 Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hrósaði vinstri bakverðinum Brandon Williams í hástert eftir 1-0 sigur Man United á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í kvöld. Hinn 19 ára gamli Williams var að byrja sinn annan leik fyrir aðallið Man United en hann byrjaði gegn AZ Alkmaar fyrr í októbermánuði. Þá kom hann inn á undir lok leiks í 1-1 jafnteflinu gegn Liverpool á dögunum. Williams fiskaði vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks sem Anthony Martial skoraði úr, reyndist það eina mark leiksins. Var þetta fyrsti sigur Man United á útivelli síðan liðið lagði Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í apríl síðastliðnum. James Garner, annar unglingur úr uppeldisstarfi Manchester liðsins byrjaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið í kvöld og hrósaði Solskjær þeim báðum í leikslok. „Þeir áttu báðir góðan leik. Garner varð betri eftir því sem leið á leikinn en Williams var maður leiksins að mínu mati. Han er óttalaus og hugrakkur sem ljón. Hann vann leikinn fyrir okkur,“ sagði Solskjær að lokum og verður áhugavert að sjá hvort Williams byrji leik í ensku úrvalsdeildinni bráðum en stuðningsmenn félagsins eru orðnir langþreyttir á að sjá Ashley Young í byrjunarliðinu.Time for some immediate reaction to tonight's game — here's Ole talking to #MUTV. #MUFC#UELpic.twitter.com/8pOVfJJpsG — Manchester United (@ManUtd) October 24, 2019
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Man United marði sigur í Serbíu | AZ slátraði Astana Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Partizan Belgrade í L-riðli Evrópudeildarinnar. Í hinum leik riðilsins vann AZ Alkmaar öruggan 6-0 sigur á Astana. 24. október 2019 18:45