Brá þegar hann áttaði sig á mistökum ASÍ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2019 20:50 Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er eigandi vefverslunarinnar Boxins. Hann rekur einnig verslanir undir merkjum Super 1 á Íslandi. Mynd/Samsett Mistök við verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ urðu þess valdandi að vefverslunin Boxið.is var sögð dýrasta matvöruverslunin á netinu, sem reyndist ekki rétt. Eigandi Boxins vonar að mistökin hafi ekki slæmar afleiðingar fyrir verslunina. ASÍ harmar mistökin. Niðurstöður verðlagskönnunar ASÍ á matvöru voru birtar í dag. Í niðurstöðunum var því haldið fram að virðisaukaskattur hafi ekki verið innifalinn í verði hjá Boxinu og bætti ASÍ honum því við eftir á. Fyrir vikið varð niðurstaðan sú að innkaupakarfan reiknaðist dýrust netverslana hjá Boxinu og næstdýrust þegar litið var til allra matvöruverslana. Þá var fyrirsögn fréttar um könnunina á vef ASÍ höfð „Boxid.is dýrasta matvöruverslunin á netinu“. Eftir að niðurstöðurnar voru birtar kom þó í ljós að virðisaukaskatturinn var eftir allt saman innifalinn í verði á vörum hjá Boxinu. Í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér vegna málsins í kvöld eru þeir fjölmiðlar sem skrifuðu fréttir upp úr niðurstöðum könnunarinnar beðnir um að taka þær úr birtingu. Frétt um niðurstöðurnar hefur jafnframt verið tekin úr birtingu á vef ASÍ. Þá kemur fram í tilkynningu að könnunin verði uppfærð í fyrramálið og leiðrétt tilkynning send út samtímis. „Beðist er velvirðingar á þessum mistökum,“ segir í tilkynningu ASÍ.Alveg kolröng verð Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er eigandi Boxins. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi strax áttað sig á því að ASÍ hefði ekki farið rétt með vöruverð í versluninni. „Um leið og ég sá að þetta var hreinlega rangt, að við værum ekki með virðisaukaskattinn innifalinn í verðinu, þá náttúrulega bregður manni dálítið og ég sá strax að þetta voru alveg kolröng verð hjá þeim. Maður verður bara áhyggjufullur þegar koma svona rangar upplýsingar og svona stór aðili að dreifa þeim. Þá getur þetta farið víða og það getur haft mjög slæmar afleiðingar.“ Sigurður segir að ágætlega hafi gengið að fá niðurstöðurnar leiðréttar. Það hafi þó tekið sinn tíma að ná í rétta manneskju en á endanum hafi verið brugðist vel við umleitan hans. Hann kveðst vona að málið dragi ekki dilk á eftir sér. „Ég ætla að vona ekki en við sjáum til með það. Ég held að þetta hafi ekki farið neitt of langt, það var ekki byrjað að birta neitt ofboðslega margar fréttir.“ Neytendur Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Mistök við verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ urðu þess valdandi að vefverslunin Boxið.is var sögð dýrasta matvöruverslunin á netinu, sem reyndist ekki rétt. Eigandi Boxins vonar að mistökin hafi ekki slæmar afleiðingar fyrir verslunina. ASÍ harmar mistökin. Niðurstöður verðlagskönnunar ASÍ á matvöru voru birtar í dag. Í niðurstöðunum var því haldið fram að virðisaukaskattur hafi ekki verið innifalinn í verði hjá Boxinu og bætti ASÍ honum því við eftir á. Fyrir vikið varð niðurstaðan sú að innkaupakarfan reiknaðist dýrust netverslana hjá Boxinu og næstdýrust þegar litið var til allra matvöruverslana. Þá var fyrirsögn fréttar um könnunina á vef ASÍ höfð „Boxid.is dýrasta matvöruverslunin á netinu“. Eftir að niðurstöðurnar voru birtar kom þó í ljós að virðisaukaskatturinn var eftir allt saman innifalinn í verði á vörum hjá Boxinu. Í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér vegna málsins í kvöld eru þeir fjölmiðlar sem skrifuðu fréttir upp úr niðurstöðum könnunarinnar beðnir um að taka þær úr birtingu. Frétt um niðurstöðurnar hefur jafnframt verið tekin úr birtingu á vef ASÍ. Þá kemur fram í tilkynningu að könnunin verði uppfærð í fyrramálið og leiðrétt tilkynning send út samtímis. „Beðist er velvirðingar á þessum mistökum,“ segir í tilkynningu ASÍ.Alveg kolröng verð Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er eigandi Boxins. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi strax áttað sig á því að ASÍ hefði ekki farið rétt með vöruverð í versluninni. „Um leið og ég sá að þetta var hreinlega rangt, að við værum ekki með virðisaukaskattinn innifalinn í verðinu, þá náttúrulega bregður manni dálítið og ég sá strax að þetta voru alveg kolröng verð hjá þeim. Maður verður bara áhyggjufullur þegar koma svona rangar upplýsingar og svona stór aðili að dreifa þeim. Þá getur þetta farið víða og það getur haft mjög slæmar afleiðingar.“ Sigurður segir að ágætlega hafi gengið að fá niðurstöðurnar leiðréttar. Það hafi þó tekið sinn tíma að ná í rétta manneskju en á endanum hafi verið brugðist vel við umleitan hans. Hann kveðst vona að málið dragi ekki dilk á eftir sér. „Ég ætla að vona ekki en við sjáum til með það. Ég held að þetta hafi ekki farið neitt of langt, það var ekki byrjað að birta neitt ofboðslega margar fréttir.“
Neytendur Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira