Landsbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða á þriðja fjórðungi ársins, en á sama tíma í fyrra var hagnaður bankans 3,8 milljarðar. Á fyrstu níu mánuðum ársins hagnaðist bankinn um 14,3 milljarða á móti 15,4 milljörðum á sama tíma í fyrra.
„Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins endurspeglar stöðugan og góðan rekstur. Kostnaður heldur áfram að lækka en tekjur hafa á hinn bóginn aukist. Kostnaðarhlutfall á tímabilinu var um 41,4% sem er lægra en á sama tíma í fyrra,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
„Landsbankinn hefur lækkað vexti undanfarið og á árinu hafa óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækkað um 0,8 prósentustig, en óverðtryggð íbúðalán eru algengasta fjármögnunarleið einstaklinga.“
Landsbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða
Ari Brynjólfsson skrifar

Mest lesið

Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna
Viðskipti innlent

Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur
Viðskipti innlent

Varað við svörtum eldhúsáhöldum
Neytendur


Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum
Atvinnulíf



Segir skilið við Grillmarkaðinn
Viðskipti innlent

Segja upp 52 sjómönnum
Viðskipti innlent

Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára
Viðskipti innlent