Kosið um sameiningu á morgun: „Það er annað hvort já eða nei“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. október 2019 12:30 Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segist vænta þess að niðurstöður muni liggja fyrir fyrir miðnætti á morgun. Vísir/Vilhelm Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga til kosninga á morgun um sameiningu sveitarfélaganna. Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segist vænta þess að niðurstaða kosninganna muni liggja fyrir um miðnætti annað kvöld. Um 3.500 íbúar Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Borgarðar eystra eru á kjörskrá. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, segist skynja mikinn áhuga meðal íbúa vegna kosninganna. „Spurningin er: eru menn sammála sameiningu eða ekki? Þannig að það er annað hvort já eða nei,“ segir Björn. Kjörstaðir eru opnir frá klukkan tíu í fyrramálið til tíu annað kvöld í Íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði, frá klukkan tíu til sex í Tryggvabúð á Djúpavogi, frá níu til tíu í Menntaskólanum á Egilsstöðum og frá klukkan níu til fimm á hreppsskrifstofu Borgarfjarðarhrepps. Þá er hægt að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og sendiráðum erlendis en Björn segir að nokkur fjöldi hafi þegar kosið utan kjörfundar.En hvenær má vænta þess að niðurstaðan liggi fyrir? „Ég á frekar von á að hún liggi fyrir fyrir miðnætti annað kvöld. Það náttúrlega hefst ekki talning fyrr en allir kjörstaðir hafa lokað þannig að talning hefst þá upp úr tíu annað kvöld. Haldnir hafa verið nokkrir kynningarfundir fyrir íbúa og þá hefur Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs staðið fyrir skuggakosningum meðal grunn- og framhaldsskólanema þar sem afgerandi meirihluti ungmenna kvaðst fylgjandi sameiningu. „Við höfum verið að hvetja til þess að fólk í rauninni mæti á kjörstað þannig að niðurstaðan byggi á góðri kjörsókn hver sem hún verður,“ segir Björn. „En eigum við ekki að segja að andinn yfir þessum fundum hefur verið mjög jákvæður.“ Ef samþykkt verður þá tekur við ferli við undirbúning sameiningar. „Við höfum verið að horfa til þess að það verði kosið til sveitarstjórnar næsta vor, trúlegast í apríl eða maí, og þá hálfum mánuði eftir slíkar kosningar tekur þá sameinað sveitarfélag til starfa,“ segir Björn. Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Sjá meira
Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi ganga til kosninga á morgun um sameiningu sveitarfélaganna. Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs segist vænta þess að niðurstaða kosninganna muni liggja fyrir um miðnætti annað kvöld. Um 3.500 íbúar Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Borgarðar eystra eru á kjörskrá. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, segist skynja mikinn áhuga meðal íbúa vegna kosninganna. „Spurningin er: eru menn sammála sameiningu eða ekki? Þannig að það er annað hvort já eða nei,“ segir Björn. Kjörstaðir eru opnir frá klukkan tíu í fyrramálið til tíu annað kvöld í Íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði, frá klukkan tíu til sex í Tryggvabúð á Djúpavogi, frá níu til tíu í Menntaskólanum á Egilsstöðum og frá klukkan níu til fimm á hreppsskrifstofu Borgarfjarðarhrepps. Þá er hægt að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og sendiráðum erlendis en Björn segir að nokkur fjöldi hafi þegar kosið utan kjörfundar.En hvenær má vænta þess að niðurstaðan liggi fyrir? „Ég á frekar von á að hún liggi fyrir fyrir miðnætti annað kvöld. Það náttúrlega hefst ekki talning fyrr en allir kjörstaðir hafa lokað þannig að talning hefst þá upp úr tíu annað kvöld. Haldnir hafa verið nokkrir kynningarfundir fyrir íbúa og þá hefur Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs staðið fyrir skuggakosningum meðal grunn- og framhaldsskólanema þar sem afgerandi meirihluti ungmenna kvaðst fylgjandi sameiningu. „Við höfum verið að hvetja til þess að fólk í rauninni mæti á kjörstað þannig að niðurstaðan byggi á góðri kjörsókn hver sem hún verður,“ segir Björn. „En eigum við ekki að segja að andinn yfir þessum fundum hefur verið mjög jákvæður.“ Ef samþykkt verður þá tekur við ferli við undirbúning sameiningar. „Við höfum verið að horfa til þess að það verði kosið til sveitarstjórnar næsta vor, trúlegast í apríl eða maí, og þá hálfum mánuði eftir slíkar kosningar tekur þá sameinað sveitarfélag til starfa,“ segir Björn.
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Sjá meira