Heiður að vera valinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. október 2019 12:00 Arnar keppti fyrir hönd ÍR á Reykjavíkurleikunum. MYND/KEILUSAMBANDIÐ Evrópska keilusambandið valdi Arnar Davíð Jónsson til þess að keppa í úrslitunum á heimstúrnum í keilu sem fara fram í Kúveit í byrjun nóvember. Íslendingurinn Arnar Davíð Jónsson verður fulltrúi Evrópu þegar úrslitin á heimstúrnum í keilu fara fram í Kúveit þann 7. nóvember næstkomandi. Arnar, sem æfir og keppir í Svíþjóð, varð fyrir valinu þegar Keilusamband Evrópu átti að tilnefna keppanda og er einn sex þátttakenda sem eru búnir að tryggja sér þátttökurétt. Skiljanlega var Arnar, sem var valinn keilari ársins 2018 á Íslandi, hrærður yfir útnefningunni en á sama tíma stoltur og spenntur fyrir því að keppa í Kúveit í næsta mánuði. „Alþjóða keilusambandið (e. World Bowling Federation) heldur þessi úrslit á hverju ári í lok tímabilsins á heimstúrnum og yfirleitt hafa bara þrír keppt til úrslita en í ár ákvað formaður heimssambandsins að bjóða þremur til viðbótar í bæði karla- og kvennaf lokki. Fá inn keppendur frá Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku, annars hefðu þetta bara verið Ameríkanar. Þá hafði Keilusamband Evrópu samband við mig því þeir vildu velja þann keilara sem var stigahæstur á Evrópumótaröðinni sem ég var þá og er enn þann dag í dag,“ segir Arnar glaðbeittur. „Það er mikill heiður að verða fyrir valinu fyrir hönd Evrópu og vera búinn að tryggja sér þátttökurétt. Það var ekki erfitt að segja já við þessu.“ Arnar er fulltrúi Evrópu í karlaflokki á mótinu þrátt fyrir að hann sé að keppa í einstaklingsíþrótt. „Ég er að fara fyrir Evrópu en ég er auðvitað að keppa fyrir mína hönd.“ Arnar stefnir á að keppa meira í Bandaríkjunum á næsta ári þar sem risamótin fara fram. „Það er erfitt að segja hvort þetta sé stærsta sviðið í keilu. Að mínu mati er US Open stærsta mótið í heiminum, ef þú nærð þar inn ertu kominn á stærsta sviðið en í Kúveit verða bestu keilarar heimsins samankomnir sem eru búnir að vinna sér þátttökurétt þarna. Þeir bestu verða í Kúveit svo að þetta er ekki langt frá því,“ segir Arnar enn fremur, aðspurður hvort þetta væri stærsta sviðið sem keilarar gætu komist á. Arnar tók þátt í tveimur mótum á heimstúrnum sjálfum, einu í Svíþjóð skammt frá þeim stað þar sem hann er búsettur og öðru í Taílandi. „Ég er aðeins búinn að kynnast leikmönnum á túrnum á þessum tveimur mótum sem ég hef farið á og er búinn að skoða verðandi andstæðinga mína. Þetta verður spennandi,“ segir Arnar. Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Sjá meira
Evrópska keilusambandið valdi Arnar Davíð Jónsson til þess að keppa í úrslitunum á heimstúrnum í keilu sem fara fram í Kúveit í byrjun nóvember. Íslendingurinn Arnar Davíð Jónsson verður fulltrúi Evrópu þegar úrslitin á heimstúrnum í keilu fara fram í Kúveit þann 7. nóvember næstkomandi. Arnar, sem æfir og keppir í Svíþjóð, varð fyrir valinu þegar Keilusamband Evrópu átti að tilnefna keppanda og er einn sex þátttakenda sem eru búnir að tryggja sér þátttökurétt. Skiljanlega var Arnar, sem var valinn keilari ársins 2018 á Íslandi, hrærður yfir útnefningunni en á sama tíma stoltur og spenntur fyrir því að keppa í Kúveit í næsta mánuði. „Alþjóða keilusambandið (e. World Bowling Federation) heldur þessi úrslit á hverju ári í lok tímabilsins á heimstúrnum og yfirleitt hafa bara þrír keppt til úrslita en í ár ákvað formaður heimssambandsins að bjóða þremur til viðbótar í bæði karla- og kvennaf lokki. Fá inn keppendur frá Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku, annars hefðu þetta bara verið Ameríkanar. Þá hafði Keilusamband Evrópu samband við mig því þeir vildu velja þann keilara sem var stigahæstur á Evrópumótaröðinni sem ég var þá og er enn þann dag í dag,“ segir Arnar glaðbeittur. „Það er mikill heiður að verða fyrir valinu fyrir hönd Evrópu og vera búinn að tryggja sér þátttökurétt. Það var ekki erfitt að segja já við þessu.“ Arnar er fulltrúi Evrópu í karlaflokki á mótinu þrátt fyrir að hann sé að keppa í einstaklingsíþrótt. „Ég er að fara fyrir Evrópu en ég er auðvitað að keppa fyrir mína hönd.“ Arnar stefnir á að keppa meira í Bandaríkjunum á næsta ári þar sem risamótin fara fram. „Það er erfitt að segja hvort þetta sé stærsta sviðið í keilu. Að mínu mati er US Open stærsta mótið í heiminum, ef þú nærð þar inn ertu kominn á stærsta sviðið en í Kúveit verða bestu keilarar heimsins samankomnir sem eru búnir að vinna sér þátttökurétt þarna. Þeir bestu verða í Kúveit svo að þetta er ekki langt frá því,“ segir Arnar enn fremur, aðspurður hvort þetta væri stærsta sviðið sem keilarar gætu komist á. Arnar tók þátt í tveimur mótum á heimstúrnum sjálfum, einu í Svíþjóð skammt frá þeim stað þar sem hann er búsettur og öðru í Taílandi. „Ég er aðeins búinn að kynnast leikmönnum á túrnum á þessum tveimur mótum sem ég hef farið á og er búinn að skoða verðandi andstæðinga mína. Þetta verður spennandi,“ segir Arnar.
Birtist í Fréttablaðinu Keila Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Sjá meira