Inter missteig sig gegn Parma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lukaku jafnar fyrir Inter.
Lukaku jafnar fyrir Inter. vísir/getty
Inter og Parma gerðu jafntefli, 2-2, á San Siro í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Með sigri hefði Inter komist á topp deildarinnar.

Heimamenn byrjuðu betur og komust yfir á 23. mínútu með marki Antonio Candreva.

Yann Karamoh jafnaði fyrir Parma á 26. mínútu. Fjórum mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Gervinho. Gestirnir voru 1-2 yfir í hálfleik.

Á 55. mínútu jafnaði Romelu Lukaku fyrir Inter skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Candreva. Þetta var sjötta deildarmark Lukakus á tímabilinu. Aðeins Ciro Immobile, leikmaður Lazio, hefur skorað fleiri mörk, eða níu.

Inter sótti stíft undir lokin en náði ekki að skora. Lokatölur 2-2.

Inter er í 2. sæti deildarinnar með 22 stig, einu stigi á eftir toppliði Juventus sem gerði 1-1 jafntefli við Lecce fyrr í dag.

Parma er í 7. sæti deildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira