Samhengislaus súrrealismi Panama-skjalanna Edda Karítas Baldursdóttir skrifar 28. október 2019 07:30 Gary Oldman og Antonio Banderas hafa átt betri dag í en hlutverkkum svindlaranna og í The Laundromat, brandarakallanna Mossack og Fonseca. The Laundromat Leikstjórn: Steven Soderbergh Aðalhlutverk: Meryl Streep, Gary Oldman og Antonio Banderas Kvikmyndin The Laundromat hefur undanfarið verið sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim en er nú loksins kominn á Netflix þar sem hún er best geymd. Þessi grátbroslegi snúningur leikstjórans Stevens Soderberg á leynimakki lögfræðistofunnar Mossack Fonseca sækir innblástur og bakgrunn sinn til Panama-skjalanna en vekur því miður upp spurningar um hvort leikstjórinn hefði nokkuð átt að standa upp úr sínum helga steini. Óskarsdrottningin Meryl Streep fer fyrir flokki einvalaliðs leikara í myndinni í hlutverki eldri konu sem leitar réttar síns þegar hún missir eiginmann sinn og líftrygging hans gufar upp í skattaskjólum skúffufyrirtækja.Meryl Streep lætur skúffufyrirtækin ekki eiga neitt inni hjá sér og snýr vörn í sókn af hörku.Í baráttu sinni stendur hún í raun fyrir allar þær meðal Jónínur og Jóna sem gráðugir aurapúkar svína stanslaust á. Lögfræðingarnir alræmdu Jürgen Mossack og Ramón Fonseca, sem leiknir eru af Gary Oldman og Antonio Banderas, rekja (hetju) sögu sína eins og um ævintýri sé að ræða, enda er þetta mál svo ótrúlegt að það er eins og skáldskapur. Rétt eins og skúffufyrirtækja- og skattaskjólavefur Mossack Fonseca og slíkra fyrirtækja er The Laundromat margþætt og snúin kvikmynd. Í henni fléttast saman sögur, innan aðalsögunnar, af ímynduðum fórnarlömbum og fjárglæfraskúrkum. Þetta verður til þess að erfitt getur reynst að fylgja sögunni eða láta sér annt um persónurnar þar sem hoppað er úr einu í annað. Ekki aðeins í efnistökum heldur einnig kvikmyndatöku og klippingu sem sveiflast eftir viðfangsefninu hverju sinni. Þeir sem eru ókunnugir málinu og orðum eins og „skúffufyrirtæki“, „aflandsfélög“ og „Panama-skjöl“ þurfa þó ekki að örvænta þar sem í myndinni er leitast við að einfalda málið með því að láta Mossack og Fonseca sjálfa útskýra fléttur sínar fyrir áhorfandanum. Þeir brjóta þannig fjórða vegginn með því að ávarpa áhorfendur með myndlíkingum og leikmyndinni eins og þeir séu að leika í einhvers konar Mel Brooks-gríni. Í The Laundromat er stokkið svo til saumlaust milli súrrealisma og raunsæis þar sem fylgst er með fórnarlömbum hneykslisins, eymd þeirra og vonleysi í eftirmálunum. Inn á milli dúkka svo félagarnir Mossack og Fonseca upp með sínar teiknimyndalegu útskýringar.Niðurstaða Stjörnum prýdd en samhengislítil afgreiðsla Stevens Soderbergs á Panama-skandalnum er þeim sem komu að þessari á köflum súrrealísku Netflix-mynd ekki til mikils sóma þótt enginn bíði varanlegan skaða af því að eyða tíma í hana á tölvu- eða sjónvarpsskjá. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
The Laundromat Leikstjórn: Steven Soderbergh Aðalhlutverk: Meryl Streep, Gary Oldman og Antonio Banderas Kvikmyndin The Laundromat hefur undanfarið verið sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim en er nú loksins kominn á Netflix þar sem hún er best geymd. Þessi grátbroslegi snúningur leikstjórans Stevens Soderberg á leynimakki lögfræðistofunnar Mossack Fonseca sækir innblástur og bakgrunn sinn til Panama-skjalanna en vekur því miður upp spurningar um hvort leikstjórinn hefði nokkuð átt að standa upp úr sínum helga steini. Óskarsdrottningin Meryl Streep fer fyrir flokki einvalaliðs leikara í myndinni í hlutverki eldri konu sem leitar réttar síns þegar hún missir eiginmann sinn og líftrygging hans gufar upp í skattaskjólum skúffufyrirtækja.Meryl Streep lætur skúffufyrirtækin ekki eiga neitt inni hjá sér og snýr vörn í sókn af hörku.Í baráttu sinni stendur hún í raun fyrir allar þær meðal Jónínur og Jóna sem gráðugir aurapúkar svína stanslaust á. Lögfræðingarnir alræmdu Jürgen Mossack og Ramón Fonseca, sem leiknir eru af Gary Oldman og Antonio Banderas, rekja (hetju) sögu sína eins og um ævintýri sé að ræða, enda er þetta mál svo ótrúlegt að það er eins og skáldskapur. Rétt eins og skúffufyrirtækja- og skattaskjólavefur Mossack Fonseca og slíkra fyrirtækja er The Laundromat margþætt og snúin kvikmynd. Í henni fléttast saman sögur, innan aðalsögunnar, af ímynduðum fórnarlömbum og fjárglæfraskúrkum. Þetta verður til þess að erfitt getur reynst að fylgja sögunni eða láta sér annt um persónurnar þar sem hoppað er úr einu í annað. Ekki aðeins í efnistökum heldur einnig kvikmyndatöku og klippingu sem sveiflast eftir viðfangsefninu hverju sinni. Þeir sem eru ókunnugir málinu og orðum eins og „skúffufyrirtæki“, „aflandsfélög“ og „Panama-skjöl“ þurfa þó ekki að örvænta þar sem í myndinni er leitast við að einfalda málið með því að láta Mossack og Fonseca sjálfa útskýra fléttur sínar fyrir áhorfandanum. Þeir brjóta þannig fjórða vegginn með því að ávarpa áhorfendur með myndlíkingum og leikmyndinni eins og þeir séu að leika í einhvers konar Mel Brooks-gríni. Í The Laundromat er stokkið svo til saumlaust milli súrrealisma og raunsæis þar sem fylgst er með fórnarlömbum hneykslisins, eymd þeirra og vonleysi í eftirmálunum. Inn á milli dúkka svo félagarnir Mossack og Fonseca upp með sínar teiknimyndalegu útskýringar.Niðurstaða Stjörnum prýdd en samhengislítil afgreiðsla Stevens Soderbergs á Panama-skandalnum er þeim sem komu að þessari á köflum súrrealísku Netflix-mynd ekki til mikils sóma þótt enginn bíði varanlegan skaða af því að eyða tíma í hana á tölvu- eða sjónvarpsskjá.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira