Drengurinn frá höfuðborg súkkulaðisins Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 28. október 2019 11:00 Pulisic fagnar þrennunni. vísir/getty Að skora hina fullkomnu þrennu er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi, þ.e.a.s. að skora með hægri fæti, þeim vinstri og með hausnum. Alls hefur 31 leikmaður gert það á 28 tímabilum í ensku úrvalsdeildinni. Þegar listinn er skoðaður má sjá að kunnugleg nöfn sem höfðu markanef, eins og sá besti, Alan Shearer, er ekki að finna þarna. Ekki heldur Wayne Rooney eða Harry Kane. Robbie Fowler gerði það þó þrisvar, takk fyrir. Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, bættist í þennan glæsilega hóp á laugardaginn þegar hann skoraði eftirminnilega þrennu þó það sé hægt að deila um hvort hann hafi skorað síðasta markið með öxlinni eða hausnum. En hann var frábær líkt og aðrir miðjumenn Chelsea í leiknum. Pulisic kom til Chelsea í janúar frá Dortmund fyrir gríðarlega mikinn pening og var lánaður strax aftur þar sem hann kláraði tímabilið. Margir hafa beðið eftir að sjá hvað guttinn gæti en hann hefur verið nánast í frystikistunni hjá Frank Lampard frá því hann kom til liðsins. En nú leystist eitthvað úr læðingi og stjarna hans skein skært á Turf Moor, heimavelli Burnley. Pulisic er fæddur 1998 í Hershey í Pennsylvaníu þar sem eitt allra besta súkkulaði heims rennur af færibandinu á hverjum degi. Foreldrar hans eru Kelly og Mark sem bæði spiluðu fótbolta í George Mason háskólanum. Faðir hans var stjarna í innanhússbolta, eins magnað og það er, með Harrisburg Heat. Snemma varð ljóst að Pulisic væri efnilegur og hann smitaðist af fótboltaáhuganum þegar fjölskyldan bjó í eitt ár í Englandi. Þá var hann sjö ára. Fjölskyldan fór á nokkra leiki í enska boltanum, meðal annars hjá Manchester United og Tottenham. Hann hélt þessum áhuga og vakti athygli út fyrir landsteinana. Honum var boðið að æfa á Spáni, Englandi og í Þýskalandi. Hjá Dortmund leist fjölskyldunni best á aðstæður og áætlanir og samdi við félagið. Þá var Pulisic 15 ára. Faðir hans fór með og þjálfaði yngstu iðkendur félagsins. Ferill Pulisics fór snemma á flug og í vetrarfríinu árið 2016 var hann kallaður í aðalliðið til Thomas Tuchel og fór með því til Dúbaí. Þá var hann búinn að skora 10 mörk og gefa átta stoðsendingar í 15 leikjum með U19 ára liðinu. Í Dúbaí þótti hann strax sýna takta og í apríl sama ár skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið. Hann var þar með yngsti erlendi markaskorarinn í Bundesligunni og sá fjórði yngsti frá upphafi. Hann var 17 ára og 212 daga gamall. Hann var þrjú ár hjá Dortmund, lék 81 leik og skoraði 10 mörk og var orðinn stórstjarna heima fyrir. Stóru félögin fóru að banka á dyrnar og fylgjast með gutta og Chelsea keypti hann í janúar á 58 milljónir punda. Hann var dýrasti leikmaður Bandaríkjanna. Pulisic var æstur í að byrja ferilinn hjá Chelsea og stytti sumarfríið sitt um viku til að koma og hitta nýja liðsfélaga. Hann hringdi í nýja stjórann Frank Lampard og tilkynnti honum áætlanir sínar. Þá var hann nýbúinn að klára Gullbikarinn með landsliðinu þar sem liðið tapaði úrslitaleik gegn Mexíkó. Lífið í ensku úrvalsdeildinni hefur þó verið erfitt fyrir guttann og þótt verðmiðinn sé hár og Pulisic ein skærasta, ef ekki skærasta, knattspyrnustjarna heimalandsins, hefur Lampard verið spar á að nota hann. Eftir landsleik með Bandaríkjunum í september komu þrír leikir í röð þar sem hann sat á bekknum. Svo kom deildabikarleikur gegn Grimsby þar sem hann spilaði 90 mínútur en var síðan settur á bekkinn gegn Brighton. Gegn Lille í Meistaradeildinni komst hann ekki í hópinn og eðlilega voru menn og konur tengdir guttanum áhyggjufullir. En hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta. Pulisic var frábær þegar hann kom inn á gegn Ajax í Meistaradeildinni í síðustu viku og þrenna núna um helgina hefur sýnt fólki hvað þessi rúmlega tvítugi Bandaríkjamaður getur í fótbolta. Chelsea hefur ekki tapað í undanförnum sjö leikjum og spilamennska liðsins hefur þótt mjög góð þó varnarleikurinn sé alltaf dálítið spurningarmerki. Næst fær Chelsea heimaleik gegn Manchester United í deildabikarnum áður en liðið fer í ökuferð um London til að kíkja á granna sína í Watford. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Að skora hina fullkomnu þrennu er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi, þ.e.a.s. að skora með hægri fæti, þeim vinstri og með hausnum. Alls hefur 31 leikmaður gert það á 28 tímabilum í ensku úrvalsdeildinni. Þegar listinn er skoðaður má sjá að kunnugleg nöfn sem höfðu markanef, eins og sá besti, Alan Shearer, er ekki að finna þarna. Ekki heldur Wayne Rooney eða Harry Kane. Robbie Fowler gerði það þó þrisvar, takk fyrir. Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, bættist í þennan glæsilega hóp á laugardaginn þegar hann skoraði eftirminnilega þrennu þó það sé hægt að deila um hvort hann hafi skorað síðasta markið með öxlinni eða hausnum. En hann var frábær líkt og aðrir miðjumenn Chelsea í leiknum. Pulisic kom til Chelsea í janúar frá Dortmund fyrir gríðarlega mikinn pening og var lánaður strax aftur þar sem hann kláraði tímabilið. Margir hafa beðið eftir að sjá hvað guttinn gæti en hann hefur verið nánast í frystikistunni hjá Frank Lampard frá því hann kom til liðsins. En nú leystist eitthvað úr læðingi og stjarna hans skein skært á Turf Moor, heimavelli Burnley. Pulisic er fæddur 1998 í Hershey í Pennsylvaníu þar sem eitt allra besta súkkulaði heims rennur af færibandinu á hverjum degi. Foreldrar hans eru Kelly og Mark sem bæði spiluðu fótbolta í George Mason háskólanum. Faðir hans var stjarna í innanhússbolta, eins magnað og það er, með Harrisburg Heat. Snemma varð ljóst að Pulisic væri efnilegur og hann smitaðist af fótboltaáhuganum þegar fjölskyldan bjó í eitt ár í Englandi. Þá var hann sjö ára. Fjölskyldan fór á nokkra leiki í enska boltanum, meðal annars hjá Manchester United og Tottenham. Hann hélt þessum áhuga og vakti athygli út fyrir landsteinana. Honum var boðið að æfa á Spáni, Englandi og í Þýskalandi. Hjá Dortmund leist fjölskyldunni best á aðstæður og áætlanir og samdi við félagið. Þá var Pulisic 15 ára. Faðir hans fór með og þjálfaði yngstu iðkendur félagsins. Ferill Pulisics fór snemma á flug og í vetrarfríinu árið 2016 var hann kallaður í aðalliðið til Thomas Tuchel og fór með því til Dúbaí. Þá var hann búinn að skora 10 mörk og gefa átta stoðsendingar í 15 leikjum með U19 ára liðinu. Í Dúbaí þótti hann strax sýna takta og í apríl sama ár skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið. Hann var þar með yngsti erlendi markaskorarinn í Bundesligunni og sá fjórði yngsti frá upphafi. Hann var 17 ára og 212 daga gamall. Hann var þrjú ár hjá Dortmund, lék 81 leik og skoraði 10 mörk og var orðinn stórstjarna heima fyrir. Stóru félögin fóru að banka á dyrnar og fylgjast með gutta og Chelsea keypti hann í janúar á 58 milljónir punda. Hann var dýrasti leikmaður Bandaríkjanna. Pulisic var æstur í að byrja ferilinn hjá Chelsea og stytti sumarfríið sitt um viku til að koma og hitta nýja liðsfélaga. Hann hringdi í nýja stjórann Frank Lampard og tilkynnti honum áætlanir sínar. Þá var hann nýbúinn að klára Gullbikarinn með landsliðinu þar sem liðið tapaði úrslitaleik gegn Mexíkó. Lífið í ensku úrvalsdeildinni hefur þó verið erfitt fyrir guttann og þótt verðmiðinn sé hár og Pulisic ein skærasta, ef ekki skærasta, knattspyrnustjarna heimalandsins, hefur Lampard verið spar á að nota hann. Eftir landsleik með Bandaríkjunum í september komu þrír leikir í röð þar sem hann sat á bekknum. Svo kom deildabikarleikur gegn Grimsby þar sem hann spilaði 90 mínútur en var síðan settur á bekkinn gegn Brighton. Gegn Lille í Meistaradeildinni komst hann ekki í hópinn og eðlilega voru menn og konur tengdir guttanum áhyggjufullir. En hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta. Pulisic var frábær þegar hann kom inn á gegn Ajax í Meistaradeildinni í síðustu viku og þrenna núna um helgina hefur sýnt fólki hvað þessi rúmlega tvítugi Bandaríkjamaður getur í fótbolta. Chelsea hefur ekki tapað í undanförnum sjö leikjum og spilamennska liðsins hefur þótt mjög góð þó varnarleikurinn sé alltaf dálítið spurningarmerki. Næst fær Chelsea heimaleik gegn Manchester United í deildabikarnum áður en liðið fer í ökuferð um London til að kíkja á granna sína í Watford.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti