Drengurinn frá höfuðborg súkkulaðisins Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 28. október 2019 11:00 Pulisic fagnar þrennunni. vísir/getty Að skora hina fullkomnu þrennu er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi, þ.e.a.s. að skora með hægri fæti, þeim vinstri og með hausnum. Alls hefur 31 leikmaður gert það á 28 tímabilum í ensku úrvalsdeildinni. Þegar listinn er skoðaður má sjá að kunnugleg nöfn sem höfðu markanef, eins og sá besti, Alan Shearer, er ekki að finna þarna. Ekki heldur Wayne Rooney eða Harry Kane. Robbie Fowler gerði það þó þrisvar, takk fyrir. Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, bættist í þennan glæsilega hóp á laugardaginn þegar hann skoraði eftirminnilega þrennu þó það sé hægt að deila um hvort hann hafi skorað síðasta markið með öxlinni eða hausnum. En hann var frábær líkt og aðrir miðjumenn Chelsea í leiknum. Pulisic kom til Chelsea í janúar frá Dortmund fyrir gríðarlega mikinn pening og var lánaður strax aftur þar sem hann kláraði tímabilið. Margir hafa beðið eftir að sjá hvað guttinn gæti en hann hefur verið nánast í frystikistunni hjá Frank Lampard frá því hann kom til liðsins. En nú leystist eitthvað úr læðingi og stjarna hans skein skært á Turf Moor, heimavelli Burnley. Pulisic er fæddur 1998 í Hershey í Pennsylvaníu þar sem eitt allra besta súkkulaði heims rennur af færibandinu á hverjum degi. Foreldrar hans eru Kelly og Mark sem bæði spiluðu fótbolta í George Mason háskólanum. Faðir hans var stjarna í innanhússbolta, eins magnað og það er, með Harrisburg Heat. Snemma varð ljóst að Pulisic væri efnilegur og hann smitaðist af fótboltaáhuganum þegar fjölskyldan bjó í eitt ár í Englandi. Þá var hann sjö ára. Fjölskyldan fór á nokkra leiki í enska boltanum, meðal annars hjá Manchester United og Tottenham. Hann hélt þessum áhuga og vakti athygli út fyrir landsteinana. Honum var boðið að æfa á Spáni, Englandi og í Þýskalandi. Hjá Dortmund leist fjölskyldunni best á aðstæður og áætlanir og samdi við félagið. Þá var Pulisic 15 ára. Faðir hans fór með og þjálfaði yngstu iðkendur félagsins. Ferill Pulisics fór snemma á flug og í vetrarfríinu árið 2016 var hann kallaður í aðalliðið til Thomas Tuchel og fór með því til Dúbaí. Þá var hann búinn að skora 10 mörk og gefa átta stoðsendingar í 15 leikjum með U19 ára liðinu. Í Dúbaí þótti hann strax sýna takta og í apríl sama ár skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið. Hann var þar með yngsti erlendi markaskorarinn í Bundesligunni og sá fjórði yngsti frá upphafi. Hann var 17 ára og 212 daga gamall. Hann var þrjú ár hjá Dortmund, lék 81 leik og skoraði 10 mörk og var orðinn stórstjarna heima fyrir. Stóru félögin fóru að banka á dyrnar og fylgjast með gutta og Chelsea keypti hann í janúar á 58 milljónir punda. Hann var dýrasti leikmaður Bandaríkjanna. Pulisic var æstur í að byrja ferilinn hjá Chelsea og stytti sumarfríið sitt um viku til að koma og hitta nýja liðsfélaga. Hann hringdi í nýja stjórann Frank Lampard og tilkynnti honum áætlanir sínar. Þá var hann nýbúinn að klára Gullbikarinn með landsliðinu þar sem liðið tapaði úrslitaleik gegn Mexíkó. Lífið í ensku úrvalsdeildinni hefur þó verið erfitt fyrir guttann og þótt verðmiðinn sé hár og Pulisic ein skærasta, ef ekki skærasta, knattspyrnustjarna heimalandsins, hefur Lampard verið spar á að nota hann. Eftir landsleik með Bandaríkjunum í september komu þrír leikir í röð þar sem hann sat á bekknum. Svo kom deildabikarleikur gegn Grimsby þar sem hann spilaði 90 mínútur en var síðan settur á bekkinn gegn Brighton. Gegn Lille í Meistaradeildinni komst hann ekki í hópinn og eðlilega voru menn og konur tengdir guttanum áhyggjufullir. En hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta. Pulisic var frábær þegar hann kom inn á gegn Ajax í Meistaradeildinni í síðustu viku og þrenna núna um helgina hefur sýnt fólki hvað þessi rúmlega tvítugi Bandaríkjamaður getur í fótbolta. Chelsea hefur ekki tapað í undanförnum sjö leikjum og spilamennska liðsins hefur þótt mjög góð þó varnarleikurinn sé alltaf dálítið spurningarmerki. Næst fær Chelsea heimaleik gegn Manchester United í deildabikarnum áður en liðið fer í ökuferð um London til að kíkja á granna sína í Watford. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Sjá meira
Að skora hina fullkomnu þrennu er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi, þ.e.a.s. að skora með hægri fæti, þeim vinstri og með hausnum. Alls hefur 31 leikmaður gert það á 28 tímabilum í ensku úrvalsdeildinni. Þegar listinn er skoðaður má sjá að kunnugleg nöfn sem höfðu markanef, eins og sá besti, Alan Shearer, er ekki að finna þarna. Ekki heldur Wayne Rooney eða Harry Kane. Robbie Fowler gerði það þó þrisvar, takk fyrir. Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, bættist í þennan glæsilega hóp á laugardaginn þegar hann skoraði eftirminnilega þrennu þó það sé hægt að deila um hvort hann hafi skorað síðasta markið með öxlinni eða hausnum. En hann var frábær líkt og aðrir miðjumenn Chelsea í leiknum. Pulisic kom til Chelsea í janúar frá Dortmund fyrir gríðarlega mikinn pening og var lánaður strax aftur þar sem hann kláraði tímabilið. Margir hafa beðið eftir að sjá hvað guttinn gæti en hann hefur verið nánast í frystikistunni hjá Frank Lampard frá því hann kom til liðsins. En nú leystist eitthvað úr læðingi og stjarna hans skein skært á Turf Moor, heimavelli Burnley. Pulisic er fæddur 1998 í Hershey í Pennsylvaníu þar sem eitt allra besta súkkulaði heims rennur af færibandinu á hverjum degi. Foreldrar hans eru Kelly og Mark sem bæði spiluðu fótbolta í George Mason háskólanum. Faðir hans var stjarna í innanhússbolta, eins magnað og það er, með Harrisburg Heat. Snemma varð ljóst að Pulisic væri efnilegur og hann smitaðist af fótboltaáhuganum þegar fjölskyldan bjó í eitt ár í Englandi. Þá var hann sjö ára. Fjölskyldan fór á nokkra leiki í enska boltanum, meðal annars hjá Manchester United og Tottenham. Hann hélt þessum áhuga og vakti athygli út fyrir landsteinana. Honum var boðið að æfa á Spáni, Englandi og í Þýskalandi. Hjá Dortmund leist fjölskyldunni best á aðstæður og áætlanir og samdi við félagið. Þá var Pulisic 15 ára. Faðir hans fór með og þjálfaði yngstu iðkendur félagsins. Ferill Pulisics fór snemma á flug og í vetrarfríinu árið 2016 var hann kallaður í aðalliðið til Thomas Tuchel og fór með því til Dúbaí. Þá var hann búinn að skora 10 mörk og gefa átta stoðsendingar í 15 leikjum með U19 ára liðinu. Í Dúbaí þótti hann strax sýna takta og í apríl sama ár skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið. Hann var þar með yngsti erlendi markaskorarinn í Bundesligunni og sá fjórði yngsti frá upphafi. Hann var 17 ára og 212 daga gamall. Hann var þrjú ár hjá Dortmund, lék 81 leik og skoraði 10 mörk og var orðinn stórstjarna heima fyrir. Stóru félögin fóru að banka á dyrnar og fylgjast með gutta og Chelsea keypti hann í janúar á 58 milljónir punda. Hann var dýrasti leikmaður Bandaríkjanna. Pulisic var æstur í að byrja ferilinn hjá Chelsea og stytti sumarfríið sitt um viku til að koma og hitta nýja liðsfélaga. Hann hringdi í nýja stjórann Frank Lampard og tilkynnti honum áætlanir sínar. Þá var hann nýbúinn að klára Gullbikarinn með landsliðinu þar sem liðið tapaði úrslitaleik gegn Mexíkó. Lífið í ensku úrvalsdeildinni hefur þó verið erfitt fyrir guttann og þótt verðmiðinn sé hár og Pulisic ein skærasta, ef ekki skærasta, knattspyrnustjarna heimalandsins, hefur Lampard verið spar á að nota hann. Eftir landsleik með Bandaríkjunum í september komu þrír leikir í röð þar sem hann sat á bekknum. Svo kom deildabikarleikur gegn Grimsby þar sem hann spilaði 90 mínútur en var síðan settur á bekkinn gegn Brighton. Gegn Lille í Meistaradeildinni komst hann ekki í hópinn og eðlilega voru menn og konur tengdir guttanum áhyggjufullir. En hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta. Pulisic var frábær þegar hann kom inn á gegn Ajax í Meistaradeildinni í síðustu viku og þrenna núna um helgina hefur sýnt fólki hvað þessi rúmlega tvítugi Bandaríkjamaður getur í fótbolta. Chelsea hefur ekki tapað í undanförnum sjö leikjum og spilamennska liðsins hefur þótt mjög góð þó varnarleikurinn sé alltaf dálítið spurningarmerki. Næst fær Chelsea heimaleik gegn Manchester United í deildabikarnum áður en liðið fer í ökuferð um London til að kíkja á granna sína í Watford.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Sjá meira