Úrslitarimman í MLB-deildinni í hafnabolta, World Series, hefur verið lyginni líkust og Houston Astros er nú komið í kjörstöðu.
Washington Nationals komst í 2-0 í rimmu liðanna með því að vinna tvo leiki í Houston. Astros svaraði því með því að vinna þrjá leiki í Washington og komast í 3-2. Allt útisigrar það sem af er í World Series.
Astros vann stórsigur í nótt, 7-1, og getur klárað dæmið á heimavelli aðra nótt. Ef það tekst verður það annar titill liðsins á síðustu þremur árum.
Ef það þarf hreinan úrslitaleik þá mun hann líka fara fram í Houston.
Astros einum sigri frá titlinum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn



Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn


Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi
Enski boltinn

Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne
Enski boltinn