Milljónir streymdu inn á bankareikning grunaðra kókaínsmyglara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 08:00 Frá útivistarsvæðinu í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem mennirnir eru í gæsluvarðhaldi. Vísir/Vilhelm Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. Málið bíður aðalmeðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en mennirnir þrír hafa verið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp. Þeir eiga yfir höfði sér þunga dóma verði þeir sakfelldir enda um sérstaklega mikið magn fíkniefna að ræða. Vísir hefur þegar greint frá innflutningnum sem mönnunum þremur er gefið að sök. Tveir eru sakaðir um að hafa reynt að flytja efnin inn flugleiðina frá Frankfurt að fyrirmælum þriðja mannsins. Milljónir lagðar inn á banka Í ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti kemur fram að sá sem gaf fyrirmælin hafi á tímabilinu 1. janúar 2017 til 17. maí 2019 tekið við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings allt að fjárhæð rúmlega 19 milljóna króna með innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns ávana- og fíkniefna. Fjármunirnir voru lagðir inn á bankareikning mannsins af ýmsum aðilum og honum sjálfum. Hinir tveir eru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Annar fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019. Þriðji aðilinn virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur. Aðalmeðferð í málinu var huguð í þessari viku en hefur verið frestað. Mennirnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Stöðugur innflutningur á kókaíni Fréttablaðið greindi frá því í gær að íslenskur karlmaður væri í haldi lögreglu á Spáni grunaður um innflutning á fimm kílóum af kókaíni til Íslands. Er um enn eitt kókaínmálið á þessu ári. Tveir voru teknir með 5,5 kíló í Leifsstöð í september. Þá voru fimm kíló af kókaíni falin í bíl sem kom til landsins með Norrænu í ágúst. Alls hefur verið lagt hald á meira en 30 kíló af kókaíni við komu til landsins í ár. Kókaín er talsvert dýrara en önnur fíkniefni. Samkvæmt tölum SÁÁ hefur götuvirðið lækkað nokkuð frá árslokum 2017, farið úr rúmum 18 þúsund krónum fyrir grammið niður í 14 þúsund. Dómsmál Fíkn Tollgæslan Tengdar fréttir Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. Málið bíður aðalmeðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en mennirnir þrír hafa verið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp. Þeir eiga yfir höfði sér þunga dóma verði þeir sakfelldir enda um sérstaklega mikið magn fíkniefna að ræða. Vísir hefur þegar greint frá innflutningnum sem mönnunum þremur er gefið að sök. Tveir eru sakaðir um að hafa reynt að flytja efnin inn flugleiðina frá Frankfurt að fyrirmælum þriðja mannsins. Milljónir lagðar inn á banka Í ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti kemur fram að sá sem gaf fyrirmælin hafi á tímabilinu 1. janúar 2017 til 17. maí 2019 tekið við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings allt að fjárhæð rúmlega 19 milljóna króna með innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns ávana- og fíkniefna. Fjármunirnir voru lagðir inn á bankareikning mannsins af ýmsum aðilum og honum sjálfum. Hinir tveir eru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Annar fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019. Þriðji aðilinn virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur. Aðalmeðferð í málinu var huguð í þessari viku en hefur verið frestað. Mennirnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins. Stöðugur innflutningur á kókaíni Fréttablaðið greindi frá því í gær að íslenskur karlmaður væri í haldi lögreglu á Spáni grunaður um innflutning á fimm kílóum af kókaíni til Íslands. Er um enn eitt kókaínmálið á þessu ári. Tveir voru teknir með 5,5 kíló í Leifsstöð í september. Þá voru fimm kíló af kókaíni falin í bíl sem kom til landsins með Norrænu í ágúst. Alls hefur verið lagt hald á meira en 30 kíló af kókaíni við komu til landsins í ár. Kókaín er talsvert dýrara en önnur fíkniefni. Samkvæmt tölum SÁÁ hefur götuvirðið lækkað nokkuð frá árslokum 2017, farið úr rúmum 18 þúsund krónum fyrir grammið niður í 14 þúsund.
Dómsmál Fíkn Tollgæslan Tengdar fréttir Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26