Boða breytingar á merki KSÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. október 2019 12:15 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í ræðustól fyrir framan merki sambandsins. mynd/ksí Meðal þeirra verkefna sem auglýsingastofan Brandenburg mun sinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands, sem endurskoðar nú vörumerkjamál sín, er að ráðast í breytingar á sjálfu auðkenni sambandsins. Vonir standa til að hægt verði að kynna afrakstur vinnunnar í upphafi nýs árs, í aðdraganda Evrópumóts karla í knattspyrnu næsta sumar. „Það er orðið langt síðan vörumerkjamál sambandsins voru skoðuð,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburgar, þegar hann er beðinn um að útskýra hvað það þýðir að auglýsingastofan ætli að styðja við „mótun, uppbyggingu og þróun á vörumerkjum sambandsins,“ eins og það er orðað í tilkynningu sem send var á fjölmiðla fyrir hádegi. Brandenburg var valin úr hópi þriggja auglýsingastofa til að sinna þessari endurskoðun, Ragnar segist þó ekki tilbúinn að fara út í það hvaða hugmyndir auglýsingastofunnar sannfærðu KSÍ um að skipta við sig. Þær verði kynntar síðar. Þó er ljóst að eitt þeirra atriða sem er nú til skoðunar er merki KSÍ, sem sjá má á landsliðsbúningum Íslands, og „hvernig það er notað og birtist. Þau mál er nú verið að endurskoða og móta stefnu fyrir sambandið, “ eins og Ragnar orðar það. „Það liggur alveg ljóst fyrir að verið er að endurskoða gamla merkið.“Núverandi merki KSÍ.Lagaákvæði um merki KSÍ var einmitt breytt á ársþingi sambandsins í upphafi árs og orðalag þess um útlit fjarlægt. Það gaf stjórn sambandsins heimild til breyta útliti merkisins, sem samkvæmt fyrri lögum var lýst með eftirfarandi hætti:„Sýnir fánaveifu og knött fyrir ofan KSÍ skammstöfunina. Merkið er í íslensku fánalitunum, grunnurinn er hvítur, bókstafir bláir, fánaveifa blá, hvít og rauð, og knöttur blár og hvítur.“ Markmiðið yfirstandandi endurskoðunar sé að „styrkja vörumerki KSÍ“ að sögn Ragnars, ekki síst að auka tekjumöguleika þess - til að mynda í útlöndum. „Eins og við höfum séð á síðustu stórmótum, þá er það ekki bara Íslendingar sem hafa haft áhuga á landsliðunum heldur líka útlendingar sem hafa verið að kaupa alls konar varning þeim tengdum,“ segir Ragnar. En hvernig ætlar Brandenburg að auka tekjumöguleika KSÍ? Hvað er undir? „Það er heildarútlit alls þess varnings og búninga sem þetta merki mun birtast á.“ Brandenburg muni þó líklega ekki hlutast til um hönnun sjálfs landsliðsbúningsins, það hefur alla jafna verið á könnu fataframleiðandans sem KSÍ semur við hverju sinni. Ragnar telur þessa heildarvörumerkjaendurskoðun KSÍ tímabæra og vísar til útlenskra fordæma. „Við erum að sjá að erlend félög, jafnt landslið sem félagslið, eru að hugsa þessi mál miklu stærra. Þetta er miklu meira en bara einhver treyja. Það er orðinn mikill iðnaður í kringum þetta, sem KSÍ ætlar sér að fara að nota á markvissari hátt og hvetja undirfélög sín til að gera slíkt hið sama,“ segir Ragnar.Fulltrúar KSÍ og Brandenburgar stilltu sér upp á Laugardalsvelli.brandenburgOg hvað þýðir það?„Í rauninni erum við að tala um alla snertifleti þar sem vörumerkið kemur við sögu. Búningar, auglýsingavörur, leikvöllurinn sjálfur og bara heildarásjóna sambandsins og landsliðanna.“ Víða erlendis sé varningur tengdur landssamböndunum orðinn að tískuvöru. „Maður sá til að mynda í síðustu heimsmeistarakeppni þá þótti landsliðsbúningur Nígeríu heitasta varan í tískubransanum“ segir Ragnar. Alveg þangað til að þeir unnu íslenska landsliðið 2-0 í riðlakeppninni. „Já, þá minnkaði alla vega áhuginn hér,“ segir Ragnar og hlær. Hann býst við því að fyrsti afrakstur vörumerkjavinnu Brandenburgar verði ljós innan nokkurra mánaða, í upphafi næsta árs. „Það er bara vonandi að við komumst inn á næsta stórmót,“ segir Ragnar og vísar þar til Evrópumótsins næsta sumar. „EM alls staðar,“ eins og það er stundum kallað, vegna þess að keppt verður víða um Evrópu. Hver veit nema að íslenska landsliðið muni mæta þar til leiks, með nýtt merki KSÍ á brjóstkassanum. Auglýsinga- og markaðsmál KSÍ Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Meðal þeirra verkefna sem auglýsingastofan Brandenburg mun sinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands, sem endurskoðar nú vörumerkjamál sín, er að ráðast í breytingar á sjálfu auðkenni sambandsins. Vonir standa til að hægt verði að kynna afrakstur vinnunnar í upphafi nýs árs, í aðdraganda Evrópumóts karla í knattspyrnu næsta sumar. „Það er orðið langt síðan vörumerkjamál sambandsins voru skoðuð,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburgar, þegar hann er beðinn um að útskýra hvað það þýðir að auglýsingastofan ætli að styðja við „mótun, uppbyggingu og þróun á vörumerkjum sambandsins,“ eins og það er orðað í tilkynningu sem send var á fjölmiðla fyrir hádegi. Brandenburg var valin úr hópi þriggja auglýsingastofa til að sinna þessari endurskoðun, Ragnar segist þó ekki tilbúinn að fara út í það hvaða hugmyndir auglýsingastofunnar sannfærðu KSÍ um að skipta við sig. Þær verði kynntar síðar. Þó er ljóst að eitt þeirra atriða sem er nú til skoðunar er merki KSÍ, sem sjá má á landsliðsbúningum Íslands, og „hvernig það er notað og birtist. Þau mál er nú verið að endurskoða og móta stefnu fyrir sambandið, “ eins og Ragnar orðar það. „Það liggur alveg ljóst fyrir að verið er að endurskoða gamla merkið.“Núverandi merki KSÍ.Lagaákvæði um merki KSÍ var einmitt breytt á ársþingi sambandsins í upphafi árs og orðalag þess um útlit fjarlægt. Það gaf stjórn sambandsins heimild til breyta útliti merkisins, sem samkvæmt fyrri lögum var lýst með eftirfarandi hætti:„Sýnir fánaveifu og knött fyrir ofan KSÍ skammstöfunina. Merkið er í íslensku fánalitunum, grunnurinn er hvítur, bókstafir bláir, fánaveifa blá, hvít og rauð, og knöttur blár og hvítur.“ Markmiðið yfirstandandi endurskoðunar sé að „styrkja vörumerki KSÍ“ að sögn Ragnars, ekki síst að auka tekjumöguleika þess - til að mynda í útlöndum. „Eins og við höfum séð á síðustu stórmótum, þá er það ekki bara Íslendingar sem hafa haft áhuga á landsliðunum heldur líka útlendingar sem hafa verið að kaupa alls konar varning þeim tengdum,“ segir Ragnar. En hvernig ætlar Brandenburg að auka tekjumöguleika KSÍ? Hvað er undir? „Það er heildarútlit alls þess varnings og búninga sem þetta merki mun birtast á.“ Brandenburg muni þó líklega ekki hlutast til um hönnun sjálfs landsliðsbúningsins, það hefur alla jafna verið á könnu fataframleiðandans sem KSÍ semur við hverju sinni. Ragnar telur þessa heildarvörumerkjaendurskoðun KSÍ tímabæra og vísar til útlenskra fordæma. „Við erum að sjá að erlend félög, jafnt landslið sem félagslið, eru að hugsa þessi mál miklu stærra. Þetta er miklu meira en bara einhver treyja. Það er orðinn mikill iðnaður í kringum þetta, sem KSÍ ætlar sér að fara að nota á markvissari hátt og hvetja undirfélög sín til að gera slíkt hið sama,“ segir Ragnar.Fulltrúar KSÍ og Brandenburgar stilltu sér upp á Laugardalsvelli.brandenburgOg hvað þýðir það?„Í rauninni erum við að tala um alla snertifleti þar sem vörumerkið kemur við sögu. Búningar, auglýsingavörur, leikvöllurinn sjálfur og bara heildarásjóna sambandsins og landsliðanna.“ Víða erlendis sé varningur tengdur landssamböndunum orðinn að tískuvöru. „Maður sá til að mynda í síðustu heimsmeistarakeppni þá þótti landsliðsbúningur Nígeríu heitasta varan í tískubransanum“ segir Ragnar. Alveg þangað til að þeir unnu íslenska landsliðið 2-0 í riðlakeppninni. „Já, þá minnkaði alla vega áhuginn hér,“ segir Ragnar og hlær. Hann býst við því að fyrsti afrakstur vörumerkjavinnu Brandenburgar verði ljós innan nokkurra mánaða, í upphafi næsta árs. „Það er bara vonandi að við komumst inn á næsta stórmót,“ segir Ragnar og vísar þar til Evrópumótsins næsta sumar. „EM alls staðar,“ eins og það er stundum kallað, vegna þess að keppt verður víða um Evrópu. Hver veit nema að íslenska landsliðið muni mæta þar til leiks, með nýtt merki KSÍ á brjóstkassanum.
Auglýsinga- og markaðsmál KSÍ Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent