Birtingur og Blaðamannafélagið undirrita samning Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2019 15:08 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands er ánægður með samningaviðræðurnar við Birting. visir/vilhelm Tekist hafa samningar milli Blaðamannafélags Íslands og útgáfufélagsins Birtings, en það stendur utan Samtaka atvinnulífsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands segist gríðarlega ánægður með að nást hafi samningar við Birting og bindur vonir við að samningar náist á næstu dögum við aðra smærri miðla.Tók viku að semja Þessar tilteknu samningaviðræður tóku viku en samningar við SA hafa hins vegar staðið nú í sjö mánuði, samningar blaðamanna á miðlum sem eiga aðild að SA hafa verið lausir frá áramótum. „Það skiptir höfuðmáli í þeirri erfiðu stöðu sem fjölmiðlar eru í, að taka höndum saman, sækja fram, og nýta þau tækifæri sem fyrir hendi eru. Til þess þarf að sýna frumkvæði og hugrekki og verja lágmarkskjör. Það hefur tekist með þessum samningi að mínu mati og á Birtingur heiður skilinn að eiga þar hlut að máli,“ segir Hjálmar. Hann segir þörf á meiri hækkunum en þetta sé mikilvægt skref til að snúa vörn í sókn en blaðamenn eru afar ósáttir við laun sín sem hafa dregist verulega saman á undanförnum árum og reyndar áratugum. Nýi kjarasamningurinn verður birtur þegar hann hefur verið kynntur og afgreiddur af þeim blaðamönnum sem hann tekur til. Birtingur er í eigu fjárfestingarfélagsins Dals sem er að hundrað prósentum í eigu Halldórs Kristmannssonar. Ný launatafla og grunnkaupshækkanir Nýi samningurinn var undirritaður nú í hádeginu með fyrirvara um samþykki samninganefndar BÍ og félagsmanna BÍ á Birtingi og stjórnar Birtings. Kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram á morgun en hann gildir í þrjú ár eða til 1. nóvember 2022. Samningurinn felur meðal annars í sér gildistöku nýrrar launatöflu, grunnkaupshækkanir, hækkun á endurgreiddum kostnaði, endurskoðun á vaktaálagi og gildistöku á samningi um framsal á höfundarrétti, auk fleiri smærri atriða. Samningurinn er vel innan þeirrar launastefnu sem mótuð hefur verið á árinu á almennum vinnumarkaði. Útgáfufélagið Birtingur gefur út tímaritin Gestgjafann, Vikuna og Hús og Híbýli og dagblaðið Mannlíf og er stór vinnustaður blaðamanna.Eins og fram hefur komið hafa blaðamenn stærri miðla boðað til verkfallsaðgerða. Samningafundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á morgun klukkan 10.30 með Blaðamannafélaginu og þeim miðlum sem eru innan Samtaka atvinnulífsins.Fyrirvari: Blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Grunnlaun blaðamanna átakanlega léleg í öllum samanburði Formaður Blaðamannafélags Íslands segir stefna í skæruverkföll. 21. október 2019 16:49 Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu á svörtum föstudegi Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. 24. október 2019 06:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Tekist hafa samningar milli Blaðamannafélags Íslands og útgáfufélagsins Birtings, en það stendur utan Samtaka atvinnulífsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands segist gríðarlega ánægður með að nást hafi samningar við Birting og bindur vonir við að samningar náist á næstu dögum við aðra smærri miðla.Tók viku að semja Þessar tilteknu samningaviðræður tóku viku en samningar við SA hafa hins vegar staðið nú í sjö mánuði, samningar blaðamanna á miðlum sem eiga aðild að SA hafa verið lausir frá áramótum. „Það skiptir höfuðmáli í þeirri erfiðu stöðu sem fjölmiðlar eru í, að taka höndum saman, sækja fram, og nýta þau tækifæri sem fyrir hendi eru. Til þess þarf að sýna frumkvæði og hugrekki og verja lágmarkskjör. Það hefur tekist með þessum samningi að mínu mati og á Birtingur heiður skilinn að eiga þar hlut að máli,“ segir Hjálmar. Hann segir þörf á meiri hækkunum en þetta sé mikilvægt skref til að snúa vörn í sókn en blaðamenn eru afar ósáttir við laun sín sem hafa dregist verulega saman á undanförnum árum og reyndar áratugum. Nýi kjarasamningurinn verður birtur þegar hann hefur verið kynntur og afgreiddur af þeim blaðamönnum sem hann tekur til. Birtingur er í eigu fjárfestingarfélagsins Dals sem er að hundrað prósentum í eigu Halldórs Kristmannssonar. Ný launatafla og grunnkaupshækkanir Nýi samningurinn var undirritaður nú í hádeginu með fyrirvara um samþykki samninganefndar BÍ og félagsmanna BÍ á Birtingi og stjórnar Birtings. Kynning og atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram á morgun en hann gildir í þrjú ár eða til 1. nóvember 2022. Samningurinn felur meðal annars í sér gildistöku nýrrar launatöflu, grunnkaupshækkanir, hækkun á endurgreiddum kostnaði, endurskoðun á vaktaálagi og gildistöku á samningi um framsal á höfundarrétti, auk fleiri smærri atriða. Samningurinn er vel innan þeirrar launastefnu sem mótuð hefur verið á árinu á almennum vinnumarkaði. Útgáfufélagið Birtingur gefur út tímaritin Gestgjafann, Vikuna og Hús og Híbýli og dagblaðið Mannlíf og er stór vinnustaður blaðamanna.Eins og fram hefur komið hafa blaðamenn stærri miðla boðað til verkfallsaðgerða. Samningafundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á morgun klukkan 10.30 með Blaðamannafélaginu og þeim miðlum sem eru innan Samtaka atvinnulífsins.Fyrirvari: Blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Grunnlaun blaðamanna átakanlega léleg í öllum samanburði Formaður Blaðamannafélags Íslands segir stefna í skæruverkföll. 21. október 2019 16:49 Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu á svörtum föstudegi Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. 24. október 2019 06:00 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Grunnlaun blaðamanna átakanlega léleg í öllum samanburði Formaður Blaðamannafélags Íslands segir stefna í skæruverkföll. 21. október 2019 16:49
Verkföll gætu stöðvað blaðaútgáfu á svörtum föstudegi Aðgerðaáætlun vegna hugsanlegra verkfalla Blaðamannafélagsins er í mótun en er orðin nokkuð endanleg. 24. október 2019 06:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent