Franski knattspyrnukappinn Franck Ribery hjá Fiorentina þykir hafa sloppið vel með þriggja leikja bann fyrir að hrinda aðstoðardómara í leik Fiorentina og Lazio.
Þessi 36 ára gamli kappi var tekinn af velli á 74. mínútu en það stöðvaði hann ekki frá því að rífast við dómarana eftir leik og ganga allt of langt.
Félagar hans þurftu að bera hann í burtu frá dómurunum eftir að hann hafði fengið rauða spjaldið fyrir áðurnefnda hegðun. Hann baðst í kjölfarið afsökunar á hegðun sinni.
Fiorentina tapaði leiknum, 2-1, á afar umdeildu marki og það gerði Ribery svona reiðan.
Fékk þriggja leikja bann fyrir að hrinda aðstoðardómara
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
