Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2019 12:08 Frá samningafundi í morgun. Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslur hjá blaða- og fréttamönnum á Árvakri sem gefur út Morgunblaðið og heldur úti mbl.is, Ríkisútvarpinu fréttastofu og netmiðli, Sýn sem heldur úti Vísi, Bylgjunni og fréttastofu Stöðvar 2 og Torgi sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti samnefndum netmiðli hefjast klukkan hálf tíu í fyrramálið á þessum miðlum fram til klukkan 13:30. Frá þeim tíma til klukkan 17:00 geta blaðamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á þessum miðlum greitt atkvæði í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir fljótlega upp úr klukkan fimm. Verði að verkföllum verða þau stigmagnandi og hefjast föstudaginn 8. nóvember með fjögurra tíma vinnustöðvun ljósmyndara og myndatökumanna og blaðamanna á fyrrgreindum netmiðlum. Vinnustöðvanir lengjast síðan um fjórar klukkustundir hvern föstudag frá og með 15. nóvember til 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar föstudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Sáttafundur hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf ellefu í morgun. Honum var frestað um klukkan hálf tólf en boðað hefur verið til vinnufundar viðsemjenda hjá Ríkissáttasemjara á ný klukkan hálf tvö. En í gær tókust samningar milli Blaðamannafélagsins og Birtings sem meðal annars gefur út Vikuna og Mannlíf. Blaðamenn hafa ekki farið í verfall í fjörtíu og eitt ár á Íslandi. Sá sem þetta skrifar er félagi í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira
Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslur hjá blaða- og fréttamönnum á Árvakri sem gefur út Morgunblaðið og heldur úti mbl.is, Ríkisútvarpinu fréttastofu og netmiðli, Sýn sem heldur úti Vísi, Bylgjunni og fréttastofu Stöðvar 2 og Torgi sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti samnefndum netmiðli hefjast klukkan hálf tíu í fyrramálið á þessum miðlum fram til klukkan 13:30. Frá þeim tíma til klukkan 17:00 geta blaðamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á þessum miðlum greitt atkvæði í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir fljótlega upp úr klukkan fimm. Verði að verkföllum verða þau stigmagnandi og hefjast föstudaginn 8. nóvember með fjögurra tíma vinnustöðvun ljósmyndara og myndatökumanna og blaðamanna á fyrrgreindum netmiðlum. Vinnustöðvanir lengjast síðan um fjórar klukkustundir hvern föstudag frá og með 15. nóvember til 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar föstudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Sáttafundur hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf ellefu í morgun. Honum var frestað um klukkan hálf tólf en boðað hefur verið til vinnufundar viðsemjenda hjá Ríkissáttasemjara á ný klukkan hálf tvö. En í gær tókust samningar milli Blaðamannafélagsins og Birtings sem meðal annars gefur út Vikuna og Mannlíf. Blaðamenn hafa ekki farið í verfall í fjörtíu og eitt ár á Íslandi. Sá sem þetta skrifar er félagi í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira