Atvikið átti sér stað í fimmta leik Washington Nationals og Houston Astros. Okkar maður er með bjór í báðum höndum og datt ekki til hugar að sleppa þeim og grípa boltann. Hann hefði reyndar getað keypt ansi marga bjóra fyrir þennan bolta.
What a legend
This fan was double fisting with 2 beers and took Yordan's home run ball to the gut! pic.twitter.com/9Tfi8uiyhy
— FOX Sports: MLB (@MLBONFOX) October 28, 2019
Boltinn harði fór beint í belginn á áhorfandanum sem át höggið og ekki fór dropi til spillis. Mörgum þótti mikið til þeirra tilþrifa koma.
Svo mikið að Bud Light vildi endilega komast að því hver hann er og verðlauna hann. Áhorfandinn heitir Jeff Adams og fékk líklega mikið af fríum bjór.
This man is a hero. Twitter please figure out who this guy is so we can reward him. #WorldSeriespic.twitter.com/suMtVECfXY
— Bud Light (@budlight) October 28, 2019
Hér að neðan má sjá áhorfandann þyrsta með örlítið af Bud í tánni.