„Framtíðin kallar á okkur að gera betur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2019 15:56 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundi forsætisráðherra Norðurlanda í Stokkhólmi í dag. NORDEN.ORG/MAGNUS FRÖDERBERG „Norðurlöndin hafa sýnt að þau geta með samvinnu náð miklu meiri árangri en sitt í hvoru lagi. Nú kalla loftslagsmálin á okkur. Framtíðin kallar á okkur að gera betur. Að þora.“ Svo hljóðuðu lokaorð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar á fundi norrænna forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir þar sem umhverfismál hafa verið í öndvegi. Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. Til að ná fram aukinni sjálfbærni þurfi í einhverjum tilfellum að breyta stjórntækjum til að svo megi verða, til dæmis með því að beita skattkerfinu og tryggja þurfi að lífeyrissjóðir og sjóðir hins opinbera fjárfesti í grænum skuldabréfum. Á sama tíma og aðgerðir þurfi að vera róttækar þurfi þær einnig að vera réttlátar og tryggja velsæld. „Góðu fréttirnar eru þær að þetta tvennt fer saman,“ sagði Katrín. Nefndi hún dæmi um aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafi gripið til, meðal annars með lengingu fæðingarorlofs og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka álögur á rafhjól. „Við þurfum að vera reiðubúin að taka djarfar ákvarðanir sem þjóna almannahagsmunum og þjóna framtíðinni. En þessar ákvarðanir þurfa að vera teknar með lýðræðislegum hætti svo við stöndum öll saman að þessari umbreytingu,“ sagði Katrín.Stýrði síðasta fundinum í formennskutíð Íslands Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, stýrði í morgun síðasta fundi samstarfsráðherra Norðurlanda á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Á morgun mun Sigurður Ingi svo gefa þinginu skýrslu um starf Norrænu ráðherranefndarinnar undir formennsku Íslands. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að meginumræðuefni fundarins hafi verið framtíðarsýn norræns samstarf um Norðurlöndin sem „sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ sem var einmitt stefna sem sett var fram með nýrri framtíðarsýn fyrir árið 2030. Katrín fjallaði í ræðu sinni jafnframt um áherslumál Íslands í formennskutíð sinni sem nú er senn á enda. „Það hefur verið heiður og ánægja að stýra skútunni um stund. Ísland er minnst af þeim stóru en við erum líka stærst af þeim litlu. Þannig höfum við á formennskuárinu lagt okkur fram um að efla enn frekar samvinnuna við Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, og ég held að það hafi tekist ágætlega,“ sagði Katrín. Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári. 28. október 2019 07:00 Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26 Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. 29. október 2019 12:02 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Norðurlöndin hafa sýnt að þau geta með samvinnu náð miklu meiri árangri en sitt í hvoru lagi. Nú kalla loftslagsmálin á okkur. Framtíðin kallar á okkur að gera betur. Að þora.“ Svo hljóðuðu lokaorð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar á fundi norrænna forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir þar sem umhverfismál hafa verið í öndvegi. Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. Til að ná fram aukinni sjálfbærni þurfi í einhverjum tilfellum að breyta stjórntækjum til að svo megi verða, til dæmis með því að beita skattkerfinu og tryggja þurfi að lífeyrissjóðir og sjóðir hins opinbera fjárfesti í grænum skuldabréfum. Á sama tíma og aðgerðir þurfi að vera róttækar þurfi þær einnig að vera réttlátar og tryggja velsæld. „Góðu fréttirnar eru þær að þetta tvennt fer saman,“ sagði Katrín. Nefndi hún dæmi um aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafi gripið til, meðal annars með lengingu fæðingarorlofs og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka álögur á rafhjól. „Við þurfum að vera reiðubúin að taka djarfar ákvarðanir sem þjóna almannahagsmunum og þjóna framtíðinni. En þessar ákvarðanir þurfa að vera teknar með lýðræðislegum hætti svo við stöndum öll saman að þessari umbreytingu,“ sagði Katrín.Stýrði síðasta fundinum í formennskutíð Íslands Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, stýrði í morgun síðasta fundi samstarfsráðherra Norðurlanda á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Á morgun mun Sigurður Ingi svo gefa þinginu skýrslu um starf Norrænu ráðherranefndarinnar undir formennsku Íslands. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að meginumræðuefni fundarins hafi verið framtíðarsýn norræns samstarf um Norðurlöndin sem „sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ sem var einmitt stefna sem sett var fram með nýrri framtíðarsýn fyrir árið 2030. Katrín fjallaði í ræðu sinni jafnframt um áherslumál Íslands í formennskutíð sinni sem nú er senn á enda. „Það hefur verið heiður og ánægja að stýra skútunni um stund. Ísland er minnst af þeim stóru en við erum líka stærst af þeim litlu. Þannig höfum við á formennskuárinu lagt okkur fram um að efla enn frekar samvinnuna við Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, og ég held að það hafi tekist ágætlega,“ sagði Katrín.
Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári. 28. október 2019 07:00 Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26 Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. 29. október 2019 12:02 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01
Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári. 28. október 2019 07:00
Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26
Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. 29. október 2019 12:02