Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 10. október 2019 08:00 Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. „Það er yfirhöfuð ekki gott að lenda á svona lista og erfitt að leggja mat á áhrifin í fljótu bragði. Við munum fylgjast vel með hvernig málum lyktar og treystum því að stjórnvöld séu að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að svona fari,“ segir Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, í samtali við Fréttablaðið. Í vikunni var greint frá því að sérfræðingahópur FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, teldi að enn stæðu út af sex atriði sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Verði það niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Írak, Afganistan, Jemen og Úganda. Katrín ítrekar að atriðin sex sem samtökin setja út á snúi ekki beint að íslensku fjármálafyrirtækjunum. „Íslensku bankarnir hafa sterkar varnir gegn bæði peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, og fylgja skýru regluverki og kröfum hér heima sem og erlendis frá. Fjármálafyrirtækin standast skoðun hvað þetta varðar og eru sífellt að bæta sig. Varnir gegn peningaþvætti eru hluti af starfsemi fjármálafyrirtækja og mat á þessum vörnum er hluti af erlendum viðskiptasamböndum þeirra enda kröfurnar eðlilega miklar, “ segir Katrín. Í ljósi þess sé ekki búist við því að málið hafi áhrif á viðskiptasambönd íslensku bankanna erlendis sem séu sterk fyrir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að talsverðar áhyggjur væru innan viðskiptabankanna vegna málsins. Stjórnvöld sendu bréf á bankastjóra viðskiptabankanna á fimmtudag í síðustu viku þar sem fram kom að taldar væru verulegar líkur á því að Ísland lenti á listanum. Bankarnir ættu því að búa sig undir þá niðurstöðu og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. „Það yrðu veruleg vonbrigði ef Ísland endar á þessum lista því miðað við þau atriði sem FATF metur að standi út af eru stærstu atriðin í lagi. Stjórnvöld hafa aftur á móti brugðist hratt við athugasemdum FATF og sýnast mér síðustu atriðin vera á lokametrunum. Ég vona að vel gangi að koma því til skila,“ segir Katrín en vænta má niðurstöðu á fundi fulltrúa allra aðildarríkja FATF sem haldinn verður um miðjan október. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins áttu fulltrúar stjórnvalda fund í höfuðstöðvum samtakanna í París í síðustu viku til að unnt yrði að komast hjá því að málið færi í þennan farveg. Verði niðurstaðan eigi að síður sú að Ísland verði sett á fyrrnefndan lista, munu íslensk stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, en FATF getur endurskoðað afstöðu sína á næsta ári. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, gat ekki orðið við beiðni Fréttablaðsins um viðtal vegna funda.Erfiðara fyrir námsmenn að opna reikninga úti Ef Ísland fer á gráan lista FATF gætu erlendir aðilar í viðskiptum við íslensk fyrirtæki, þá einkum fjármálafyrirtæki og tryggingafélög, þurft að kanna sjálfstætt hvort varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka séu nægilega tryggar. Viðmælendur Fréttablaðsins á fjármálamarkaði segja að með því að lenda á listanum geti orðið erfiðara fyrir Íslendinga að eiga viðskipti við erlenda banka. Þannig verði til að mynda erfiðara fyrir námsmenn erlendis að stofna bankareikning í viðkomandi landi. Þá segja viðmælendurnir að bandarísk fyrirtæki starfi mjög stíft eftir þessum reglum og horfi til þess hvaða lönd séu á þessum lista þegar þau eiga í viðskiptum við erlend fyrirtæki. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. „Það er yfirhöfuð ekki gott að lenda á svona lista og erfitt að leggja mat á áhrifin í fljótu bragði. Við munum fylgjast vel með hvernig málum lyktar og treystum því að stjórnvöld séu að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að svona fari,“ segir Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, í samtali við Fréttablaðið. Í vikunni var greint frá því að sérfræðingahópur FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, teldi að enn stæðu út af sex atriði sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Verði það niðurstaðan fer Ísland á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Írak, Afganistan, Jemen og Úganda. Katrín ítrekar að atriðin sex sem samtökin setja út á snúi ekki beint að íslensku fjármálafyrirtækjunum. „Íslensku bankarnir hafa sterkar varnir gegn bæði peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, og fylgja skýru regluverki og kröfum hér heima sem og erlendis frá. Fjármálafyrirtækin standast skoðun hvað þetta varðar og eru sífellt að bæta sig. Varnir gegn peningaþvætti eru hluti af starfsemi fjármálafyrirtækja og mat á þessum vörnum er hluti af erlendum viðskiptasamböndum þeirra enda kröfurnar eðlilega miklar, “ segir Katrín. Í ljósi þess sé ekki búist við því að málið hafi áhrif á viðskiptasambönd íslensku bankanna erlendis sem séu sterk fyrir. Fréttablaðið greindi frá því í gær að talsverðar áhyggjur væru innan viðskiptabankanna vegna málsins. Stjórnvöld sendu bréf á bankastjóra viðskiptabankanna á fimmtudag í síðustu viku þar sem fram kom að taldar væru verulegar líkur á því að Ísland lenti á listanum. Bankarnir ættu því að búa sig undir þá niðurstöðu og haga undirbúningi sínum í samræmi við það. „Það yrðu veruleg vonbrigði ef Ísland endar á þessum lista því miðað við þau atriði sem FATF metur að standi út af eru stærstu atriðin í lagi. Stjórnvöld hafa aftur á móti brugðist hratt við athugasemdum FATF og sýnast mér síðustu atriðin vera á lokametrunum. Ég vona að vel gangi að koma því til skila,“ segir Katrín en vænta má niðurstöðu á fundi fulltrúa allra aðildarríkja FATF sem haldinn verður um miðjan október. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins áttu fulltrúar stjórnvalda fund í höfuðstöðvum samtakanna í París í síðustu viku til að unnt yrði að komast hjá því að málið færi í þennan farveg. Verði niðurstaðan eigi að síður sú að Ísland verði sett á fyrrnefndan lista, munu íslensk stjórnvöld kappkosta að það verði aðeins til skamms tíma, en FATF getur endurskoðað afstöðu sína á næsta ári. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, gat ekki orðið við beiðni Fréttablaðsins um viðtal vegna funda.Erfiðara fyrir námsmenn að opna reikninga úti Ef Ísland fer á gráan lista FATF gætu erlendir aðilar í viðskiptum við íslensk fyrirtæki, þá einkum fjármálafyrirtæki og tryggingafélög, þurft að kanna sjálfstætt hvort varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka séu nægilega tryggar. Viðmælendur Fréttablaðsins á fjármálamarkaði segja að með því að lenda á listanum geti orðið erfiðara fyrir Íslendinga að eiga viðskipti við erlenda banka. Þannig verði til að mynda erfiðara fyrir námsmenn erlendis að stofna bankareikning í viðkomandi landi. Þá segja viðmælendurnir að bandarísk fyrirtæki starfi mjög stíft eftir þessum reglum og horfi til þess hvaða lönd séu á þessum lista þegar þau eiga í viðskiptum við erlend fyrirtæki.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Bankamenn hafa áhyggjur af veru Íslands á gráum lista Líkur eru á því að Ísland lendi á gráum lista þar sem ekki hafi verið gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 9. október 2019 07:15