Fullveldi og mannréttindi Reimar Pétursson skrifar 10. október 2019 07:45 Fullveldi herlausrar smáþjóðar er ekki sjálfgefið, ekki síst þegar stórþjóðir beita aflsmunum sínum. Þetta reyndu Íslendingar í hernáminu. Þá ríktu hér bresk herlög ofar hinum íslensku og brýnustu stjórnarskrárvarin lýð- og mannréttindi, eins og réttur manna til að kjósa til þings á fjögurra ára fresti, urðu að víkja. Tómt mál var að tala um fullveldi Íslands á þeim ófriðartímum.Lýðræði og virðing fyrir mannréttindum Reynslan sýnir að lýðræðisþjóðir sem bera virðingu fyrir mannréttindum eru ólíklegri en aðrar til að fara fram með ófriði. Gerð mannréttindasáttmála Evrópu í kjölfar seinni heimsstyrjaldar var ætlað að stuðla að lýðræði og mannréttindum og þar með stuðla að friði. Í gerð sáttmálans fólst viðleitni til að vernda fullveldi smærri þjóða álfunnar gegn yfirgangi hinna stóru. Í þessu skyni skilgreinir sáttmálinn þau réttindi sem eru talin nauðsynleg heilbrigðu stjórnarfari og kemur á fót sérstökum dómstóli, Mannréttindadómstól Evrópu, til að fjalla um kvartanir einstaklinga um að á þeim hafi verið brotið. Í upphafi var starfsemi dómstólsins veikburða en með árunum hefur hann áunnið sér traust og honum hefur vaxið ásmegin. Hann hefur þurft að kljást við margvísleg vandamál og starfið verður aldrei hafið yfir gagnrýni, enda er skilgreining mannréttinda í síbreytilegum heimi ávallt vandasöm. En þótt sú skilgreining sé vandasöm er ljóst að lokaorðið um hana verður að hvíla á einum stað svo fullt gagn sé að.Munur á gagnrýni og niðurrifi En það er munur á gagnrýni á úrlausnir dómstólsins annars vegar og beinum árásum á trúverðugleika dómstólsins í heild sinni hins vegar. Nú er þekkt að í fáeinum ríkjum sem eiga aðild að dómstólnum hafa brotist til valda menn sem vilja lítt una því að hendur þeirra séu bundnar af mannréttindum. Þeim líkar ekki að dómstóllinn takmarki völd þeirra til að ganga fram af hörku gagnvart þeim forsmáðu einstaklingum sem eru skotmarkið í hvert og eitt skipti. Til að þessir valdhafar geti farið sínu fram virðist þeim fátt heilagt þegar kemur að því að grafa undan trausti til dómstólsins.Umræðu snúið á hvolf Nú er orðræða um óheft völd til að beita takmarkalausu geðþóttavaldi ekki líkleg til vinsælda. Að minnsta kosti mætti ætla að fáir kjósendur myndu greiða atkvæði með stjórnmálaaf li sem myndi í kosningabaráttu mæla opinskátt með slíku. Þeir stjórnmálamenn sem eru frekir til valdsins virðast þó í ljósi þessa vanda hafa fundið leið til að snúa umræðunni á hvolf og þar með sér í hag. Í stað þess að viðurkenna, eins og rétt er, að dómstóllinn sé að vernda rétt einstaklinga, er sagt að dómstóllinn sé að skerða fullveldi ríkisins. Fátt er fjær sanni. Mannréttindasáttmálinn byggir á þeim algildu sannindum, sem allar þjóðir Evrópu viðurkenna með aðild að sáttmálanum, að fullveldi geti aldrei náð til þess að brjóta mannréttindi á borgurunum. Þá er tilvist lýðræðis og mannréttinda í ríkjum Evrópu ein mikilvægasta trygging friðar og þar með okkar fullveldis. Störf dómstólsins eru þannig beinlínis liður í því að ýta undir fullveldi okkar ríkis til allra góðra athafna, en ekki öfugt.Dapurleg þróun Af þessum sökum er dapurlegt að fylgjast með þeirri umræðu sem hefur átt sér stað hér á landi um mannréttindi og fullveldi upp á síðkastið. Síst var við því að búast að heyra fjölmarga úr stétt íslenskra valdhafa kveinka sér undan því að þurfa að virða mannréttindi eins og þau eru skilgreind af Mannréttindadómstólunum og gerast talsmenn öfugsnúinna fullveldishugmynda; einmitt þeirra hugmynda sem eru mest ógn við frið og þar með fullveldi landsins. Nær væri að þeir sem vilja auka fullveldi Íslands krefðust skilyrðislausrar virðingar fyrir mannréttindum.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mannréttindi Reimar Pétursson Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Fullveldi herlausrar smáþjóðar er ekki sjálfgefið, ekki síst þegar stórþjóðir beita aflsmunum sínum. Þetta reyndu Íslendingar í hernáminu. Þá ríktu hér bresk herlög ofar hinum íslensku og brýnustu stjórnarskrárvarin lýð- og mannréttindi, eins og réttur manna til að kjósa til þings á fjögurra ára fresti, urðu að víkja. Tómt mál var að tala um fullveldi Íslands á þeim ófriðartímum.Lýðræði og virðing fyrir mannréttindum Reynslan sýnir að lýðræðisþjóðir sem bera virðingu fyrir mannréttindum eru ólíklegri en aðrar til að fara fram með ófriði. Gerð mannréttindasáttmála Evrópu í kjölfar seinni heimsstyrjaldar var ætlað að stuðla að lýðræði og mannréttindum og þar með stuðla að friði. Í gerð sáttmálans fólst viðleitni til að vernda fullveldi smærri þjóða álfunnar gegn yfirgangi hinna stóru. Í þessu skyni skilgreinir sáttmálinn þau réttindi sem eru talin nauðsynleg heilbrigðu stjórnarfari og kemur á fót sérstökum dómstóli, Mannréttindadómstól Evrópu, til að fjalla um kvartanir einstaklinga um að á þeim hafi verið brotið. Í upphafi var starfsemi dómstólsins veikburða en með árunum hefur hann áunnið sér traust og honum hefur vaxið ásmegin. Hann hefur þurft að kljást við margvísleg vandamál og starfið verður aldrei hafið yfir gagnrýni, enda er skilgreining mannréttinda í síbreytilegum heimi ávallt vandasöm. En þótt sú skilgreining sé vandasöm er ljóst að lokaorðið um hana verður að hvíla á einum stað svo fullt gagn sé að.Munur á gagnrýni og niðurrifi En það er munur á gagnrýni á úrlausnir dómstólsins annars vegar og beinum árásum á trúverðugleika dómstólsins í heild sinni hins vegar. Nú er þekkt að í fáeinum ríkjum sem eiga aðild að dómstólnum hafa brotist til valda menn sem vilja lítt una því að hendur þeirra séu bundnar af mannréttindum. Þeim líkar ekki að dómstóllinn takmarki völd þeirra til að ganga fram af hörku gagnvart þeim forsmáðu einstaklingum sem eru skotmarkið í hvert og eitt skipti. Til að þessir valdhafar geti farið sínu fram virðist þeim fátt heilagt þegar kemur að því að grafa undan trausti til dómstólsins.Umræðu snúið á hvolf Nú er orðræða um óheft völd til að beita takmarkalausu geðþóttavaldi ekki líkleg til vinsælda. Að minnsta kosti mætti ætla að fáir kjósendur myndu greiða atkvæði með stjórnmálaaf li sem myndi í kosningabaráttu mæla opinskátt með slíku. Þeir stjórnmálamenn sem eru frekir til valdsins virðast þó í ljósi þessa vanda hafa fundið leið til að snúa umræðunni á hvolf og þar með sér í hag. Í stað þess að viðurkenna, eins og rétt er, að dómstóllinn sé að vernda rétt einstaklinga, er sagt að dómstóllinn sé að skerða fullveldi ríkisins. Fátt er fjær sanni. Mannréttindasáttmálinn byggir á þeim algildu sannindum, sem allar þjóðir Evrópu viðurkenna með aðild að sáttmálanum, að fullveldi geti aldrei náð til þess að brjóta mannréttindi á borgurunum. Þá er tilvist lýðræðis og mannréttinda í ríkjum Evrópu ein mikilvægasta trygging friðar og þar með okkar fullveldis. Störf dómstólsins eru þannig beinlínis liður í því að ýta undir fullveldi okkar ríkis til allra góðra athafna, en ekki öfugt.Dapurleg þróun Af þessum sökum er dapurlegt að fylgjast með þeirri umræðu sem hefur átt sér stað hér á landi um mannréttindi og fullveldi upp á síðkastið. Síst var við því að búast að heyra fjölmarga úr stétt íslenskra valdhafa kveinka sér undan því að þurfa að virða mannréttindi eins og þau eru skilgreind af Mannréttindadómstólunum og gerast talsmenn öfugsnúinna fullveldishugmynda; einmitt þeirra hugmynda sem eru mest ógn við frið og þar með fullveldi landsins. Nær væri að þeir sem vilja auka fullveldi Íslands krefðust skilyrðislausrar virðingar fyrir mannréttindum.Höfundur er lögmaður.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun