Leikurinn var mikil skemmtun og hart var barist eins og ávallt er þessi lið mætast en umdeildur dómur átti sér stað undir lok leiksins.
Haukarnir voru einu marki yfir er Atli Már Báruson fékk dæmt á sig skref í sókn Haukanna. FH fékk boltann, hélt í sókn og jafnaði metin en Ágúst Jóhannsson var ekki sammála þessum dómi.
„Ef þetta er skref eru fjörtíu slíkir dómar í leik. Þetta er stór dómur á þessum tímapunkti hjá annars frábærum dómurum leiksins,“ sagði Ágúst Jóhannsson.
Ágúst þjálfaði einnig Sigurð í 5. flokki og kom inn á kynni sín og Sigurðar síðar í klippunni.
Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.