Vilja fjölga farþegum strætó Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2019 20:00 Vonast er til þess að farþegum strætó fjölgi með tilkomu nýs leiðarnets sem var kynnt í gær. Framkvæmdastjóri Strætó segir að með nýja kerfinu gæti orðið fljótlegra að ferðast með strætó en á einkabílnum. Strætó óskar eftir aðkomu almennings við mótun nýs leiðanets en breytingar eru framundan í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. „Helstu breytingarnar kannski í þessu leiðaneti eru meiri tíðni, öflugri stofnleiðir og síðan almennar leiðir sem að flæða inn á þetta. Svo er náttúrlega hugmyndin að þetta renni bara inn í borgarlínuna þegar hún verður tilbúin í þeim áföngum sem hún kemur inn,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Sjá einnig: Nýtt leiðanet Strætó og borgarlínu: Styttri ferðatími en lengri ganga á næstu biðstöð Á helstu stofnleiðum er gert ráð fyrir að strætó aki á 7 til 10 mínútna fresti á annatíma. Aðrar leiðir aka á 15 mínútna fresti á annatíma en 20 til 30 mínútna fresti þess utan. „Þegar að sérrýmin eru komin öll til framkvæmda þá erum við að tala um að þetta sé bara jafnvel styttra en bíllinn en svona almennt eru almenningssamgöngur örlítið lengri,“ segir Jóhannes og vísar þar til ferðatímans. Samkvæmt fyrstu hugmyndum um nýtt leiðanet munu meira en tvöfalt fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins búa í innan við 400 metra radíus frá stoppistöð þar sem ferðir eru tíðari, þ.e. frá svokölluðum stofnbrautum. Sá tími sem það tekur að ganga að næstu stoppistöð kann þó að lengjast. „Við höfum svolítið haft hérna á höfuðborgarsvæðinu svokallað þekjandi kerfi þar sem fólk þarf ekki að labba mjög langt til að ná í strætó. Það hefur aftur á móti bitnað á tíðninni og hún er þá verri heldur en við vildum hafa þannig að það hefur verið svolítið að ryðja sér til rúms að fólk labbi örlítið lengra en komist þá fljótar á áfangastað,“ segir Jóhannes. Gert er ráð fyrir að nýja leiðanetið verði tekið í notkun í áföngum. „Við erum svona að kalla eftir ábendingum frá almenningi og svona leiðanet í smíði, hún tekur langan tíma.“ Samgöngur Strætó Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Vonast er til þess að farþegum strætó fjölgi með tilkomu nýs leiðarnets sem var kynnt í gær. Framkvæmdastjóri Strætó segir að með nýja kerfinu gæti orðið fljótlegra að ferðast með strætó en á einkabílnum. Strætó óskar eftir aðkomu almennings við mótun nýs leiðanets en breytingar eru framundan í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. „Helstu breytingarnar kannski í þessu leiðaneti eru meiri tíðni, öflugri stofnleiðir og síðan almennar leiðir sem að flæða inn á þetta. Svo er náttúrlega hugmyndin að þetta renni bara inn í borgarlínuna þegar hún verður tilbúin í þeim áföngum sem hún kemur inn,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Sjá einnig: Nýtt leiðanet Strætó og borgarlínu: Styttri ferðatími en lengri ganga á næstu biðstöð Á helstu stofnleiðum er gert ráð fyrir að strætó aki á 7 til 10 mínútna fresti á annatíma. Aðrar leiðir aka á 15 mínútna fresti á annatíma en 20 til 30 mínútna fresti þess utan. „Þegar að sérrýmin eru komin öll til framkvæmda þá erum við að tala um að þetta sé bara jafnvel styttra en bíllinn en svona almennt eru almenningssamgöngur örlítið lengri,“ segir Jóhannes og vísar þar til ferðatímans. Samkvæmt fyrstu hugmyndum um nýtt leiðanet munu meira en tvöfalt fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins búa í innan við 400 metra radíus frá stoppistöð þar sem ferðir eru tíðari, þ.e. frá svokölluðum stofnbrautum. Sá tími sem það tekur að ganga að næstu stoppistöð kann þó að lengjast. „Við höfum svolítið haft hérna á höfuðborgarsvæðinu svokallað þekjandi kerfi þar sem fólk þarf ekki að labba mjög langt til að ná í strætó. Það hefur aftur á móti bitnað á tíðninni og hún er þá verri heldur en við vildum hafa þannig að það hefur verið svolítið að ryðja sér til rúms að fólk labbi örlítið lengra en komist þá fljótar á áfangastað,“ segir Jóhannes. Gert er ráð fyrir að nýja leiðanetið verði tekið í notkun í áföngum. „Við erum svona að kalla eftir ábendingum frá almenningi og svona leiðanet í smíði, hún tekur langan tíma.“
Samgöngur Strætó Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira