Bjöggi Thor vildi frekar breyta um umhverfi og gera eitthvað skemmtilegt. Því næst fóru þessir nýju bestu vinir um borgina og skemmtu sér greinilega konungslega. Steindi var reyndar mættur út til London til þess að biðja um fjármagn fyrir kvikmyndina Þorsta en gleymdi reyndar einnig mikilvægari spurningu.
Í þáttunum Góðir Landsmenn sem eru á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldum er fylgst með framleiðsluferli myndarinnar sem Steinþór gerir samhliða þess að vera vinna að venjulegum viðtalsþáttum um venjulega Íslendinga.
Steindi og leikhópurinn X eru að framleiða trúarlega gay vampíru sprautusplatter mynd sem verður stranglega bönnuð innan 16 ára. Kvikmyndin ber nafnið Þorsti en eins og staðan er gengur vægast sagt illa að fjármagna kvikmyndina en Steindi telur að það kosti tuttugu milljónir að koma kvikmyndinni í bíóhús landsins og ekki fékk hann þessar milljónir frá Bjögga.
Hér að neðan má sjá algjöran leiksigur hjá Björgólfi sem kom eflaust mörgum á óvart með frammistöðu sinni.