Leonov fór í umrædda geimgöngu í mars árið 1965 þegar hann fór út úr geimfarinu í um tólf mínútur áður en hann hélt aftur inn.

Á ferli sínum var Leonov sovéskur stjórnandi Soyuz-Apollo áætlunarinnar, sem leiddi til fyrstu sameiginlegu geimferð Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Síðar átti hann eftir að starfa innan stjórnmála og í viðskiptum.
Leonov birti fjölda vísindagreina og var virkur málari, en myndir hans voru meðal annars notaðar á sovéskum frímerkjum.
Leonov var góður vinur Júrí Gagarín, sem fór fyrstur manna út í geim, árið 1961.
We are very sad to learn of the passing of Alexei Leonov, pioneering Russian cosmonaut and the first spacewalker, aged 85. https://t.co/OpeNgLBb3J
— ESA (@esa) October 11, 2019