Allir nema þú Birna Þórarinsdóttir skrifar 11. október 2019 16:30 Margir leggja lykkju á leið sína til að agnúast út í Borgarlínu. Andstaðan snýst oftar en ekki um vantrú þess sem talar á vilja borgarbúa til að nota almenningssamgöngur. „Við erum bílaþjóð“ segir fólk og á við sjálft sig. Margir geta ekki ímyndað sér lífið án bílsins; skilja ekki vegalengd milli A og B án milligöngu Miklubrautar. Það er allt í lagi. Því við erum mörg sem getum án bílsins verið og með bættri þjónustu þá verðum við fleiri. Samkvæmt nýlegri meistararitgerð þá eru nú um 800 manns sem hjóla daglega hjólastíginn í Nauthólsvík. Þarna munar um minna; ímyndaðu þér ef 800 manns til viðbótar sætu með þér í umferðinni á hverjum degi, líklega flestir einir í bíl. Fjöldi hjólreiðamanna hefur vaxið stöðugt með bættum hjólastígum. Við hefðum ekki endilega séð þessa þróun fyrir árið 2007. Ég held að margir sem hjóla í vinnuna í dag hefðu ekki séð það fyrir árið 2007 – eða einu sinni fyrir tveimur árum síðan. Það þurfa ekki allir að leggja bílnum, bara nógu margir. Það þarf ekki að vera þú, það mættu vera allir hinir. Og þá gætir þú keyrt um eins og lávarður götunnar, í bleiser jakka í frostinu á meðan við hin renndum úlpunni upp í háls og biðum eftir vagninum. Við erum mörg til í það og við verðum fleiri. Þess vegna ættu aðdáendur einkabílsins að vera helstu talsmenn Borgarlínu.Höfundur býr í Kópavogi og starfar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Borgarlína Hjólreiðar Samgöngur Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Margir leggja lykkju á leið sína til að agnúast út í Borgarlínu. Andstaðan snýst oftar en ekki um vantrú þess sem talar á vilja borgarbúa til að nota almenningssamgöngur. „Við erum bílaþjóð“ segir fólk og á við sjálft sig. Margir geta ekki ímyndað sér lífið án bílsins; skilja ekki vegalengd milli A og B án milligöngu Miklubrautar. Það er allt í lagi. Því við erum mörg sem getum án bílsins verið og með bættri þjónustu þá verðum við fleiri. Samkvæmt nýlegri meistararitgerð þá eru nú um 800 manns sem hjóla daglega hjólastíginn í Nauthólsvík. Þarna munar um minna; ímyndaðu þér ef 800 manns til viðbótar sætu með þér í umferðinni á hverjum degi, líklega flestir einir í bíl. Fjöldi hjólreiðamanna hefur vaxið stöðugt með bættum hjólastígum. Við hefðum ekki endilega séð þessa þróun fyrir árið 2007. Ég held að margir sem hjóla í vinnuna í dag hefðu ekki séð það fyrir árið 2007 – eða einu sinni fyrir tveimur árum síðan. Það þurfa ekki allir að leggja bílnum, bara nógu margir. Það þarf ekki að vera þú, það mættu vera allir hinir. Og þá gætir þú keyrt um eins og lávarður götunnar, í bleiser jakka í frostinu á meðan við hin renndum úlpunni upp í háls og biðum eftir vagninum. Við erum mörg til í það og við verðum fleiri. Þess vegna ættu aðdáendur einkabílsins að vera helstu talsmenn Borgarlínu.Höfundur býr í Kópavogi og starfar í Reykjavík.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar