Didier Deschamps, þjálfari Frakka, var hæstánægður með 1-0 sigurinn á Íslandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld. Franska liðið hefði verið klárt í líkamlega baráttu við hraust íslenskt lið.
Deschamps hefur góða reynslu af leikjum við Ísland undanfarin ár þar sem Frakkar hafa unnið keppnisleikina sannfærandi 5-2 og 4-0.
Franski þjálfarinn sagði leikinn hafa einkennst af návígjum og mikilli baráttu. Leikurinn hefði verið lokaður lengi vel en Frakkarnir þó fengið tvö dauðafæri til viðbótar við vítaspyrnuna til að klára leikinn.
Franskur blaðamaður spurði hann hvort þessi frammistaða hefði verið heimsmeisturum sæmandi og nægjanlega sannfærandi. Deschamps sagði ekki skipta máli hver andstæðingurinn væri þegar þú værir heimsmeistari; Ísland, Holland eða hvað sem er. Alltaf væri tekið hart á heimsmeisturum.
Íslenska liðið væri líkamlega sterkt og ekki auðvelt að spila gegn. Franska liðið hefði fengið alls sex færi í leiknum svo ef blaðamaðurinn mæti sem svo að sigurinn hefði ekki verið sannfærandi þá yrði það bara að vera þannig.
Þá hrósaði hann sínum mönnum sem hefði svarað kallinu og landað mikilvægum sigri gegn þéttu og mjög góðu íslensku liði. Fyrir vikið gæti liðið tryggt sér farseðilinn á EM 2020 með sigri á Tyrkjum á mánudag.
Deschamps hæstánægður með þrjú stig gegn mjög góðu íslensku liði
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





