Rúnar Már: Þetta verða nokkrar vikur hjá mér Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 11. október 2019 22:22 Rúnar í baráttunni við Kingsley Coman í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm „Okkur leið vel í hálfleik og fannst við vera með þá nokkurn veginn í skipulaginu varnarlega eins og við vildum. Sóknarlega hefðum við getað verið beittari, það vantaði stundum uppá síðustu sendinguna eða fyrirgjafirnar. Það er svekkjandi að tapa þessu,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson í samtali við Vísi eftir leikinn gegn Frökkum í kvöld. Sigurmark Frakka kom úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og voru íslensku leikmennirnir ekki par sáttir með þann dóm. „Ég var þarna ofan í þessu. Ég veit ekki hvort Ari sparkaði í boltann á milli en það var einhver snerting allavega, svo tekur hann 2-3 skref og dettur niður. Þið verðið eiginlega að segja mér hvort þetta hafi verið víti eða ekki en mér fannst dómarinn heilt yfir sýna þeim allt of mikla virðingu.“ „Öll 50/50 návígi duttu með þeim og mikið af ódýrum aukaspyrnum.“ Rúnar Már fór meiddur af velli í kvöld og hélt um lærið. Ísland mætir Andorra á mánudag og verður Rúnar ekki með í þeim leik. „Þetta var tognun, ég verð ekki klár á mánudag. Þetta verða nokkrar vikur hjá mér,“ bætti hann við. Rúnar býst við allt öðruvísi leik gegn Andorra á mánudag. „Við verðum mikið með boltann og það væri fínt að skora snemma svo við verðum aðeins afslappaðri. Þeir unnu í kvöld og eru búnir að vera sterkir í síðustu leikjum þannig að þetta verður ekki auðvelt.“ „Við þurfum að mæta eins og menn og klára þetta. Staðan í riðlinum er þannig að við þurfum að vinna okkar leiki. Við vonum að Frakkarnir klári sitt og við þurfum að gera okkar. Við erum með bakið upp við vegg og erum sjaldan betri en þegar allt er undir. Við þurfum að vinna rest og ég er bjartsýnn á að við gerum það. Við höfum farið til Tyrklands og spilað góða leiki en við þurfum að byrja að vinna á mánudaginn,“ sagði Rúnar að lokum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Giroud: Hefðum getað skorað fleiri mörk í lokin Oliver Giroud, leikmaður Chelsea, lék í framlínu franska liðsins í kvöld og háði harða baráttu við Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson í vörn íslenska liðsins. Hann sagði íslenska liðið hafa gert Frökkum erfitt fyrir í leiknum. 11. október 2019 22:12 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Kári: Að sjálfsögðu gefur Ítali nágrönnum sínum víti Kári Árnason sagði íslenska liðið hafa átt skilið stig út úr leiknum við Frakka í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2019 21:37 Kolbeinn: Vantaði síðustu sendinguna eða skapa alvöru færi Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn fyrir Ísland er liðið tapaði 1-0 gegn heimsmeisturum Frakka í kvöld. 11. október 2019 21:05 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
„Okkur leið vel í hálfleik og fannst við vera með þá nokkurn veginn í skipulaginu varnarlega eins og við vildum. Sóknarlega hefðum við getað verið beittari, það vantaði stundum uppá síðustu sendinguna eða fyrirgjafirnar. Það er svekkjandi að tapa þessu,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson í samtali við Vísi eftir leikinn gegn Frökkum í kvöld. Sigurmark Frakka kom úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og voru íslensku leikmennirnir ekki par sáttir með þann dóm. „Ég var þarna ofan í þessu. Ég veit ekki hvort Ari sparkaði í boltann á milli en það var einhver snerting allavega, svo tekur hann 2-3 skref og dettur niður. Þið verðið eiginlega að segja mér hvort þetta hafi verið víti eða ekki en mér fannst dómarinn heilt yfir sýna þeim allt of mikla virðingu.“ „Öll 50/50 návígi duttu með þeim og mikið af ódýrum aukaspyrnum.“ Rúnar Már fór meiddur af velli í kvöld og hélt um lærið. Ísland mætir Andorra á mánudag og verður Rúnar ekki með í þeim leik. „Þetta var tognun, ég verð ekki klár á mánudag. Þetta verða nokkrar vikur hjá mér,“ bætti hann við. Rúnar býst við allt öðruvísi leik gegn Andorra á mánudag. „Við verðum mikið með boltann og það væri fínt að skora snemma svo við verðum aðeins afslappaðri. Þeir unnu í kvöld og eru búnir að vera sterkir í síðustu leikjum þannig að þetta verður ekki auðvelt.“ „Við þurfum að mæta eins og menn og klára þetta. Staðan í riðlinum er þannig að við þurfum að vinna okkar leiki. Við vonum að Frakkarnir klári sitt og við þurfum að gera okkar. Við erum með bakið upp við vegg og erum sjaldan betri en þegar allt er undir. Við þurfum að vinna rest og ég er bjartsýnn á að við gerum það. Við höfum farið til Tyrklands og spilað góða leiki en við þurfum að byrja að vinna á mánudaginn,“ sagði Rúnar að lokum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Giroud: Hefðum getað skorað fleiri mörk í lokin Oliver Giroud, leikmaður Chelsea, lék í framlínu franska liðsins í kvöld og háði harða baráttu við Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson í vörn íslenska liðsins. Hann sagði íslenska liðið hafa gert Frökkum erfitt fyrir í leiknum. 11. október 2019 22:12 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Kári: Að sjálfsögðu gefur Ítali nágrönnum sínum víti Kári Árnason sagði íslenska liðið hafa átt skilið stig út úr leiknum við Frakka í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2019 21:37 Kolbeinn: Vantaði síðustu sendinguna eða skapa alvöru færi Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn fyrir Ísland er liðið tapaði 1-0 gegn heimsmeisturum Frakka í kvöld. 11. október 2019 21:05 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Giroud: Hefðum getað skorað fleiri mörk í lokin Oliver Giroud, leikmaður Chelsea, lék í framlínu franska liðsins í kvöld og háði harða baráttu við Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson í vörn íslenska liðsins. Hann sagði íslenska liðið hafa gert Frökkum erfitt fyrir í leiknum. 11. október 2019 22:12
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30
Kári: Að sjálfsögðu gefur Ítali nágrönnum sínum víti Kári Árnason sagði íslenska liðið hafa átt skilið stig út úr leiknum við Frakka í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2019 21:37
Kolbeinn: Vantaði síðustu sendinguna eða skapa alvöru færi Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn fyrir Ísland er liðið tapaði 1-0 gegn heimsmeisturum Frakka í kvöld. 11. október 2019 21:05
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn