Lágbrú gæti orðið rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2019 13:00 Stjórn Faxaflóahafna fjallaði í gær um minnisblað hafnarstjóra um Sundabraut. Skúli Helgason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir stjórnina hafa tekið undir með hafnarstjóra að jarðgöng séu betri kostur. Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar. Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafði lýst því yfir lágbrú yfir Kleppsvík væri ódýrari kostur en jarðgöng og henti fyrir alla samgöngumáta. Stjórn Faxaflóahafna fjallaði í gær um minnisblað hafnarstjóra um Sundabraut. Skúli Helgason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir stjórnina hafa tekið undir með hafnarstjóra að jarðgöng séu betri kostur. „Miðað við þau gögn sem fyrir liggja, þá þarf auðvitað að taka allan kostnað í reikninginn. Ekki bara framkvæmdakostnaðinn við að byggja þessi mannvirki, heldur er mjög verulegt rask sem myndi fylgja lágbrúnni og gríðarlega mikill afleiddur kostnaður af því að hún myndi vera í raun og veru hálfgert rothögg fyrir þá hafnarstarfsemi sem fer þar fram núna og er auðvitað megin höfn landsins varðandi innflutning og útflutning.“ Skúli segir að valkostirnir séu metnir út frá gömlum gögnum og nauðsynlegt að vinna nákvæmari greiningar.Málsgrein var bætt í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við Sundabraut. Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina. Annars vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag og hins vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfssemi.„Þarna er svolítið verið að uppreikninga gamlar rannsóknir og greiningar og það er algjörlega nauðsynlegt að okkar mati að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum valkostum, þar á meðal að láta vinna vandaða kostnaðar- og ábatagreiningu og taka sannarlega inn þau áhrif sem þessir tveir kostir myndu hafa á umhverfið.“ Afleiddur kostnaður yrði talsverður. „Minnisblaðið dregur fram ákveðna þætti í því og fram reiknar til dagsins í dag miðað við fast verðlag og það er alveg ljóst að við erum að tala um tugi milljarða í því sambandi.“ Skúli segir það ekki standa upp á stjórnina að taka ákvörðun í þessu máli. „Þetta er auðvitað eitthvað sem á endanum er á borði ríkisins að taka afstöðu til. En það er mikilvægt að okkar sjónarmið komi fram. En við leggjum líka þunga áherslu á það að það sé ekki boðlegt annað en að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum kostum. Og taka þá tillit til alls kostnaðar, bæði beins kostnaðar við framkvæmdirnar en líka þess mikla afleidda kostnaðar sem felst í því að þurfa að kaupa væntanlega upp mjög viðamikil mannvirki sem tengjast hafnarstarfseminni í dag.“ Reykjavík Samgöngur Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar. Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafði lýst því yfir lágbrú yfir Kleppsvík væri ódýrari kostur en jarðgöng og henti fyrir alla samgöngumáta. Stjórn Faxaflóahafna fjallaði í gær um minnisblað hafnarstjóra um Sundabraut. Skúli Helgason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir stjórnina hafa tekið undir með hafnarstjóra að jarðgöng séu betri kostur. „Miðað við þau gögn sem fyrir liggja, þá þarf auðvitað að taka allan kostnað í reikninginn. Ekki bara framkvæmdakostnaðinn við að byggja þessi mannvirki, heldur er mjög verulegt rask sem myndi fylgja lágbrúnni og gríðarlega mikill afleiddur kostnaður af því að hún myndi vera í raun og veru hálfgert rothögg fyrir þá hafnarstarfsemi sem fer þar fram núna og er auðvitað megin höfn landsins varðandi innflutning og útflutning.“ Skúli segir að valkostirnir séu metnir út frá gömlum gögnum og nauðsynlegt að vinna nákvæmari greiningar.Málsgrein var bætt í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við Sundabraut. Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina. Annars vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag og hins vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfssemi.„Þarna er svolítið verið að uppreikninga gamlar rannsóknir og greiningar og það er algjörlega nauðsynlegt að okkar mati að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum valkostum, þar á meðal að láta vinna vandaða kostnaðar- og ábatagreiningu og taka sannarlega inn þau áhrif sem þessir tveir kostir myndu hafa á umhverfið.“ Afleiddur kostnaður yrði talsverður. „Minnisblaðið dregur fram ákveðna þætti í því og fram reiknar til dagsins í dag miðað við fast verðlag og það er alveg ljóst að við erum að tala um tugi milljarða í því sambandi.“ Skúli segir það ekki standa upp á stjórnina að taka ákvörðun í þessu máli. „Þetta er auðvitað eitthvað sem á endanum er á borði ríkisins að taka afstöðu til. En það er mikilvægt að okkar sjónarmið komi fram. En við leggjum líka þunga áherslu á það að það sé ekki boðlegt annað en að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum kostum. Og taka þá tillit til alls kostnaðar, bæði beins kostnaðar við framkvæmdirnar en líka þess mikla afleidda kostnaðar sem felst í því að þurfa að kaupa væntanlega upp mjög viðamikil mannvirki sem tengjast hafnarstarfseminni í dag.“
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira