Óvenjumargir greinst með lifrarbólgu C á árinu Birgir Olgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. október 2019 13:29 Margir í hópnum sem um ræðir eru sprautufíklar sem eru ekki að smitast í fyrsta sinn. Vísir/Getty Hópur sprautufíkla fer stækkandi hér á landi og er úrræða þörf að sögn sóttvarnalæknis. Óvenjumargir hafa greinst með lifrarbólgu C það sem af er ári, eða 72. Þar af eru um 22 endursmit einstaklinga sem áður höfðu læknast af sýkingunni. Flestir þeirra smituðu eru íslenskir ríkisborgarar og kynjaskipting nokkuð jöfn. 730 þáðu boð heilbrigðisyfirvalda um meðferð við lifrarbólgu C í upphafi þriggja ára meðferðarátaks árið 2016. Flestir þeirra hreinsuðust af sýkingunni. Í dag er talið að um 60 séu sýktir af lifrarbólgu C. Dregið hefur úr fjölda nýrra tilfella en endursýkingum hefur fjölgað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stóran hluta af þeim sem endursýkjast vera sprautufíkla sem ná ekki að læknast af sinni fíkn. „Þannig að það virðist vera að einstaklingar séu að sýkjast aftur þó það geti verið að þeir hafi læknast af sjúkdómnum þannig að er mjög mikilvægt að geta einblínt svolítið á þann hóp sprautufíkla og reyna að veita þeim betri meðferð en hefur verið gert,“ segir Þórólfur. Sjúkdómurinn smitast aðallega með sprautum og nálum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur„Þá er þetta hópurinn sem þarf að einblína á og reyna að bæta það með því að veita þessu fólki betri nálar og sprautur til þess að það mengist ekki og smitist aftur. Síðan þarf að reyna að lækna þetta fólk af sinni fíkn. Það er það sem þarf að einblína á í dag.“ Meðferðin við lifrarbólgu C er mjög dýr en meðferðarátakið var styrkt af lyfjafyrirtækinu sem framleiðir lyfið. „Þannig að ríkið bar ekki kostnað af lyfjameðferðinni og það var ákveðinn kostnaður sem fólst í því að ná til þessa fólks og rannsaka það. Rannsóknin hefur ekki verið íþyngjandi fyrir íslenska ríkið, en það kemur náttúrulega að því að þetta átak hættir og þá þarf ríkið að bera allan kostnað af því. Kostnaðurinn er umtalsverður við meðferð hvers einstaklings, þó ég geti ekki nefnt neina tölu í því.“ Þórólfur segir hóp sprautufíkla fara stækkandi og úrræða sé þörf. „Þannig að menn þurfa að gefa svolítið í til þess að veita þessum hópi betri þjónustu heldur en hefur verið gert, ef ráða á niðurlögum þessa sjúkdóms,“ segir Þórólfur að lokum. Heilbrigðismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Hópur sprautufíkla fer stækkandi hér á landi og er úrræða þörf að sögn sóttvarnalæknis. Óvenjumargir hafa greinst með lifrarbólgu C það sem af er ári, eða 72. Þar af eru um 22 endursmit einstaklinga sem áður höfðu læknast af sýkingunni. Flestir þeirra smituðu eru íslenskir ríkisborgarar og kynjaskipting nokkuð jöfn. 730 þáðu boð heilbrigðisyfirvalda um meðferð við lifrarbólgu C í upphafi þriggja ára meðferðarátaks árið 2016. Flestir þeirra hreinsuðust af sýkingunni. Í dag er talið að um 60 séu sýktir af lifrarbólgu C. Dregið hefur úr fjölda nýrra tilfella en endursýkingum hefur fjölgað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stóran hluta af þeim sem endursýkjast vera sprautufíkla sem ná ekki að læknast af sinni fíkn. „Þannig að það virðist vera að einstaklingar séu að sýkjast aftur þó það geti verið að þeir hafi læknast af sjúkdómnum þannig að er mjög mikilvægt að geta einblínt svolítið á þann hóp sprautufíkla og reyna að veita þeim betri meðferð en hefur verið gert,“ segir Þórólfur. Sjúkdómurinn smitast aðallega með sprautum og nálum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur„Þá er þetta hópurinn sem þarf að einblína á og reyna að bæta það með því að veita þessu fólki betri nálar og sprautur til þess að það mengist ekki og smitist aftur. Síðan þarf að reyna að lækna þetta fólk af sinni fíkn. Það er það sem þarf að einblína á í dag.“ Meðferðin við lifrarbólgu C er mjög dýr en meðferðarátakið var styrkt af lyfjafyrirtækinu sem framleiðir lyfið. „Þannig að ríkið bar ekki kostnað af lyfjameðferðinni og það var ákveðinn kostnaður sem fólst í því að ná til þessa fólks og rannsaka það. Rannsóknin hefur ekki verið íþyngjandi fyrir íslenska ríkið, en það kemur náttúrulega að því að þetta átak hættir og þá þarf ríkið að bera allan kostnað af því. Kostnaðurinn er umtalsverður við meðferð hvers einstaklings, þó ég geti ekki nefnt neina tölu í því.“ Þórólfur segir hóp sprautufíkla fara stækkandi og úrræða sé þörf. „Þannig að menn þurfa að gefa svolítið í til þess að veita þessum hópi betri þjónustu heldur en hefur verið gert, ef ráða á niðurlögum þessa sjúkdóms,“ segir Þórólfur að lokum.
Heilbrigðismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira