Ung kona myrt af lögreglumanni á heimili hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2019 16:51 Atatiana Jefferson lést fyrir hendi lögreglumanns á heimili hennar. twitter/NAACCP Ung kona lést eftir að lögreglumaður skaut hana til bana í hennar eigin svefnherbergi snemma á laugardagsmorgunn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Atatiana Jefferson, sem var aðeins 28 ára gömul, var búsett í húsi í bænum Fort Worth í Texas ríki í Bandaríkjunum með átta ára gömlum frænda sínum. Lögreglan hafði fengið ábendingu frá áhyggjufullum nágranna Jefferson vegna þess að útidyrnar á húsi hennar voru opnar um nóttina. Lögregluembættið í Fort Worth hefur birt myndskeið úr líkamsmyndavél (e. Body cam) lögreglumannsins sem hleypti skotinu af, þar sem hann sést skjóta hana aðeins örfáum sekúndum eftir að hann kom auga á hana. Þá sést lögreglumaðurinn ganga hringinn í kring um húsið og kanna aðstæður áður en hann sá Jefferson í gegn um svefnherbergisglugga hennar. Eftir að hann krafði hana um að rétta upp hendur skaut hann hana í gegn um gluggann. Lögreglan í Fort Worth sagði í yfirlýsingu að lögreglumaðurinn, sem er hvítur, hafi þótt sér ógnað þegar hann dró fram vopn sitt. Hann var sendur í leyfi sem mun vara á meðan á rannsókn málsins stendur. Atvikið átti sér stað um klukkan 02:30 að staðartíma á aðfaranótt sunnudags. Myndskeiðið sem var birt hefur verið unnið og einhvern hluta þess vantar en lögreglumaðurinn virðist miðað við það ekki hafa tilkynnt að hann væri lögreglumaður áður en hann hleypti skotinu af. Þá sýnir myndskeiðið ekki myndir innan úr húsinu en þar sést þó vopn sem lögreglan segist hafa fundið inni í svefnherberginu. Ekki er ljóst hvort Jefferson hafi haldið á vopninu þegar hún var skotin en það er löglegt fyrir fólk sem er 18 ára eða aldra að ganga með vopn í Texas ríki. Lögreglan segir að lögreglumenn hafi veitt Jefferson skyndihjálp á staðnum en hún dó á vettvangi. Jefferson hafði verið að spila tölvuleiki með litla frænda sínum áður en hún fór að rannsaka hljóð sem hún heyrði fyrir utan gluggann. Þetta segir lögmaður fjölskyldu hennar. Móðir Jefferson hafði stuttu áður orðið mjög veik og Jefferson var því að hjálpa til heima fyrir.UNACCEPTABLE! The acts of yet another “trained” police officer have resulted in the death of #AtatianaJefferson. Gun downed in her own home. If we are not safe to call the police, if we are not safe in our homes, where can we find peace? We demand answers. We demand justice. pic.twitter.com/UZqHQzPyaW — NAACP (@NAACP) October 13, 2019 Samtökin The National Association for The Advancement of Coloured People (NAACP) segir andlát Jefferson „óásættanlegt.“Athugið að myndskeiðið hér að neðan er ekki fyrir viðkvæma. Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Ung kona lést eftir að lögreglumaður skaut hana til bana í hennar eigin svefnherbergi snemma á laugardagsmorgunn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Atatiana Jefferson, sem var aðeins 28 ára gömul, var búsett í húsi í bænum Fort Worth í Texas ríki í Bandaríkjunum með átta ára gömlum frænda sínum. Lögreglan hafði fengið ábendingu frá áhyggjufullum nágranna Jefferson vegna þess að útidyrnar á húsi hennar voru opnar um nóttina. Lögregluembættið í Fort Worth hefur birt myndskeið úr líkamsmyndavél (e. Body cam) lögreglumannsins sem hleypti skotinu af, þar sem hann sést skjóta hana aðeins örfáum sekúndum eftir að hann kom auga á hana. Þá sést lögreglumaðurinn ganga hringinn í kring um húsið og kanna aðstæður áður en hann sá Jefferson í gegn um svefnherbergisglugga hennar. Eftir að hann krafði hana um að rétta upp hendur skaut hann hana í gegn um gluggann. Lögreglan í Fort Worth sagði í yfirlýsingu að lögreglumaðurinn, sem er hvítur, hafi þótt sér ógnað þegar hann dró fram vopn sitt. Hann var sendur í leyfi sem mun vara á meðan á rannsókn málsins stendur. Atvikið átti sér stað um klukkan 02:30 að staðartíma á aðfaranótt sunnudags. Myndskeiðið sem var birt hefur verið unnið og einhvern hluta þess vantar en lögreglumaðurinn virðist miðað við það ekki hafa tilkynnt að hann væri lögreglumaður áður en hann hleypti skotinu af. Þá sýnir myndskeiðið ekki myndir innan úr húsinu en þar sést þó vopn sem lögreglan segist hafa fundið inni í svefnherberginu. Ekki er ljóst hvort Jefferson hafi haldið á vopninu þegar hún var skotin en það er löglegt fyrir fólk sem er 18 ára eða aldra að ganga með vopn í Texas ríki. Lögreglan segir að lögreglumenn hafi veitt Jefferson skyndihjálp á staðnum en hún dó á vettvangi. Jefferson hafði verið að spila tölvuleiki með litla frænda sínum áður en hún fór að rannsaka hljóð sem hún heyrði fyrir utan gluggann. Þetta segir lögmaður fjölskyldu hennar. Móðir Jefferson hafði stuttu áður orðið mjög veik og Jefferson var því að hjálpa til heima fyrir.UNACCEPTABLE! The acts of yet another “trained” police officer have resulted in the death of #AtatianaJefferson. Gun downed in her own home. If we are not safe to call the police, if we are not safe in our homes, where can we find peace? We demand answers. We demand justice. pic.twitter.com/UZqHQzPyaW — NAACP (@NAACP) October 13, 2019 Samtökin The National Association for The Advancement of Coloured People (NAACP) segir andlát Jefferson „óásættanlegt.“Athugið að myndskeiðið hér að neðan er ekki fyrir viðkvæma.
Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira