Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. október 2019 06:30 Angela Merkel og Emmanuel Macron í París í gær. Vísir/Getty Fullkomin ringulreið ríkir nú í Norður-Sýrlandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað í gær að þúsund manna herlið yrði flutt af svæðinu á allra næstu dögum en í raun er um allt herlið Bandaríkjanna á svæðinu að ræða. Bandaríski varnarmálaráðherrann tilkynnti þetta í gær þrátt fyrir að Kúrdar hefðu grátbeðið um aðstoð og embættismenn í Pentagon hefðu undanfarna daga ítrekað fullvissað þá um að Bandaríkin myndu ekki yfirgefa bandamenn sína í baráttunni við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Íslamska ríkið, ISIS, er sagt vera að styrkja stöðu sína á ný en The Guardian greindi frá því í gær að minnst 750 manns með tengsl við hryðjuverkasamtökin hefðu flúið úr fangabúðum á svæðinu frá því að hernaðaraðgerir Tyrkja hófust. Á föstudag bárust fregnir af því að einar búðirnar stæðu í björtu báli en ekki er vitað um örlög þeirra sem þar voru vistaðir. Lítið eftirlit hefur verið haft með fangelsuðum ISIS-liðum undanfarna daga. Hafa kúrdískir fangaverðir ýmist þurft að flýja varðstöður sínar vegna sprengjuregns sem Tyrkir hafa beint að fangelsunum eða kosið að yfirgefa þær til að verjast landhernaði Tyrkja. Fangabúðir eru því óvarðar að mestu og eru hryðjuverkasamtökin sögð njóta þeirrar ringulreiðar sem ríkir á svæðinu. Hernaður Tyrkja á svæðinu fer enn harðnandi. Á þriðja tug almennra borgara týndu lífi í gær og talið er að um 60 almennir borgarar hafi farist frá því að hernaðaraðgerðir Tyrkja á svæðinu hófust í síðustu viku. Reuters-fréttastofan greindi frá því í gær að Rússar hefðu haft milligöngu um viðræður sýrlenskra stjórnvalda og Sýrlenska lýðveldishersins SDF sem Kúrdar leiða. Rússar hafa verið helstu bandamenn al-Assad Sýrlandsforseta. Heimildarmaður tengdur sýrlenskum stjórnvöldum sagði að viðræðurnar, sem fram færu í Damaskus, hefðu bæði farið fram fyrir og eftir síðustu hernaðaraðgerðir Tyrkja. Þótt Donald Trump sæti áfram mikilli og þverpólitískri gagnrýni heima fyrir vegna ákvörðunar sinnar um að kalla herliðið heim hafa þjóðarleiðtogar í Evrópu ekki gagnrýnt Bandaríkjastjórn opinberlega og beina gagnrýni sinni að Tyrkjum einum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fordæmdu hernað Tyrkja á sameiginlegum fundi með blaðamönnum í París í gær. Lýstu þau bæði áhyggjum af uppgangi Íslanska ríkisins í Sýrlandi á ný og alvarlegum afleiðingum sem ófriðurinn gæti haft í Evrópu. Bandaríska dagblaðið The Washington Post vísaði sérstaklega til þess í umfjöllun um fundinn að leiðtogarnir hefðu ekki beint gagnrýni sinni að Bandaríkjastjórn líkt og heimamenn sjálfir gerðu og létu nægja að fordæma Tyrki. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræðir átökin í Sýrlandi á fundi utanríkismálanefndar í dag en líkt og Merkel og Macron hefur hann lagt áherslu á að um einhliða aðgerð Tyrkja sé að ræða og hefur ekki viljað beina gagnrýni að Bandaríkjastjórn opinberlega. Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Sjá meira
Fullkomin ringulreið ríkir nú í Norður-Sýrlandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað í gær að þúsund manna herlið yrði flutt af svæðinu á allra næstu dögum en í raun er um allt herlið Bandaríkjanna á svæðinu að ræða. Bandaríski varnarmálaráðherrann tilkynnti þetta í gær þrátt fyrir að Kúrdar hefðu grátbeðið um aðstoð og embættismenn í Pentagon hefðu undanfarna daga ítrekað fullvissað þá um að Bandaríkin myndu ekki yfirgefa bandamenn sína í baráttunni við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Íslamska ríkið, ISIS, er sagt vera að styrkja stöðu sína á ný en The Guardian greindi frá því í gær að minnst 750 manns með tengsl við hryðjuverkasamtökin hefðu flúið úr fangabúðum á svæðinu frá því að hernaðaraðgerir Tyrkja hófust. Á föstudag bárust fregnir af því að einar búðirnar stæðu í björtu báli en ekki er vitað um örlög þeirra sem þar voru vistaðir. Lítið eftirlit hefur verið haft með fangelsuðum ISIS-liðum undanfarna daga. Hafa kúrdískir fangaverðir ýmist þurft að flýja varðstöður sínar vegna sprengjuregns sem Tyrkir hafa beint að fangelsunum eða kosið að yfirgefa þær til að verjast landhernaði Tyrkja. Fangabúðir eru því óvarðar að mestu og eru hryðjuverkasamtökin sögð njóta þeirrar ringulreiðar sem ríkir á svæðinu. Hernaður Tyrkja á svæðinu fer enn harðnandi. Á þriðja tug almennra borgara týndu lífi í gær og talið er að um 60 almennir borgarar hafi farist frá því að hernaðaraðgerðir Tyrkja á svæðinu hófust í síðustu viku. Reuters-fréttastofan greindi frá því í gær að Rússar hefðu haft milligöngu um viðræður sýrlenskra stjórnvalda og Sýrlenska lýðveldishersins SDF sem Kúrdar leiða. Rússar hafa verið helstu bandamenn al-Assad Sýrlandsforseta. Heimildarmaður tengdur sýrlenskum stjórnvöldum sagði að viðræðurnar, sem fram færu í Damaskus, hefðu bæði farið fram fyrir og eftir síðustu hernaðaraðgerðir Tyrkja. Þótt Donald Trump sæti áfram mikilli og þverpólitískri gagnrýni heima fyrir vegna ákvörðunar sinnar um að kalla herliðið heim hafa þjóðarleiðtogar í Evrópu ekki gagnrýnt Bandaríkjastjórn opinberlega og beina gagnrýni sinni að Tyrkjum einum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fordæmdu hernað Tyrkja á sameiginlegum fundi með blaðamönnum í París í gær. Lýstu þau bæði áhyggjum af uppgangi Íslanska ríkisins í Sýrlandi á ný og alvarlegum afleiðingum sem ófriðurinn gæti haft í Evrópu. Bandaríska dagblaðið The Washington Post vísaði sérstaklega til þess í umfjöllun um fundinn að leiðtogarnir hefðu ekki beint gagnrýni sinni að Bandaríkjastjórn líkt og heimamenn sjálfir gerðu og létu nægja að fordæma Tyrki. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræðir átökin í Sýrlandi á fundi utanríkismálanefndar í dag en líkt og Merkel og Macron hefur hann lagt áherslu á að um einhliða aðgerð Tyrkja sé að ræða og hefur ekki viljað beina gagnrýni að Bandaríkjastjórn opinberlega.
Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Sjá meira
Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífi Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum leiða nú árásir inn í sýrlenskar landamæraborgir og bæi með landvinninga fyrir augum. Einn slíkur hópur tók í gær níu almenna borgara af lífi, en meðal þeirra var kúrdísk stjórnmálakona. 13. október 2019 09:03
Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48
Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45
Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55
Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11