Hluthafar vottunarstofunnar Vottun hf. hafa selt hana starfsmönnum fyrirtækisins. Talsverð vandræði hafa verið á rekstri fyrirtækisins en það missti faggildingu sína um tíma fyrir tæpu ári.
Samtök iðnaðarins voru stærsti eigandi Vottunar hf. en að auki voru Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök fjármálafyrirtækja í eigendahópnum. Þá voru einnig gamlar afturgöngur hrunsins í hluthafahópnum, Alfesca og Burðarás.
Fyrirtækið Vottun hf. var stofnað árið 1991 og hefur aðalstarfsemi þess verið vottun stjórnunarkerfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. Á grundvelli faggildingar frá Einkaleyfastofu um þá vottun fékk fyrirtækið undanþágu til þess að veita fyrirtækjum jafnlaunavottun í samræmi við lög þar um. Hóf Vottun þegar að gera samninga við fyrirtæki og stofnanir um slíkar úttektir og ljóst var að um verðmætan markað gæti verið að ræða.
Fyrirtækið hefur átt í talsverðum viðskiptum við hið opinbera en á síðustu mánuðum hafa utanríkismálaráðuneytið, mennta og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið og dómsmálaráðuneytið hlotið staðfestingu á jafnlaunavottun sinni frá Vottun.
Rekstur Vottunar hf. hefur ekki verið umsvifamikill undanfarin ár og fyrirtækið hefur verið rekið með tapi ár eftir ár. Þá hafa afskipti eigenda verið lítil sem engin. Þeir vöknuðu síðan upp við vondan draum þegar greint var frá því í fjölmiðlum í nóvember 2018 að Vottun hf. hefði misst faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu. Það var afar pínleg niðurstaða fyrir fyrirtæki sem hafði það verkefni að leggja dóm á framkvæmd annarra fyrirtækja með vottun að missa sína eigin vottun.
Rétt er þó að taka fram að nokkrum mánuðum síðar fékk Vottun hf. faggildingu sína aftur viðurkennda og því var aftur kominn grundvöllur fyrir starfseminni.
Talsverð ókyrrð myndaðist í hópi hluthafa enda komu tíðindin um faggildingarmissinn þeim í opna skjöldu. Kom vilji þeirra til þess að losa sig við vandræðabarnið fljótlega í ljós og það á mjög lágu verði.
Niðurstaðan varð sú að selja starfsmönnum Vottunar hf. fyrirtækið. Í þeim hópi eru Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Davíð Lúðvíksson úttektarstjóri sem áður var starfsmaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Vottunar.
SI losa sig við vottunarstofu
Björn Þorfinnsson skrifar

Mest lesið

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum
Viðskipti innlent


Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista
Viðskipti innlent

Um forvitna yfirmanninn
Atvinnulíf

Kaffi heldur áfram að hækka í verði
Neytendur

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Forstjóri X hættir óvænt
Viðskipti erlent

Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum
Viðskipti innlent

„Ávísun á ánægjuleg viðskipti“
Samstarf