Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 14. október 2019 08:51 Xi Jingping, forseti Kína. AP/Bikash Dware Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. Í ræðu sem hann hélt í opinberri heimsókn til Nepal sagði hann að allar slíkar tilraunir muni enda með því að „líkamar verði kramdir og bein mulin,“ eins og hann orðaði það. Greint var frá ræðunni á kínverska ríkismiðlinum CCTV og mun hann hafa sagt þetta á fundi sínum og KP Sharma Oli, forsætisráðherra Nepal. Forsetinn nefndi ekkert eitt svæði í ræðu sinni en almennt er talið að hann hafi verið að beina orðum sínum að mótmælendum í Hong Kong sem hafa farið mikinn síðustu vikur og mánuði. Hong Kong er sjálfstjórnarhérað í Kína en íbúar þar hafa undanfarið krafist meira frelsis frá meginlandinu. Forsetinn hefur enn sem komið er lítið sem ekkert tjáð sig um mótmælin í Hong Kong og því er litið á ummælin sem sterka viðvörun um að Kínversk stjórnvöld ætli ekki að sitja aðgerðarlaus hjá mikið lengur, heldur láta til skarar skríða gegn mótmælendunum. Mótmælendur hafa lengi óttast að hermenn verði sendir gegn þeim til viðbótar við lögreglu. Samkvæmt BBC telja greinendur það hins vegar ólíklegt.Stjórnvöld vestrænna ríkja hafa gagnrýnt yfirvöld Kína fyrir aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum. Sky News vitnar til dæmis í Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sem sagði að Bretar myndu ekki líta undan á meðan verið væri að berja mótmælendur. Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagt að erfitt verði að semja við Kínverja vegna viðskipta, ef „eitthvað slæmt“ gerist varðandi mótmælin.Sjá einnig: Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í XinjiangMótmælin í Hong Kong hafa staðið yfir frá því í júní. Minnst 2.300 hafa verið handteknir en átök á milli mótmælenda og lögreglu hafa verið að aukast. Lögreglan hefur verið sökuð um að lumbra á mótmælendum og hefur minnst einn verið skotinn. Þá hafa mótmælendur veist að lögreglu og kastað bensínsprengjum, svo eitthvað sé nefnt. Hong Kong Kína Nepal Tengdar fréttir Varaði við því að herinn gæti gripið í taumana Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, varaði við því í morgun að kínverski herinn gæti blandað sér í leikinn ef mótmælin í borginni aukast enn frekar. 8. október 2019 07:16 Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55 Minntust fallinna félaga í Hong Kong Aukinn skriðþungi virðist kominn í bæði mótmælin og aðgerðir lögreglu. 7. október 2019 18:45 Ráðist á opinberar byggingar og verslanir í Hong Kong Óeirðir voru á götum Hong Kong fyrr í dag þar sem fjöldi fólks kom saman til að mótmæla yfirvöldum. 6. október 2019 17:31 Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15 Yfirvöld Hong Kong banna grímur Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum. 4. október 2019 08:28 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. Í ræðu sem hann hélt í opinberri heimsókn til Nepal sagði hann að allar slíkar tilraunir muni enda með því að „líkamar verði kramdir og bein mulin,“ eins og hann orðaði það. Greint var frá ræðunni á kínverska ríkismiðlinum CCTV og mun hann hafa sagt þetta á fundi sínum og KP Sharma Oli, forsætisráðherra Nepal. Forsetinn nefndi ekkert eitt svæði í ræðu sinni en almennt er talið að hann hafi verið að beina orðum sínum að mótmælendum í Hong Kong sem hafa farið mikinn síðustu vikur og mánuði. Hong Kong er sjálfstjórnarhérað í Kína en íbúar þar hafa undanfarið krafist meira frelsis frá meginlandinu. Forsetinn hefur enn sem komið er lítið sem ekkert tjáð sig um mótmælin í Hong Kong og því er litið á ummælin sem sterka viðvörun um að Kínversk stjórnvöld ætli ekki að sitja aðgerðarlaus hjá mikið lengur, heldur láta til skarar skríða gegn mótmælendunum. Mótmælendur hafa lengi óttast að hermenn verði sendir gegn þeim til viðbótar við lögreglu. Samkvæmt BBC telja greinendur það hins vegar ólíklegt.Stjórnvöld vestrænna ríkja hafa gagnrýnt yfirvöld Kína fyrir aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum. Sky News vitnar til dæmis í Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sem sagði að Bretar myndu ekki líta undan á meðan verið væri að berja mótmælendur. Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagt að erfitt verði að semja við Kínverja vegna viðskipta, ef „eitthvað slæmt“ gerist varðandi mótmælin.Sjá einnig: Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í XinjiangMótmælin í Hong Kong hafa staðið yfir frá því í júní. Minnst 2.300 hafa verið handteknir en átök á milli mótmælenda og lögreglu hafa verið að aukast. Lögreglan hefur verið sökuð um að lumbra á mótmælendum og hefur minnst einn verið skotinn. Þá hafa mótmælendur veist að lögreglu og kastað bensínsprengjum, svo eitthvað sé nefnt.
Hong Kong Kína Nepal Tengdar fréttir Varaði við því að herinn gæti gripið í taumana Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, varaði við því í morgun að kínverski herinn gæti blandað sér í leikinn ef mótmælin í borginni aukast enn frekar. 8. október 2019 07:16 Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55 Minntust fallinna félaga í Hong Kong Aukinn skriðþungi virðist kominn í bæði mótmælin og aðgerðir lögreglu. 7. október 2019 18:45 Ráðist á opinberar byggingar og verslanir í Hong Kong Óeirðir voru á götum Hong Kong fyrr í dag þar sem fjöldi fólks kom saman til að mótmæla yfirvöldum. 6. október 2019 17:31 Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15 Yfirvöld Hong Kong banna grímur Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum. 4. október 2019 08:28 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Varaði við því að herinn gæti gripið í taumana Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, varaði við því í morgun að kínverski herinn gæti blandað sér í leikinn ef mótmælin í borginni aukast enn frekar. 8. október 2019 07:16
Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árás Hinn 18 ára gamli Tsang Chi-kin var skotinn af lögregluþjóni og er sagður í stöðugu ástandi eftir skurðaðgerð. 3. október 2019 08:55
Minntust fallinna félaga í Hong Kong Aukinn skriðþungi virðist kominn í bæði mótmælin og aðgerðir lögreglu. 7. október 2019 18:45
Ráðist á opinberar byggingar og verslanir í Hong Kong Óeirðir voru á götum Hong Kong fyrr í dag þar sem fjöldi fólks kom saman til að mótmæla yfirvöldum. 6. október 2019 17:31
Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15
Yfirvöld Hong Kong banna grímur Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum. 4. október 2019 08:28