Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. október 2019 06:45 Liðsmenn Frelsum Sýrland, sem njóta stuðnings Tyrkja, stefna á borgina Tal Abyad í gær. Nordicphotos/Getty Hersveitir Sýrlands halda nú norður á bóginn að landamærunum til þess að stöðva framgang Tyrkja og sýrlenskra málaliða. Á sunnudag höfðu Rússar milligöngu um samning á milli Kúrda í Rojava og Bashar al-Assad Sýrlandsforseta um aðstoð í borgunum Manbij og Kobani, í vesturhluta Rojava. Racip Erdogan Tyrklandsforseti sagði að það gæti komið til átaka við Sýrlandsher ef hann reyndi að koma í veg fyrir innrásina og að málaliðarnir væru þegar byrjaðir að undirbúa að ná Manbij á sitt vald. Samkomulag Kúrda og al-Assad nær aðeins til vesturhluta landamæranna og sambandið er mjög stirt. Óstaðfestar fregnir herma að Sýrlandsher og Kúrdum hafi lent saman nálægt Qamishli, í austurhlutanum. Væri því sú skrýtna staða komin upp að Sýrlendingar og Kúrdar berðust saman í vestrinu en hverjir gegn öðrum í austrinu. Aðeins 300 kílómetrar skilja þessi átakasvæði að. Mannfall í stríðinu hefur vaxið dag frá degi og hafa nú nokkur hundruð farist, að mestu leyti Kúrdar. Tugir Sýrlendinga hafa fallið en aðeins örfáir Tyrkir. Þá eykst flóttamannastraumurinn hratt og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa 130 þúsund manns flúið heimili sín. Í upphafi innrásarinnar var meginþunginn á borgirnar Ras al-Ain og Tal Abyad á miðjum landamærunum. Erdogan tilkynnti á sunnudag að Tyrklandsher hefði náð þeirri fyrrnefndu á sitt vald og að sýrlenskir málaliðar hefðu tekið þá síðarnefndu. Kúrdar eru þegar byrjaðir að sleppa fólki lausu úr ISIS-fangabúðum eins og þeir hafa hótað og Vesturlönd hafa óttast. Í Ain Issa hefur um þúsund fjölskyldumeðlimum ISIS-liða verið sleppt úr haldi og búist er við að fleirum verði sleppt á næstunni. „Hverjum er ekki sama um að vakta fanga? Aðrir mega koma og finna lausn á þessu,“ sagði Redur Xelil, hjá SDF, landstjórn Kúrda í Rojava. Ítrekaði hann að Kúrdar hefðu varað við því að þetta gæti gerst ef Bandaríkjamenn yfirgæfu svæðið. ISIS hafa þegar lýst yfir ábyrgð á bílasprengjum á svæðinu og segja nýja uppreisn samtakanna hafna. Um helgina samþykkti Salman, konungur Sádi-Arabíu, að auka við bandarískt herlið í landinu um 3.000 manns en ástæða þess eru árásir frá Jemen á Saudi Aramco olíuvinnslustöðvarnar. Þetta vekur athygli þar sem Donald Trump hefur heitið því að fækka bandarískum hermönnum í Miðausturlöndum og brotthvarfið frá Rojava var liður í því. Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17 Telur ekki tilefni til að endurskoða aðild að NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. 14. október 2019 15:37 Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Sjá meira
Hersveitir Sýrlands halda nú norður á bóginn að landamærunum til þess að stöðva framgang Tyrkja og sýrlenskra málaliða. Á sunnudag höfðu Rússar milligöngu um samning á milli Kúrda í Rojava og Bashar al-Assad Sýrlandsforseta um aðstoð í borgunum Manbij og Kobani, í vesturhluta Rojava. Racip Erdogan Tyrklandsforseti sagði að það gæti komið til átaka við Sýrlandsher ef hann reyndi að koma í veg fyrir innrásina og að málaliðarnir væru þegar byrjaðir að undirbúa að ná Manbij á sitt vald. Samkomulag Kúrda og al-Assad nær aðeins til vesturhluta landamæranna og sambandið er mjög stirt. Óstaðfestar fregnir herma að Sýrlandsher og Kúrdum hafi lent saman nálægt Qamishli, í austurhlutanum. Væri því sú skrýtna staða komin upp að Sýrlendingar og Kúrdar berðust saman í vestrinu en hverjir gegn öðrum í austrinu. Aðeins 300 kílómetrar skilja þessi átakasvæði að. Mannfall í stríðinu hefur vaxið dag frá degi og hafa nú nokkur hundruð farist, að mestu leyti Kúrdar. Tugir Sýrlendinga hafa fallið en aðeins örfáir Tyrkir. Þá eykst flóttamannastraumurinn hratt og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa 130 þúsund manns flúið heimili sín. Í upphafi innrásarinnar var meginþunginn á borgirnar Ras al-Ain og Tal Abyad á miðjum landamærunum. Erdogan tilkynnti á sunnudag að Tyrklandsher hefði náð þeirri fyrrnefndu á sitt vald og að sýrlenskir málaliðar hefðu tekið þá síðarnefndu. Kúrdar eru þegar byrjaðir að sleppa fólki lausu úr ISIS-fangabúðum eins og þeir hafa hótað og Vesturlönd hafa óttast. Í Ain Issa hefur um þúsund fjölskyldumeðlimum ISIS-liða verið sleppt úr haldi og búist er við að fleirum verði sleppt á næstunni. „Hverjum er ekki sama um að vakta fanga? Aðrir mega koma og finna lausn á þessu,“ sagði Redur Xelil, hjá SDF, landstjórn Kúrda í Rojava. Ítrekaði hann að Kúrdar hefðu varað við því að þetta gæti gerst ef Bandaríkjamenn yfirgæfu svæðið. ISIS hafa þegar lýst yfir ábyrgð á bílasprengjum á svæðinu og segja nýja uppreisn samtakanna hafna. Um helgina samþykkti Salman, konungur Sádi-Arabíu, að auka við bandarískt herlið í landinu um 3.000 manns en ástæða þess eru árásir frá Jemen á Saudi Aramco olíuvinnslustöðvarnar. Þetta vekur athygli þar sem Donald Trump hefur heitið því að fækka bandarískum hermönnum í Miðausturlöndum og brotthvarfið frá Rojava var liður í því.
Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17 Telur ekki tilefni til að endurskoða aðild að NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. 14. október 2019 15:37 Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Sjá meira
Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17
Telur ekki tilefni til að endurskoða aðild að NATO Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. 14. október 2019 15:37
Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05