Bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir afkomuviðvörun Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2019 12:36 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. arion banki Bankastjóri Arion banka segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. Undirliggjandi rekstur bankans sé sterkur þótt afkoma ársins verði eflaust langt frá markmiðum. Í áhættuviðvörun sem Arion banki sendi Kauphöllinni í gærkvöldi segir að neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nemi um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þrír þættir eru sérstaklega sagðir skýra tapið nú. Lágt sílikonverð á heimsmarkaði leiði til þess að Arion niðurfæri eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélags banks um sílikonverksmiðju í Helguvík um 1,5 milljarða. Þá eru eignir bankans í TravelCo færðar niður um 600 milljónir og vegna taps á starfsemi Valitor sé eign bankans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu lækkaðar um 900 milljónir. Benedikt Gíslason bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir þetta. „Eins og kemur fram í tilkynningunni hafa ytri þættir þróast með óhagstæðum hætti. Sem veldur því að við þurfum að endurmeta verðmat eignanna. Þetta er hins vegar breyting sem nemur einu og hálfu prósenti af eiginfé bankans og ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Benedikt. Með þessari tilkynningu til Kauphallarinnar sé einungis verið að upplýsa um þennan eina lið í rekstrarreikningi bankans og varði eignir í sölumeðferð. „Við sáum enga ástæðu til að gefa út yfirlýsingar um undirliggjandi rekstur bankans.“Það þekkja allir þá erfiðleika sem sílikonverksmiðjan hefur gengið í gegn um. Sjáið þið fram á að geta selt hana á þessu ári?„Mér finnst það nú ólíklegt. Við erum enn að undirbúa söluferli og því miður er umhverfið mjög óhagstætt. Það er lágt verð á þeirri vöru sem verksmiðjan væri að framleiða,“ segir Benedikt. Þá sé búið að bókfæra annað tap eins og vegna gjaldþrots WOW Air.Þegar þið gerið upp árið, ertu bjartsýnn á að bankinn skili góðri niðurstöðu? „Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur. Þótt árið verði eflaust ekkert sérstakt og kannski langt frá okkar markmiðum þá horfum við björt fram á við. Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur,“ segir Benedikt Gíslason. Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Bankastjóri Arion banka segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. Undirliggjandi rekstur bankans sé sterkur þótt afkoma ársins verði eflaust langt frá markmiðum. Í áhættuviðvörun sem Arion banki sendi Kauphöllinni í gærkvöldi segir að neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nemi um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þrír þættir eru sérstaklega sagðir skýra tapið nú. Lágt sílikonverð á heimsmarkaði leiði til þess að Arion niðurfæri eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélags banks um sílikonverksmiðju í Helguvík um 1,5 milljarða. Þá eru eignir bankans í TravelCo færðar niður um 600 milljónir og vegna taps á starfsemi Valitor sé eign bankans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu lækkaðar um 900 milljónir. Benedikt Gíslason bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir þetta. „Eins og kemur fram í tilkynningunni hafa ytri þættir þróast með óhagstæðum hætti. Sem veldur því að við þurfum að endurmeta verðmat eignanna. Þetta er hins vegar breyting sem nemur einu og hálfu prósenti af eiginfé bankans og ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Benedikt. Með þessari tilkynningu til Kauphallarinnar sé einungis verið að upplýsa um þennan eina lið í rekstrarreikningi bankans og varði eignir í sölumeðferð. „Við sáum enga ástæðu til að gefa út yfirlýsingar um undirliggjandi rekstur bankans.“Það þekkja allir þá erfiðleika sem sílikonverksmiðjan hefur gengið í gegn um. Sjáið þið fram á að geta selt hana á þessu ári?„Mér finnst það nú ólíklegt. Við erum enn að undirbúa söluferli og því miður er umhverfið mjög óhagstætt. Það er lágt verð á þeirri vöru sem verksmiðjan væri að framleiða,“ segir Benedikt. Þá sé búið að bókfæra annað tap eins og vegna gjaldþrots WOW Air.Þegar þið gerið upp árið, ertu bjartsýnn á að bankinn skili góðri niðurstöðu? „Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur. Þótt árið verði eflaust ekkert sérstakt og kannski langt frá okkar markmiðum þá horfum við björt fram á við. Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur,“ segir Benedikt Gíslason.
Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent