Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2019 19:00 Herdís Gunnarsdóttir er settur forstjóri Reykjalundar en hún byrjaði sem framkvæmdarstjóri endurhæfingar við stofnunina fyrir hálfum mánuði. Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. Starfsmannafundur var haldinn á Reykjalundi í hádeginu í dag þar sem tilkynnt var um nýja stjórnendur stofnunarinnar. Fundurinn var haldinn í skugga vantrausts sem um hundrað starfsmenn lýstu vantrausti á stjórn stofnunarinnar í síðustu viku eftir að forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga var fyrirvaralaust sagt upp.Þurfti að hugsa sig vel um Herdís Gunnarssdóttir settur forstjóri segist hafa hugsað sig vel um þegar henni bauðst að taka starfið að sér en aðeins tvær vikur eru síðan hún tók við sem framkvæmdastjóri endurhæfingar. „Þetta er auðvitað mjög flókin staða og ég var mjög hugi um hvort ég ætti að taka þetta að mér og í raun ákvað ég ekki að gera það fyrr en mjög seint í gærkvöldi og þá mér tímabundið. Ég setti fram kröfur um að áheyrnafulltrúi SÍBS viki af fundum framkvæmdastjórnar og að staða forstjóra yrði auglýst sem fyrst. Þá er mikilvægt að átta sig á því að það þarf að vera starfhæf framkvæmdarstjóri við Reykjalund til að hægt sé að semja við Sjúkratryggingar Íslands og það er líka forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt um næstu mánaðarmót,“ segir Herdís. Ólafur Þór Ævarsson er nýr framkvæmdastjóri lækninga við Reykjalund, Hann hlakkar til að starfa þar,Einn umsækjandi um stöðu framkvæmdastjóra lækninga Staða framkvæmdastjóra lækninga var auglýst í sumar og sótti Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir um stöðuna og var ráðinn í dag. Hann hefði viljað sjá fleiri umsækjendur. „Ég túlka það einhvern veginn þannig að menn hafi verið að mótmæla eða ekki haft hug á að sækja um starfið. Ég tel að það hafi verið mistök því ég hefði viljað keppa við þá hæfu menn sem eru starfandi hér. Landlæknir mati mig hæfan í stöðuna og það hefði verið óþægilegt ef það hefði verið einhver vafi á því en ég hef unnið mikið í endurhæfingu sem geðlæknir,“ segir Ólafur. Hann segist lengi hafa dreymt um að starfa á Reykjalundi pg skilji vel reiði starfsfólks. „Ég skil að það er mikil vanlíðan í húsinu og ég held að það geti verið kostur að fá einhvern utanfrá eins og mig. Ég vil reyna að skilja hvernig hægt er að vinna úr reiðinni svo að hlutirnir fari í góðan farveg. Ég þekki til starfseminnar og veit hvað það er merkilegt starf unnið hérna, ég brenn fyrir því og hlakka til að starfa hér“ segir Ólafur. Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS segir að margt hefði mátt fara öðruvísi þegar tveimur stjórnendum var sagt upp á Reykjalundi.VísirSveinn Guðmundsson stjórnarformaður SÍBS segist hafa skilning á ólgu meðal starfsmanna „Ég hef ekkert um það að segja en ég skil reiðina og undirtóninn og allt og get ekkert gert meira,“ segir Sveinn. Sveinn segir að kannski hefði mátt fara öðruvísi að í uppsögnunum. „Ég get ekki sagt hvernig þær báru að það er bara trúnaðarmál, auðvitað getur margt hafa mátt hafa farið öðruvísi,“ segir Sveinn. Heilbrigðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. Starfsmannafundur var haldinn á Reykjalundi í hádeginu í dag þar sem tilkynnt var um nýja stjórnendur stofnunarinnar. Fundurinn var haldinn í skugga vantrausts sem um hundrað starfsmenn lýstu vantrausti á stjórn stofnunarinnar í síðustu viku eftir að forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga var fyrirvaralaust sagt upp.Þurfti að hugsa sig vel um Herdís Gunnarssdóttir settur forstjóri segist hafa hugsað sig vel um þegar henni bauðst að taka starfið að sér en aðeins tvær vikur eru síðan hún tók við sem framkvæmdastjóri endurhæfingar. „Þetta er auðvitað mjög flókin staða og ég var mjög hugi um hvort ég ætti að taka þetta að mér og í raun ákvað ég ekki að gera það fyrr en mjög seint í gærkvöldi og þá mér tímabundið. Ég setti fram kröfur um að áheyrnafulltrúi SÍBS viki af fundum framkvæmdastjórnar og að staða forstjóra yrði auglýst sem fyrst. Þá er mikilvægt að átta sig á því að það þarf að vera starfhæf framkvæmdarstjóri við Reykjalund til að hægt sé að semja við Sjúkratryggingar Íslands og það er líka forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt um næstu mánaðarmót,“ segir Herdís. Ólafur Þór Ævarsson er nýr framkvæmdastjóri lækninga við Reykjalund, Hann hlakkar til að starfa þar,Einn umsækjandi um stöðu framkvæmdastjóra lækninga Staða framkvæmdastjóra lækninga var auglýst í sumar og sótti Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir um stöðuna og var ráðinn í dag. Hann hefði viljað sjá fleiri umsækjendur. „Ég túlka það einhvern veginn þannig að menn hafi verið að mótmæla eða ekki haft hug á að sækja um starfið. Ég tel að það hafi verið mistök því ég hefði viljað keppa við þá hæfu menn sem eru starfandi hér. Landlæknir mati mig hæfan í stöðuna og það hefði verið óþægilegt ef það hefði verið einhver vafi á því en ég hef unnið mikið í endurhæfingu sem geðlæknir,“ segir Ólafur. Hann segist lengi hafa dreymt um að starfa á Reykjalundi pg skilji vel reiði starfsfólks. „Ég skil að það er mikil vanlíðan í húsinu og ég held að það geti verið kostur að fá einhvern utanfrá eins og mig. Ég vil reyna að skilja hvernig hægt er að vinna úr reiðinni svo að hlutirnir fari í góðan farveg. Ég þekki til starfseminnar og veit hvað það er merkilegt starf unnið hérna, ég brenn fyrir því og hlakka til að starfa hér“ segir Ólafur. Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS segir að margt hefði mátt fara öðruvísi þegar tveimur stjórnendum var sagt upp á Reykjalundi.VísirSveinn Guðmundsson stjórnarformaður SÍBS segist hafa skilning á ólgu meðal starfsmanna „Ég hef ekkert um það að segja en ég skil reiðina og undirtóninn og allt og get ekkert gert meira,“ segir Sveinn. Sveinn segir að kannski hefði mátt fara öðruvísi að í uppsögnunum. „Ég get ekki sagt hvernig þær báru að það er bara trúnaðarmál, auðvitað getur margt hafa mátt hafa farið öðruvísi,“ segir Sveinn.
Heilbrigðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira