Segir innrás Tyrkja beint gegn hryðjuverkamönnum Kúrda Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. október 2019 06:30 Mevlut Cavusoglu segir Tyrki gera meira í flóttamannamálum en aðrir. Tyrkland er með hæstu útgjöld til mannúðarmála í heiminum og hýsir flesta flóttamenn á heimsvísu. Nordicphotos/Getty Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. „Tyrkland hóf aðgerðina til þess að tryggja þjóðaröryggi sitt með því að aflétta þeirri hættu sem stafaði af hryðjuverkamönnum með fram landamærasvæðum landsins. Aðgerð þessi mun frelsa Sýrlendinga sem þar búa úr ánauð hryðjuverkasamtaka og uppræta þá ógn sem vofir yfir friðhelgi yfirráðasvæðis Sýrlands og stjórnmálalegri heild landsins,“ segir Cavusoglu í greininni. Hafnar hann því alfarið að innrásinni sé beint gegn Kúrdum sem slíkum og einnig að hún dragi tennurnar úr baráttunni gegn ISIS. Segir hann ranga mynd hafa verið dregna upp af innrásinni. „Við höfum ítrekað lagt fram tillögu um að komið verði upp öruggu svæði, þ.m.t. á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Við höfum hvatt Bandaríkin til að hætta að veita hermdarverkamönnum efnislegan stuðning. En bandaríska skrifstofuveldið í öryggismálum gat ekki komið sér til að losa sig við þann hóp sem þekktur er með skammstöfuninni P.Y.D./Y.P.G., þ.e. Lýðræðissambandsflokkur Kúrda/Verndarsveitir alþýðunnar.“ Líkt og Recep Erdogan forseti segir Cavusoglu að P.Y.D/Y.P.G. hafi tengsl við Verkamannaflokk Kúrda, sem skilgreindur er sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi, og smygli sprengiefnum undir landamærin í gegnum jarðgöng. Kúrdar, Arabar og kristnir verði betur settir þegar Tyrkjaher frelsi þá undan oki samtakanna. Þá segir Cavusoglu að Tyrkir veiti miklum fjölda flóttamanna athvarf, þar á meðal 300 þúsund Kúrdum. „Tyrkland er með hæstu útgjöld til mannúðarmála í heiminum og hýsir flesta flóttamenn á heimsvísu,“ segir hann. Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45 Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27 Læknar án landamæra flýja undan innrás Tyrklands Hjálparstarfsmenn Læknar án landamæra ætla að yfirgefa norðausturhluta Sýrlands. Sú ákvörðun hefur verið tekin að stöðva nánast alla starfsemi samtakanna á svæðinu þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna samtakanna vegna innrásar Tyrkja. 15. október 2019 16:49 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. „Tyrkland hóf aðgerðina til þess að tryggja þjóðaröryggi sitt með því að aflétta þeirri hættu sem stafaði af hryðjuverkamönnum með fram landamærasvæðum landsins. Aðgerð þessi mun frelsa Sýrlendinga sem þar búa úr ánauð hryðjuverkasamtaka og uppræta þá ógn sem vofir yfir friðhelgi yfirráðasvæðis Sýrlands og stjórnmálalegri heild landsins,“ segir Cavusoglu í greininni. Hafnar hann því alfarið að innrásinni sé beint gegn Kúrdum sem slíkum og einnig að hún dragi tennurnar úr baráttunni gegn ISIS. Segir hann ranga mynd hafa verið dregna upp af innrásinni. „Við höfum ítrekað lagt fram tillögu um að komið verði upp öruggu svæði, þ.m.t. á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Við höfum hvatt Bandaríkin til að hætta að veita hermdarverkamönnum efnislegan stuðning. En bandaríska skrifstofuveldið í öryggismálum gat ekki komið sér til að losa sig við þann hóp sem þekktur er með skammstöfuninni P.Y.D./Y.P.G., þ.e. Lýðræðissambandsflokkur Kúrda/Verndarsveitir alþýðunnar.“ Líkt og Recep Erdogan forseti segir Cavusoglu að P.Y.D/Y.P.G. hafi tengsl við Verkamannaflokk Kúrda, sem skilgreindur er sem hryðjuverkasamtök í Tyrklandi, og smygli sprengiefnum undir landamærin í gegnum jarðgöng. Kúrdar, Arabar og kristnir verði betur settir þegar Tyrkjaher frelsi þá undan oki samtakanna. Þá segir Cavusoglu að Tyrkir veiti miklum fjölda flóttamanna athvarf, þar á meðal 300 þúsund Kúrdum. „Tyrkland er með hæstu útgjöld til mannúðarmála í heiminum og hýsir flesta flóttamenn á heimsvísu,“ segir hann.
Átök Kúrda og Tyrkja Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45 Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27 Læknar án landamæra flýja undan innrás Tyrklands Hjálparstarfsmenn Læknar án landamæra ætla að yfirgefa norðausturhluta Sýrlands. Sú ákvörðun hefur verið tekin að stöðva nánast alla starfsemi samtakanna á svæðinu þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna samtakanna vegna innrásar Tyrkja. 15. október 2019 16:49 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45
Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27
Læknar án landamæra flýja undan innrás Tyrklands Hjálparstarfsmenn Læknar án landamæra ætla að yfirgefa norðausturhluta Sýrlands. Sú ákvörðun hefur verið tekin að stöðva nánast alla starfsemi samtakanna á svæðinu þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna samtakanna vegna innrásar Tyrkja. 15. október 2019 16:49