Tóngerir tunglferðir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. október 2019 10:00 Annað kvöld fara fram útgáfutónleikar Halldórs Eldjárn fyrir plötuna Poco Apollo í Iðnó. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn hefur verið heillaður af geimnum og tunglinu síðan hann var lítill. Í vikunni gefur hann út sína fyrstu sólóplötu þar sem hann tvinnar saman sín helstu áhugamál; tónlist, forritun og tunglferðir. Fréttablaðið settist niður með Halldóri og ræddi við hann um ferlið, útgáfutónleika og hugmyndina á bak við plötuna, sem er heldur óvenjuleg. „Þetta byrjar eiginlega allt á því að NASA ákveður árið 2015 að opna fyrir aðgang að öllum ljósmyndum sem voru teknar í tunglferðunum. Þannig að á einu bretti urðu aðgengilegar rúmlega 14 þúsund ljósmyndir frá tunglinu,“ segir Halldór. Myndirnar heilluðu og fylltu hann löngun til að semja út frá þeim tónverk. Og kannski er það ekki skrýtið; Bandaríkjamenn kenndu geimferðaáætlinar sínar við gríska guðinn Appollon. Hann var guð tónlistarinnar og má leiða líkur að því að andagift hans hafi hellst yfir Halldór þar sem hann skoðaði myndirnar.Rúmlega 14 þúsund lög „Ég er náttúrulega algjört geimferðanörd,“ útskýrir Halldór. „Þannig að úr varð að ég skrifaði lítið forrit sem getur greint innihald myndar og samið lítið tónverk út frá henni.“ Halldór er menntaður tölvunarfræðingur og hefur í gegnum tíðina prófað sig áfram með að blanda saman forritun og tónlist. „Upphaflega er tónverkið Poco Apollo vefsíða sem er aðgengileg á netinu. Þar eru þér sýndar myndir í handahófskenndri röð úr þessu myndasafni NASA og svo er leikið lag undir sem er sérstaklega tileinkað hverri mynd fyrir sig. Þannig að lögin eru jafn mörg og myndirnar, 14.253 að mig minnir.“ Halldór reynir síðan að útskýra hvernig forritið virkar fyrir hálftækniheftum blaðamanni, sem skilur þó lykilatriðið: „Ef það er mikið inni á myndinni, tunglgrjót og svona, þá verður tónverkið rytmískt og meira í dúr en ef það er lítið á myndinni, kannski bara nánast allt svart og einn lítill hnöttur í miðjunni, verður það meira í moll, mun dekkra og hægara.“ Platan er svo unnin út frá forritinu en Halldór fletti í gegnum um hundrað myndir af vefsíðunni og valdi fjórar til að semja stærri verk út frá. „Stundum var útkoman úr myndunum bara algjör negla, eitthvert lag sem höfðaði rosalega til mín. Annað fannst mér hreinlega leiðinlegt, en getur vel verið að einhverjum öðrum finnist það kannski skemmtilegt,“ segir hann. „En ég valdi þarna fjögur lög sem mér fannst flottust og svo verða sex lög á plötunni; tvö sem verða svona aukaútsetningar á einu þeirra.“Heltekinn af tunglinu En hvað er það sem vakti áhuga Halldórs á tunglinu? Eftir langa umhugsun kemst hann að því að líklega megi skrifa delluna á þá félaga Tom Hanks og Kevin Bacon. „Ég horfði ófáum sinnum á myndina Apollo 13 og held að þar hefjist minn geimáhugi. Houston, we have a problem og allt það. Svo er ég orðinn alveg heltekinn af tunglinu þegar ég er svona 14 ára og man eftir mér þar sem ég var að labba í skólann og starði bara á tunglið alla leiðina.“ „Þá fór ég oft að upplifa mig öðruvísi. Í staðinn fyrir að ég væri einhver eining hér á jörðinni leið mér oft eins og ég væri hreinlega bara á tunglinu og sæi jörðina að utan,“ heldur Halldór áfram. „Og það er nú einmitt talað um að menn verði brjálaðir af þessu, þess vegna er það kallað lunatic á ensku. Það eru þeir sem hafa týnt sér í að stara á tunglið.“ Halldór heldur útgáfutónleika á morgun í Iðnó þar sem platan verður spiluð í heild sinni. Þeir munu þá hefjast á skemmtilegri viðbót sem er ekki að finna á plötunni, hans eigin persónulegu tengingu við fyrstu tungllendinguna. Hann hefur samið lítið verk í kringum ávarp forseta Íslands frá því árið 1969 þar sem hann fjallaði um þennan ótrúlega áfanga, en það var afi Halldórs, Kristján Eldjárn, sem gegndi þá embættinu. „Þetta er ofboðslega falleg ræða, hann var náttúrulega snilldarræðumaður og talaði mjög fallega og góða íslensku. Mér fannst ég þurfa að semja eitthvað við hana þannig að ég tók ræðuna og samdi lítið lag undir sem verður intróið á tónleikunum.“´ Miða á tónleika Halldórs er hægt að nálgast á tix.is. Plötuna Poco Apollo verður hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum frá og með næsta föstudegi.Poco Apollo by Halldór Eldjárn from Curated Place on Vimeo. Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Menning Tónlist Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn hefur verið heillaður af geimnum og tunglinu síðan hann var lítill. Í vikunni gefur hann út sína fyrstu sólóplötu þar sem hann tvinnar saman sín helstu áhugamál; tónlist, forritun og tunglferðir. Fréttablaðið settist niður með Halldóri og ræddi við hann um ferlið, útgáfutónleika og hugmyndina á bak við plötuna, sem er heldur óvenjuleg. „Þetta byrjar eiginlega allt á því að NASA ákveður árið 2015 að opna fyrir aðgang að öllum ljósmyndum sem voru teknar í tunglferðunum. Þannig að á einu bretti urðu aðgengilegar rúmlega 14 þúsund ljósmyndir frá tunglinu,“ segir Halldór. Myndirnar heilluðu og fylltu hann löngun til að semja út frá þeim tónverk. Og kannski er það ekki skrýtið; Bandaríkjamenn kenndu geimferðaáætlinar sínar við gríska guðinn Appollon. Hann var guð tónlistarinnar og má leiða líkur að því að andagift hans hafi hellst yfir Halldór þar sem hann skoðaði myndirnar.Rúmlega 14 þúsund lög „Ég er náttúrulega algjört geimferðanörd,“ útskýrir Halldór. „Þannig að úr varð að ég skrifaði lítið forrit sem getur greint innihald myndar og samið lítið tónverk út frá henni.“ Halldór er menntaður tölvunarfræðingur og hefur í gegnum tíðina prófað sig áfram með að blanda saman forritun og tónlist. „Upphaflega er tónverkið Poco Apollo vefsíða sem er aðgengileg á netinu. Þar eru þér sýndar myndir í handahófskenndri röð úr þessu myndasafni NASA og svo er leikið lag undir sem er sérstaklega tileinkað hverri mynd fyrir sig. Þannig að lögin eru jafn mörg og myndirnar, 14.253 að mig minnir.“ Halldór reynir síðan að útskýra hvernig forritið virkar fyrir hálftækniheftum blaðamanni, sem skilur þó lykilatriðið: „Ef það er mikið inni á myndinni, tunglgrjót og svona, þá verður tónverkið rytmískt og meira í dúr en ef það er lítið á myndinni, kannski bara nánast allt svart og einn lítill hnöttur í miðjunni, verður það meira í moll, mun dekkra og hægara.“ Platan er svo unnin út frá forritinu en Halldór fletti í gegnum um hundrað myndir af vefsíðunni og valdi fjórar til að semja stærri verk út frá. „Stundum var útkoman úr myndunum bara algjör negla, eitthvert lag sem höfðaði rosalega til mín. Annað fannst mér hreinlega leiðinlegt, en getur vel verið að einhverjum öðrum finnist það kannski skemmtilegt,“ segir hann. „En ég valdi þarna fjögur lög sem mér fannst flottust og svo verða sex lög á plötunni; tvö sem verða svona aukaútsetningar á einu þeirra.“Heltekinn af tunglinu En hvað er það sem vakti áhuga Halldórs á tunglinu? Eftir langa umhugsun kemst hann að því að líklega megi skrifa delluna á þá félaga Tom Hanks og Kevin Bacon. „Ég horfði ófáum sinnum á myndina Apollo 13 og held að þar hefjist minn geimáhugi. Houston, we have a problem og allt það. Svo er ég orðinn alveg heltekinn af tunglinu þegar ég er svona 14 ára og man eftir mér þar sem ég var að labba í skólann og starði bara á tunglið alla leiðina.“ „Þá fór ég oft að upplifa mig öðruvísi. Í staðinn fyrir að ég væri einhver eining hér á jörðinni leið mér oft eins og ég væri hreinlega bara á tunglinu og sæi jörðina að utan,“ heldur Halldór áfram. „Og það er nú einmitt talað um að menn verði brjálaðir af þessu, þess vegna er það kallað lunatic á ensku. Það eru þeir sem hafa týnt sér í að stara á tunglið.“ Halldór heldur útgáfutónleika á morgun í Iðnó þar sem platan verður spiluð í heild sinni. Þeir munu þá hefjast á skemmtilegri viðbót sem er ekki að finna á plötunni, hans eigin persónulegu tengingu við fyrstu tungllendinguna. Hann hefur samið lítið verk í kringum ávarp forseta Íslands frá því árið 1969 þar sem hann fjallaði um þennan ótrúlega áfanga, en það var afi Halldórs, Kristján Eldjárn, sem gegndi þá embættinu. „Þetta er ofboðslega falleg ræða, hann var náttúrulega snilldarræðumaður og talaði mjög fallega og góða íslensku. Mér fannst ég þurfa að semja eitthvað við hana þannig að ég tók ræðuna og samdi lítið lag undir sem verður intróið á tónleikunum.“´ Miða á tónleika Halldórs er hægt að nálgast á tix.is. Plötuna Poco Apollo verður hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum frá og með næsta föstudegi.Poco Apollo by Halldór Eldjárn from Curated Place on Vimeo.
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Menning Tónlist Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira