Búið spil Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. október 2019 07:15 Stríðið gegn fíkniefnum er löngu tapað. Það vita allir. Refsistefnan hefur litlu skilað öðru en fordómum og hræðslu gagnvart fíkniefnaneytandanum og undirheimum þar sem glæpahópar ráða ríkjum. Neysla hefur aukist og dauðsföllum fjölgar. Fíkniefnin flæða til landsins og skammturinn fæst nú á svipuðu verði og bíómiði. Sá sem er ánetjaður vímuefnum er sjúklingur en ekki glæpamaður. Þetta ætti öllum að vera löngu orðið ljóst. Það er því óhætt að segja að refsigleðin virkar ekki og er því nýlegt frumvarp Halldóru Mogensen, þingflokksformanns Pírata, eðlilegt og rökrétt skref. Frumvarpið felur í sér að ekki verði lengur ólöglegt að kaupa eða hafa á sér smærri fíkniefnaskammta, svokallaða neysluskammta, en aftur á móti verður áfram bannað að flytja efni inn eða úr landi, selja þau eða framleiða. Markmiðið er að hætt verði að líta á þá sem lent hafa á glapstigum lífsins sem glæpamenn og óþokka og þeim veitt aðstoð fremur en refsing. Frumvarpið er skref í rétta átt, en hálfkák þó. Portúgalar voru fyrstir til að afglæpavæða fíkniefni þegar þeir samþykktu lög þess efnis árið 2001, eftir heróínfaraldur sem gengið hafði yfir landið. Efasemdir voru um ágæti aðgerðanna en í dag er fjöldi vímuefnaneytenda í Portúgal hlutfallslega mjög lítill miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Aðrar þjóðir hafa síðan fylgt í kjölfarið og mótað eigin fíkniefnastefnu með góðum árangri. Hægt er að nálgast fíknivandann með ýmsum hætti og raunsæ leið er svokölluð skaðaminnkun. Hún veitir nálægð við fíkilinn og dregur úr hættu á HIV-smiti og öðrum heilsufarslegum ógnum sem fíknin leiðir oft af sér. Fleiri ákjósanlegar leiðir eru fyrir hendi en mikilvægt er að stjórnvöld móti sér stefnu í þessum málum. Fíkniefnin eru komin til að vera, því verður ekki breytt. Þar af leiðandi ætti hið opinbera að reyna að stýra farvegi þeirra og jafnvel að íhuga að hreinlega útvega fíklum efnin. Þá að minnsta kosti færast völdin úr höndum undirheimanna en það er þar sem ofbeldið og mannúðarleysið þrífst. Eiturlyfjadreifing hins opinbera gæti jafnframt útrýmt svarta markaðnum með lyfseðilsskyld lyf. Róttækari aðgerða en hugmynda um neysluskammta er þörf. Æ fleiri festast í viðjum fíknarinnar og fíknin heldur áfram að fella hvert ungmennið á fætur öðru. Við þurfum að hætta að berja höfðinu við steininn og horfast í augu við vandann. Samhliða þarf að fjölga meðferðarúrræðum og bæta í forvarnir og fræðslu. Allt kapp ætti að setja á aðferðir til skaðaminnkunar. Betur má ef duga skal og kallað er eftir stjórnmálamanni sem þorir að segja þessa hluti upphátt – og hrinda þeim í framkvæmd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Sunna Karen Sigurþórsdóttir Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Stríðið gegn fíkniefnum er löngu tapað. Það vita allir. Refsistefnan hefur litlu skilað öðru en fordómum og hræðslu gagnvart fíkniefnaneytandanum og undirheimum þar sem glæpahópar ráða ríkjum. Neysla hefur aukist og dauðsföllum fjölgar. Fíkniefnin flæða til landsins og skammturinn fæst nú á svipuðu verði og bíómiði. Sá sem er ánetjaður vímuefnum er sjúklingur en ekki glæpamaður. Þetta ætti öllum að vera löngu orðið ljóst. Það er því óhætt að segja að refsigleðin virkar ekki og er því nýlegt frumvarp Halldóru Mogensen, þingflokksformanns Pírata, eðlilegt og rökrétt skref. Frumvarpið felur í sér að ekki verði lengur ólöglegt að kaupa eða hafa á sér smærri fíkniefnaskammta, svokallaða neysluskammta, en aftur á móti verður áfram bannað að flytja efni inn eða úr landi, selja þau eða framleiða. Markmiðið er að hætt verði að líta á þá sem lent hafa á glapstigum lífsins sem glæpamenn og óþokka og þeim veitt aðstoð fremur en refsing. Frumvarpið er skref í rétta átt, en hálfkák þó. Portúgalar voru fyrstir til að afglæpavæða fíkniefni þegar þeir samþykktu lög þess efnis árið 2001, eftir heróínfaraldur sem gengið hafði yfir landið. Efasemdir voru um ágæti aðgerðanna en í dag er fjöldi vímuefnaneytenda í Portúgal hlutfallslega mjög lítill miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Aðrar þjóðir hafa síðan fylgt í kjölfarið og mótað eigin fíkniefnastefnu með góðum árangri. Hægt er að nálgast fíknivandann með ýmsum hætti og raunsæ leið er svokölluð skaðaminnkun. Hún veitir nálægð við fíkilinn og dregur úr hættu á HIV-smiti og öðrum heilsufarslegum ógnum sem fíknin leiðir oft af sér. Fleiri ákjósanlegar leiðir eru fyrir hendi en mikilvægt er að stjórnvöld móti sér stefnu í þessum málum. Fíkniefnin eru komin til að vera, því verður ekki breytt. Þar af leiðandi ætti hið opinbera að reyna að stýra farvegi þeirra og jafnvel að íhuga að hreinlega útvega fíklum efnin. Þá að minnsta kosti færast völdin úr höndum undirheimanna en það er þar sem ofbeldið og mannúðarleysið þrífst. Eiturlyfjadreifing hins opinbera gæti jafnframt útrýmt svarta markaðnum með lyfseðilsskyld lyf. Róttækari aðgerða en hugmynda um neysluskammta er þörf. Æ fleiri festast í viðjum fíknarinnar og fíknin heldur áfram að fella hvert ungmennið á fætur öðru. Við þurfum að hætta að berja höfðinu við steininn og horfast í augu við vandann. Samhliða þarf að fjölga meðferðarúrræðum og bæta í forvarnir og fræðslu. Allt kapp ætti að setja á aðferðir til skaðaminnkunar. Betur má ef duga skal og kallað er eftir stjórnmálamanni sem þorir að segja þessa hluti upphátt – og hrinda þeim í framkvæmd.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun