Orkusækinn iðnaður skapar mikinn þjóðhagslegan ávinning Ingólfur Bender skrifar 16. október 2019 08:30 Fyrr á þessu ári var haldið upp á að 50 ár eru liðin síðan álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Landsvirkjun fagnaði 50 ára afmæli sínu 2015 en fyrirtækið var á sínum tíma stofnað í kringum byggingu Búrfellsvirkjunar, sem var fyrsta stórvirkjun Íslendinga, en skilyrði fyrir lánveitingu til virkjunarinnar var samningurinn um álverið í Straumsvík. Markaði þetta upphaf orkusækins iðnaðar hér á landi og uppbyggingu á tengdu raforkukerfi. Allar götur síðan hefur saga orkusækins iðnaðar og raforkukerfisins verið samofin og sú uppbygging verið til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Á þessu 50 ára tímabili hefur landsframleiðsla á mann, sem er einn mælikvarði á efnahagslega velmegun, farið úr því að vera til jafns við meðaltal Evrópu yfir í að vera nú tæplega 50% meiri. Á þessu 50 ára tímabili hefur því skilið verulega á milli efnahagslegrar velmegunar hér á landi og í flestum öðrum Evrópuríkjum. Fjölmargir þættir skýra þessa miklu og jákvæðu breytingu í lífskjörum landsmanna. Stór hluti skýringarinnar er hins vegar sá að á þessum tíma tóku Íslendingar að nýta ríkulegar orkuauðlindir landsins í meiri mæli en verið hafði en fram að þeim tíma hafði gjaldeyrissköpun Íslendinga nær alfarið byggst á sjávarútvegi. Vöxtur orkusækins iðnaðar gerði Íslendingum kleift að byggja upp raforkuframleiðslu í stórum skrefum og með hagkvæmari hætti en ella hefði verið. Á síðustu 50 árum má áætla að framlag stórnotenda raforku til verðmætasköpunar hér á landi hafi verið um 2.100 milljarðar króna. Um 80% þess framlags hafa fallið til á 21. öldinni. Þá er metið beint framlag greinarinnar til landsframleiðslu og óbeint framlag, þ.e. sá virðisauki sem greinin skapar í viðskiptum sínum við aðrar greinar. Til að setja þetta í samhengi þá var landsframleiðslan í heild hér á landi 2.812 milljarðar króna á árinu 2018. Fjárfestingar tengdar stóriðju og tengdri raforkuframleiðslu hafa að sama skapi verið miklar á tímabilinu. Samanlagt yfir síðastliðin 50 ár nemur þessi fjárfesting um 1.600 milljörðum. Til að setja þetta í samhengi nam heildarfjárfesting í hagkerfinu, þ.e. heimila, fyrirtækja og hins opinbera, 628 milljörðum á síðasta ári. Raforkukerfið hefur byggst upp samhliða uppbyggingu á starfsemi orkusækinna iðnfyrirtækja hér á landi. Má í því sambandi nefna að þessi iðnfyrirtæki nota rétt um 80% allrar raforku í landinu. Önnur atvinnustarfsemi og heimilin hafa notið góðs af þessari uppbyggingu í auknu orkuöryggi og lægra raforkuverði. Óstöðugleiki íslenska hagkerfisins hefur meðal annars átt rætur sínar að rekja til einhæfni útflutningsatvinnuvega. Óstöðugt efnahagslegt umhverfi kemur niður á lífsgæðum, framleiðni og innlendri verðmætasköpun. Leiðin að auknum stöðugleika í efnahagslífi íslensku þjóðarinnar á síðustu áratugum fólst í að auka fjölbreytni í gjaldeyrissköpun og byggja upp greinar sem voru óháðar sveiflum í aflabrögðum eingöngu. Síðustu tvo áratugi hafa gjaldeyristekjur þjóðarinnar vegna stóriðju margfaldast. Gjaldeyrissköpun orkusækinna iðnfyrirtækja er nú orðin meiri en heildargjaldeyristekjur af útflutningi sjávarafurða, eða um 260 milljarðar króna á árinu 2018. Vöxtur þessarar greinar hefur aukið stöðugleika hagkerfisins. Við höfum verið að sækja okkar efnahagslegu velmegun í starfsemi raforkusækinna iðnfyrirtækja að stórum hluta síðustu 50 ár. Til þess að geta haldið áfram að sækja okkar efnahagslegu velmegun þangað þurfum við að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar. Með aðgerðum sem efla samkeppnisstöðuna má tryggja að við byggjum þessa starfsemi áfram upp hér á landi til heilla fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingólfur Bender Stóriðja Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári var haldið upp á að 50 ár eru liðin síðan álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Landsvirkjun fagnaði 50 ára afmæli sínu 2015 en fyrirtækið var á sínum tíma stofnað í kringum byggingu Búrfellsvirkjunar, sem var fyrsta stórvirkjun Íslendinga, en skilyrði fyrir lánveitingu til virkjunarinnar var samningurinn um álverið í Straumsvík. Markaði þetta upphaf orkusækins iðnaðar hér á landi og uppbyggingu á tengdu raforkukerfi. Allar götur síðan hefur saga orkusækins iðnaðar og raforkukerfisins verið samofin og sú uppbygging verið til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Á þessu 50 ára tímabili hefur landsframleiðsla á mann, sem er einn mælikvarði á efnahagslega velmegun, farið úr því að vera til jafns við meðaltal Evrópu yfir í að vera nú tæplega 50% meiri. Á þessu 50 ára tímabili hefur því skilið verulega á milli efnahagslegrar velmegunar hér á landi og í flestum öðrum Evrópuríkjum. Fjölmargir þættir skýra þessa miklu og jákvæðu breytingu í lífskjörum landsmanna. Stór hluti skýringarinnar er hins vegar sá að á þessum tíma tóku Íslendingar að nýta ríkulegar orkuauðlindir landsins í meiri mæli en verið hafði en fram að þeim tíma hafði gjaldeyrissköpun Íslendinga nær alfarið byggst á sjávarútvegi. Vöxtur orkusækins iðnaðar gerði Íslendingum kleift að byggja upp raforkuframleiðslu í stórum skrefum og með hagkvæmari hætti en ella hefði verið. Á síðustu 50 árum má áætla að framlag stórnotenda raforku til verðmætasköpunar hér á landi hafi verið um 2.100 milljarðar króna. Um 80% þess framlags hafa fallið til á 21. öldinni. Þá er metið beint framlag greinarinnar til landsframleiðslu og óbeint framlag, þ.e. sá virðisauki sem greinin skapar í viðskiptum sínum við aðrar greinar. Til að setja þetta í samhengi þá var landsframleiðslan í heild hér á landi 2.812 milljarðar króna á árinu 2018. Fjárfestingar tengdar stóriðju og tengdri raforkuframleiðslu hafa að sama skapi verið miklar á tímabilinu. Samanlagt yfir síðastliðin 50 ár nemur þessi fjárfesting um 1.600 milljörðum. Til að setja þetta í samhengi nam heildarfjárfesting í hagkerfinu, þ.e. heimila, fyrirtækja og hins opinbera, 628 milljörðum á síðasta ári. Raforkukerfið hefur byggst upp samhliða uppbyggingu á starfsemi orkusækinna iðnfyrirtækja hér á landi. Má í því sambandi nefna að þessi iðnfyrirtæki nota rétt um 80% allrar raforku í landinu. Önnur atvinnustarfsemi og heimilin hafa notið góðs af þessari uppbyggingu í auknu orkuöryggi og lægra raforkuverði. Óstöðugleiki íslenska hagkerfisins hefur meðal annars átt rætur sínar að rekja til einhæfni útflutningsatvinnuvega. Óstöðugt efnahagslegt umhverfi kemur niður á lífsgæðum, framleiðni og innlendri verðmætasköpun. Leiðin að auknum stöðugleika í efnahagslífi íslensku þjóðarinnar á síðustu áratugum fólst í að auka fjölbreytni í gjaldeyrissköpun og byggja upp greinar sem voru óháðar sveiflum í aflabrögðum eingöngu. Síðustu tvo áratugi hafa gjaldeyristekjur þjóðarinnar vegna stóriðju margfaldast. Gjaldeyrissköpun orkusækinna iðnfyrirtækja er nú orðin meiri en heildargjaldeyristekjur af útflutningi sjávarafurða, eða um 260 milljarðar króna á árinu 2018. Vöxtur þessarar greinar hefur aukið stöðugleika hagkerfisins. Við höfum verið að sækja okkar efnahagslegu velmegun í starfsemi raforkusækinna iðnfyrirtækja að stórum hluta síðustu 50 ár. Til þess að geta haldið áfram að sækja okkar efnahagslegu velmegun þangað þurfum við að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar. Með aðgerðum sem efla samkeppnisstöðuna má tryggja að við byggjum þessa starfsemi áfram upp hér á landi til heilla fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun