Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar nánast jafnt Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. október 2019 06:00 Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er komið undir 40 prósent samkvæmt könnuninni. Fréttablaðið/Valli Samfylkingin sækir mjög í sig veðrið samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Mælist flokkurinn nú með 18,5 prósenta fylgi, aðeins rúmu prósentustigi á eftir Sjálfstæðisflokknum sem er áfram stærsti flokkurinn með 19,6 prósent. Samfylkingin bætir við sig 4,6 prósentustigum frá síðustu könnun Zenter sem gerð var í september. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tæpum tveimur prósentustigum milli kannanna. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið frá kosningunum 2017 þegar hann fékk 25,3 prósent atkvæða. Sem fyrr er mjótt á munum milli Vinstri grænna, Miðflokksins, Viðreisnar og Pírata. Vinstri græn mælast nú með 12,7 prósent sem er örlítið minna en í síðustu könnun. Miðflokkurinn og Viðreisn tapa um einu prósentustigi milli kannana. Miðflokkurinn mælist nú með 11,6 prósent en Viðreisn 11,3 prósent. Píratar eru með 10,9 prósent og tapa hálfu prósentustigi. Framsóknarflokkurinn bætir rúmu prósentustigi við sig og mælist nú með 7,3 prósent. Fylgi Flokks fólksins helst óbreytt, eða fjögur prósent, og þá segjast 2,9 prósent ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn. Fimm prósent atkvæða þarf til að flokkur fái uppbótarþingmenn. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast nú samtals með 39,6 prósenta fylgi. Í kosningunum 2017 fengu flokkarnir samtals 52,9 prósent atkvæða. Athygli vekur að aðeins rúm 70 prósent aðspurðra svöruðu spurningunni um hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Tveir flokkar skera sig úr þegar svör eru greind eftir kyni. Vinstri græn njóta stuðnings 20,9 prósenta kvenna en einungis 6,1 prósents karla. Hjá Miðflokknum snýst dæmið við því 15,6 prósent karla styðja flokkinn en 6,7 prósent kvenna. Ekki mælist marktækur munur á stuðningi eftir kyni hjá öðrum flokkum. Könnunin var gerð á tímabilinu 10.-14. október síðastliðinn en hún var send á könnunarhóp Zenter rannsókna. Í úrtaki voru 2.300 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 53 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Samfylkingin sækir mjög í sig veðrið samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Mælist flokkurinn nú með 18,5 prósenta fylgi, aðeins rúmu prósentustigi á eftir Sjálfstæðisflokknum sem er áfram stærsti flokkurinn með 19,6 prósent. Samfylkingin bætir við sig 4,6 prósentustigum frá síðustu könnun Zenter sem gerð var í september. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tæpum tveimur prósentustigum milli kannanna. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið frá kosningunum 2017 þegar hann fékk 25,3 prósent atkvæða. Sem fyrr er mjótt á munum milli Vinstri grænna, Miðflokksins, Viðreisnar og Pírata. Vinstri græn mælast nú með 12,7 prósent sem er örlítið minna en í síðustu könnun. Miðflokkurinn og Viðreisn tapa um einu prósentustigi milli kannana. Miðflokkurinn mælist nú með 11,6 prósent en Viðreisn 11,3 prósent. Píratar eru með 10,9 prósent og tapa hálfu prósentustigi. Framsóknarflokkurinn bætir rúmu prósentustigi við sig og mælist nú með 7,3 prósent. Fylgi Flokks fólksins helst óbreytt, eða fjögur prósent, og þá segjast 2,9 prósent ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn. Fimm prósent atkvæða þarf til að flokkur fái uppbótarþingmenn. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast nú samtals með 39,6 prósenta fylgi. Í kosningunum 2017 fengu flokkarnir samtals 52,9 prósent atkvæða. Athygli vekur að aðeins rúm 70 prósent aðspurðra svöruðu spurningunni um hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Tveir flokkar skera sig úr þegar svör eru greind eftir kyni. Vinstri græn njóta stuðnings 20,9 prósenta kvenna en einungis 6,1 prósents karla. Hjá Miðflokknum snýst dæmið við því 15,6 prósent karla styðja flokkinn en 6,7 prósent kvenna. Ekki mælist marktækur munur á stuðningi eftir kyni hjá öðrum flokkum. Könnunin var gerð á tímabilinu 10.-14. október síðastliðinn en hún var send á könnunarhóp Zenter rannsókna. Í úrtaki voru 2.300 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 53 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira