Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar nánast jafnt Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. október 2019 06:00 Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er komið undir 40 prósent samkvæmt könnuninni. Fréttablaðið/Valli Samfylkingin sækir mjög í sig veðrið samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Mælist flokkurinn nú með 18,5 prósenta fylgi, aðeins rúmu prósentustigi á eftir Sjálfstæðisflokknum sem er áfram stærsti flokkurinn með 19,6 prósent. Samfylkingin bætir við sig 4,6 prósentustigum frá síðustu könnun Zenter sem gerð var í september. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tæpum tveimur prósentustigum milli kannanna. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið frá kosningunum 2017 þegar hann fékk 25,3 prósent atkvæða. Sem fyrr er mjótt á munum milli Vinstri grænna, Miðflokksins, Viðreisnar og Pírata. Vinstri græn mælast nú með 12,7 prósent sem er örlítið minna en í síðustu könnun. Miðflokkurinn og Viðreisn tapa um einu prósentustigi milli kannana. Miðflokkurinn mælist nú með 11,6 prósent en Viðreisn 11,3 prósent. Píratar eru með 10,9 prósent og tapa hálfu prósentustigi. Framsóknarflokkurinn bætir rúmu prósentustigi við sig og mælist nú með 7,3 prósent. Fylgi Flokks fólksins helst óbreytt, eða fjögur prósent, og þá segjast 2,9 prósent ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn. Fimm prósent atkvæða þarf til að flokkur fái uppbótarþingmenn. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast nú samtals með 39,6 prósenta fylgi. Í kosningunum 2017 fengu flokkarnir samtals 52,9 prósent atkvæða. Athygli vekur að aðeins rúm 70 prósent aðspurðra svöruðu spurningunni um hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Tveir flokkar skera sig úr þegar svör eru greind eftir kyni. Vinstri græn njóta stuðnings 20,9 prósenta kvenna en einungis 6,1 prósents karla. Hjá Miðflokknum snýst dæmið við því 15,6 prósent karla styðja flokkinn en 6,7 prósent kvenna. Ekki mælist marktækur munur á stuðningi eftir kyni hjá öðrum flokkum. Könnunin var gerð á tímabilinu 10.-14. október síðastliðinn en hún var send á könnunarhóp Zenter rannsókna. Í úrtaki voru 2.300 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 53 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Samfylkingin sækir mjög í sig veðrið samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Mælist flokkurinn nú með 18,5 prósenta fylgi, aðeins rúmu prósentustigi á eftir Sjálfstæðisflokknum sem er áfram stærsti flokkurinn með 19,6 prósent. Samfylkingin bætir við sig 4,6 prósentustigum frá síðustu könnun Zenter sem gerð var í september. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tæpum tveimur prósentustigum milli kannanna. Fylgi flokksins hefur verið á niðurleið frá kosningunum 2017 þegar hann fékk 25,3 prósent atkvæða. Sem fyrr er mjótt á munum milli Vinstri grænna, Miðflokksins, Viðreisnar og Pírata. Vinstri græn mælast nú með 12,7 prósent sem er örlítið minna en í síðustu könnun. Miðflokkurinn og Viðreisn tapa um einu prósentustigi milli kannana. Miðflokkurinn mælist nú með 11,6 prósent en Viðreisn 11,3 prósent. Píratar eru með 10,9 prósent og tapa hálfu prósentustigi. Framsóknarflokkurinn bætir rúmu prósentustigi við sig og mælist nú með 7,3 prósent. Fylgi Flokks fólksins helst óbreytt, eða fjögur prósent, og þá segjast 2,9 prósent ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn. Fimm prósent atkvæða þarf til að flokkur fái uppbótarþingmenn. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast nú samtals með 39,6 prósenta fylgi. Í kosningunum 2017 fengu flokkarnir samtals 52,9 prósent atkvæða. Athygli vekur að aðeins rúm 70 prósent aðspurðra svöruðu spurningunni um hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Tveir flokkar skera sig úr þegar svör eru greind eftir kyni. Vinstri græn njóta stuðnings 20,9 prósenta kvenna en einungis 6,1 prósents karla. Hjá Miðflokknum snýst dæmið við því 15,6 prósent karla styðja flokkinn en 6,7 prósent kvenna. Ekki mælist marktækur munur á stuðningi eftir kyni hjá öðrum flokkum. Könnunin var gerð á tímabilinu 10.-14. október síðastliðinn en hún var send á könnunarhóp Zenter rannsókna. Í úrtaki voru 2.300 einstaklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 53 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira