Bjóða betri kjör fyrir æðstu stjórnendur hjá ríkislögreglustjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2019 20:00 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Tólf yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra bjóðast nú betri launakjör en áður eftir að samkomulag þess efnis var gert á milli þeirra og embættisins í ágústmánuði. Samkomulagið felur í sér að fimmtíu yfirvinnustundir færast inn í föst mánaðarlaun starfsmannanna en með því aukast lífeyrisréttindi þeirra sem greiða iðgjöld í B-deild LSR. Frá þessu var greint í fréttum RÚV í kvöld þar sem fjallað var ítarlega um málið með vísan til bréfs sem Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélags Íslands og lögreglustjóri á Vesturlandi, sendi til dómsmálaráðuneytisins fyrr í þessum mánuði. Í bréfinu eru gerðar alvarlegar athugasemdir við hið nýja launafyrirkomulag. Segir Úlfar að með fyrirkomulaginu verði yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónarnir með hærri laun en sjö af níu lögreglustjórum landsins. Fyrirspurn RÚV til ríkislögreglustjóra um hversu margir af æðstu stjórnendum embættisins hafi tekið boðinu var ekki svarað. Úlfar segir í bréfi sínu að með nýju launafyrirkomulagi sé öllu snúið á hvolf við launasetningu lögreglumanna. Þá telur hann tímasetningu breytinganna einni skrýtna þar sem kjarasamningar séu lausir en einnig er ráðist í breytingarnar á óvissutímum hjá embætti ríkislögreglustjóra. Vísar Úlfar þar í að mikill styr hefur staðið um embættið undanfarna mánuði og lýstu til að mynda átta af níu lögreglustjórum landsins yfir vantrausti á Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn RÚV um málið segir að frumkvæðið að breytingunum hafi komið formanni Félags yfirlögregluþjóna í apríl á grundvelli stofnanasamnings embættisins við Landssamband lögreglumanna því í janúar í fyrra. Kjaramál Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn ekki lengur lögmaður blaðamannsins sem kvartaði Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. 27. september 2019 21:00 Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Tólf yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra bjóðast nú betri launakjör en áður eftir að samkomulag þess efnis var gert á milli þeirra og embættisins í ágústmánuði. Samkomulagið felur í sér að fimmtíu yfirvinnustundir færast inn í föst mánaðarlaun starfsmannanna en með því aukast lífeyrisréttindi þeirra sem greiða iðgjöld í B-deild LSR. Frá þessu var greint í fréttum RÚV í kvöld þar sem fjallað var ítarlega um málið með vísan til bréfs sem Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélags Íslands og lögreglustjóri á Vesturlandi, sendi til dómsmálaráðuneytisins fyrr í þessum mánuði. Í bréfinu eru gerðar alvarlegar athugasemdir við hið nýja launafyrirkomulag. Segir Úlfar að með fyrirkomulaginu verði yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjónarnir með hærri laun en sjö af níu lögreglustjórum landsins. Fyrirspurn RÚV til ríkislögreglustjóra um hversu margir af æðstu stjórnendum embættisins hafi tekið boðinu var ekki svarað. Úlfar segir í bréfi sínu að með nýju launafyrirkomulagi sé öllu snúið á hvolf við launasetningu lögreglumanna. Þá telur hann tímasetningu breytinganna einni skrýtna þar sem kjarasamningar séu lausir en einnig er ráðist í breytingarnar á óvissutímum hjá embætti ríkislögreglustjóra. Vísar Úlfar þar í að mikill styr hefur staðið um embættið undanfarna mánuði og lýstu til að mynda átta af níu lögreglustjórum landsins yfir vantrausti á Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn RÚV um málið segir að frumkvæðið að breytingunum hafi komið formanni Félags yfirlögregluþjóna í apríl á grundvelli stofnanasamnings embættisins við Landssamband lögreglumanna því í janúar í fyrra.
Kjaramál Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Hreinn ekki lengur lögmaður blaðamannsins sem kvartaði Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. 27. september 2019 21:00 Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Hreinn ekki lengur lögmaður blaðamannsins sem kvartaði Hreinn Loftsson, sem ráðinn var aðstoðarmaður dómsmálaráðherra í dag, er ekki lengur lögmaður annars blaðamannsins sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra. 27. september 2019 21:00
Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17
Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi. 27. september 2019 20:00