Vel gert Kolbeinn Marteinsson skrifar 17. október 2019 08:15 Einn stærsti kostur okkar Íslendinga er hvað við hrósum hvert öðru lítið. Þar sem hrós er svo fágætt hér á landi er verðmæti þess mikið. Íslenskt hrós er miklu meira virði en t.d. amerískt sem gefið er við nánast öll samskipti, „oh, that’s awesome“ o.s.frv. Það er líka mikill galli á okkur hvað við hrósum hvert öðru lítið. Því réttmætt hrós við réttar aðstæður getur dimmu í dagsljós breytt og gefið gleði og von. En það skiptir líka máli hver hrósar okkur. Komi það frá foreldrum má strax gengisfella það um að minnsta kosti helming. Eitt sinn heyrði ég sagt að oflof foreldra skapi vesalinga sem geti ekki tekið gagnrýni enda sannfærð um að allar gjörðir þeirra séu ekkert annað en stórkostlegar. Hrós frá manneskju sem við berum virðingu fyrir vegur oftast þyngst og slíkt hrós getur fylgt manni ævina á enda. Við eigum því að fara sparlega með hrós, ekki veita það í innantómu orðagjálfri fyrir sjálfsagða hluti og aðeins þegar ástæða er til. Þó barn teikni mynd á blað þá þýðir það ekki að það eigi heimtingu á að vera sagt listamaður. Góðu tíðindin eru þau að það er fullt af hlutum í lífi okkar sem eiga það sannarlega skilið að vera hrósað. Ef við sjáum eitthvað gert á þann hátt að það veitir okkur innblástur eða fyllir okkur gleði eigum við að skjóta skilaboðum á viðkomandi og láta hann vita af því. Sama á við ef við fáum framúrskarandi þjónustu eða sjáum vinnufélaga okkar vinna vel unnin verk. Slík hrós vega alltaf miklu meira og lifa lengur en laun viðkomandi. Því skaltu í dag stefna að því að hrósa einhverjum sem á það skilið. Endurtaktu svo leikinn aftur á morgun og þú hefur gert þennan heim aðeins betri en hann var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Einn stærsti kostur okkar Íslendinga er hvað við hrósum hvert öðru lítið. Þar sem hrós er svo fágætt hér á landi er verðmæti þess mikið. Íslenskt hrós er miklu meira virði en t.d. amerískt sem gefið er við nánast öll samskipti, „oh, that’s awesome“ o.s.frv. Það er líka mikill galli á okkur hvað við hrósum hvert öðru lítið. Því réttmætt hrós við réttar aðstæður getur dimmu í dagsljós breytt og gefið gleði og von. En það skiptir líka máli hver hrósar okkur. Komi það frá foreldrum má strax gengisfella það um að minnsta kosti helming. Eitt sinn heyrði ég sagt að oflof foreldra skapi vesalinga sem geti ekki tekið gagnrýni enda sannfærð um að allar gjörðir þeirra séu ekkert annað en stórkostlegar. Hrós frá manneskju sem við berum virðingu fyrir vegur oftast þyngst og slíkt hrós getur fylgt manni ævina á enda. Við eigum því að fara sparlega með hrós, ekki veita það í innantómu orðagjálfri fyrir sjálfsagða hluti og aðeins þegar ástæða er til. Þó barn teikni mynd á blað þá þýðir það ekki að það eigi heimtingu á að vera sagt listamaður. Góðu tíðindin eru þau að það er fullt af hlutum í lífi okkar sem eiga það sannarlega skilið að vera hrósað. Ef við sjáum eitthvað gert á þann hátt að það veitir okkur innblástur eða fyllir okkur gleði eigum við að skjóta skilaboðum á viðkomandi og láta hann vita af því. Sama á við ef við fáum framúrskarandi þjónustu eða sjáum vinnufélaga okkar vinna vel unnin verk. Slík hrós vega alltaf miklu meira og lifa lengur en laun viðkomandi. Því skaltu í dag stefna að því að hrósa einhverjum sem á það skilið. Endurtaktu svo leikinn aftur á morgun og þú hefur gert þennan heim aðeins betri en hann var.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar