Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Sylvía Hall skrifar 17. október 2019 20:30 Áslaug Arna segist vera ósátt við hvernig mál ríkislögreglustjóra hefur verið rakið í fjölmiðlum. Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað óásættanlegt hvernig staðan hefur verið rekin í fjölmiðlum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, aðspurð um stöðuna innan lögreglunnar í Kastljósi í kvöld. Mikil ólga hefur verið innan lögreglunnar vegna Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hann og hefur málið farið hátt í fjölmiðlum undanfarið. Vantrauststillagan var samþykkt á formannafundi Landssambands lögreglumanna í september og sagði Snorri Magnússon, formaður landssambandsins, að viðtal við ríkislögreglustjóra í Morgunblaðinu hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Í viðtalinu ræddi Haraldur meðal annars spillingu innan lögreglunnar. Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu.Sjá einnig: Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn„Já, ég var ósátt við viðtalið og sagði honum það. Ég var ósátt við það hvernig hann tjáði sig um málefni lögreglunnar,“ sagði Áslaug en hún fundaði með ríkislögreglustjóra þann 24. september þar sem ákveðið var að Haraldur sæti áfram í embætti, þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingu lögreglustjóranna.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmViðtalið var harðlega gagnrýnt af mörgum og þá sérstaklega orð hans um að það væri „efni í sérstakt viðtal“ að ræða hvað hefði gengið á á bak við tjöldin innan lögreglunnar, ef til starfsloka hans kæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði nauðsynlegt að Haraldur myndi skýra orð sín og sagði Helgi Seljan fjölmiðlamaður að það þyrfti „einbeittan brotavilja“ til þess að klúðra slíku viðtali.Sjá einnig: Rústabjörgun eða slökkvistarf Áslaug sagði þó vera mikilvægt að líta til annarra þátta málsins, til að mynda að hér á landi hafi löggæsla verið efld gríðarlega og í hana væru settir miklir fjármunir, um það bil sautján milljarðar, sem þyrfti að forgangsraða vel. „Staðan er þannig núna að það eru að renna meiri fjármunir til lögreglunnar en til dæmis árið 2007 þannig að staða lögreglunnar er góð, þar er mikið af góðu fólki, lögreglumenn um allt land að sinna mikilvægum störfum og ég ætla að vanda til verka þegar kemur að skipulagsbreytingum og öðru.“ Í dag bárust fréttir af því að tólf yfir- og aðstoðarlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra byðist nú betri launakjör en áður eftir samkomulag sem gert var í ágústmánuði. Með hinu nýja samkomulagi færast fimmtíu yfirvinnustundir í föst mánaðarlaun starfsmanna og aukast þar með lífeyrisréttindi þeirra sem greiða iðgjöld í B-deild LSR. Áslaug segist hafa óskað eftir skýringum á því frá ríkislögreglustjóra „Þetta heyrir kannski ekki beint undir mig þessi ákvörðun en ég hef samt óskað eftir því frá ríkislögreglustjóra að fá aðeins rök fyrir því og við hverja hann hafði samráð og hvers vegna kannski þessar breytingar koma fram og ég hef óskað eftir því og gerði það í gær.“ Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
„Það er auðvitað óásættanlegt hvernig staðan hefur verið rekin í fjölmiðlum,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, aðspurð um stöðuna innan lögreglunnar í Kastljósi í kvöld. Mikil ólga hefur verið innan lögreglunnar vegna Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hann og hefur málið farið hátt í fjölmiðlum undanfarið. Vantrauststillagan var samþykkt á formannafundi Landssambands lögreglumanna í september og sagði Snorri Magnússon, formaður landssambandsins, að viðtal við ríkislögreglustjóra í Morgunblaðinu hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Í viðtalinu ræddi Haraldur meðal annars spillingu innan lögreglunnar. Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu.Sjá einnig: Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn„Já, ég var ósátt við viðtalið og sagði honum það. Ég var ósátt við það hvernig hann tjáði sig um málefni lögreglunnar,“ sagði Áslaug en hún fundaði með ríkislögreglustjóra þann 24. september þar sem ákveðið var að Haraldur sæti áfram í embætti, þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingu lögreglustjóranna.Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmViðtalið var harðlega gagnrýnt af mörgum og þá sérstaklega orð hans um að það væri „efni í sérstakt viðtal“ að ræða hvað hefði gengið á á bak við tjöldin innan lögreglunnar, ef til starfsloka hans kæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði nauðsynlegt að Haraldur myndi skýra orð sín og sagði Helgi Seljan fjölmiðlamaður að það þyrfti „einbeittan brotavilja“ til þess að klúðra slíku viðtali.Sjá einnig: Rústabjörgun eða slökkvistarf Áslaug sagði þó vera mikilvægt að líta til annarra þátta málsins, til að mynda að hér á landi hafi löggæsla verið efld gríðarlega og í hana væru settir miklir fjármunir, um það bil sautján milljarðar, sem þyrfti að forgangsraða vel. „Staðan er þannig núna að það eru að renna meiri fjármunir til lögreglunnar en til dæmis árið 2007 þannig að staða lögreglunnar er góð, þar er mikið af góðu fólki, lögreglumenn um allt land að sinna mikilvægum störfum og ég ætla að vanda til verka þegar kemur að skipulagsbreytingum og öðru.“ Í dag bárust fréttir af því að tólf yfir- og aðstoðarlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra byðist nú betri launakjör en áður eftir samkomulag sem gert var í ágústmánuði. Með hinu nýja samkomulagi færast fimmtíu yfirvinnustundir í föst mánaðarlaun starfsmanna og aukast þar með lífeyrisréttindi þeirra sem greiða iðgjöld í B-deild LSR. Áslaug segist hafa óskað eftir skýringum á því frá ríkislögreglustjóra „Þetta heyrir kannski ekki beint undir mig þessi ákvörðun en ég hef samt óskað eftir því frá ríkislögreglustjóra að fá aðeins rök fyrir því og við hverja hann hafði samráð og hvers vegna kannski þessar breytingar koma fram og ég hef óskað eftir því og gerði það í gær.“
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26 Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Vill vita af hverju ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna bréfasendinga til fjölmiðlamanna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 25. september 2019 17:26
Haraldur ekki áminntur með tilliti til meðalhófsreglu Það var á grundvelli meðalhófsreglu sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. 27. september 2019 12:17
Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00
Segist aldrei hafa talað um grasserandi spillingu Ríkislögreglustjóri segir of mikið gert úr ummælum hans um meinta spillingu innan lögreglunnar. 26. september 2019 08:00